Fékk að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 11:01 Steinþór Már Auðunsson hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sumarsins í Pepsi Max deild karla. S2 Sport Ein óvæntasta stjarnan í Pepsi Max deild karla í sumar en KA markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem kom óvænt inn í liðið og hefur staðið sig frábærlega. KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum og situr í öðru sæti Pepsi Max deildarinnar. Guðmundur Benediktsson og félagar í Pepsi Max Stúkunni ræddu Steinþór Má í gærkvöldi eftir að Steinþór Már hélt hreinu í sigri á Stjörnunni í Garðabæ. „Maður varla trúir þessu því þessi maður var aldrei á leiðinni að fara að spila hjá KA þar til að Jajalo meiðist. Það er óhætt að segja að hann sé búinn að standa sig heldur betur vel,“ sagði Guðmundur Benediktsson „Hann bara ver þetta allt saman. Markvarslan hans þegar Hilmar Árni á skotið er frábær markvarsla og að það er svona markvarsla sem ræður úrslitum í leikjum,“ sagði Jón Þór Hauksson. Stefán Árni Pálsson tók viðtal við Steinþór Má eftir leik og hikaði ekki við að kalla hann Stubb sem gælunafnið hans. Stefán Árni fékk líka að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur. „Það gekk flest upp hjá mér í dag og sem betur fer náðum við að skora eitt mark. Það er alltaf gaman að vinna 1-0,“ sagði Steinþór Már Auðunsson. „Það er mjög gaman að vera að spila fyrir uppeldisfélagið sitt í efstu deild. Það var það sem maður stefndi að þegar maður var lítill og nú loksins fær maður tækifærið,“ sagði Steinþór. „Ég bjóst alls ekki við þessu en því miður þá meiddist Jajalo. Maður fær því tækifæri til að spila og verður bara að reyna að standa sig,“ sagði Steinþór. En af hverju er markvörður KA kallaðir Stubbur? „Það er löng saga. Það fengu allir eitt gælunafn fyrir mörgum, mörgum árum síðan. Það sem ég var langyngstur og að spila upp fyrir mig þá fékk ég nafnið Stubbur af því að ég var stærstur. Þá áttu allir að vera með kaldhæðins gælunafn og því miður þá festist mitt,“ sagði Steinþór. Þá má sjá allt viðtalið sem og það sem Ólafur Jóhannesson sagði um markvörð KA í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Óvænta hetjan í marki KA Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum og situr í öðru sæti Pepsi Max deildarinnar. Guðmundur Benediktsson og félagar í Pepsi Max Stúkunni ræddu Steinþór Má í gærkvöldi eftir að Steinþór Már hélt hreinu í sigri á Stjörnunni í Garðabæ. „Maður varla trúir þessu því þessi maður var aldrei á leiðinni að fara að spila hjá KA þar til að Jajalo meiðist. Það er óhætt að segja að hann sé búinn að standa sig heldur betur vel,“ sagði Guðmundur Benediktsson „Hann bara ver þetta allt saman. Markvarslan hans þegar Hilmar Árni á skotið er frábær markvarsla og að það er svona markvarsla sem ræður úrslitum í leikjum,“ sagði Jón Þór Hauksson. Stefán Árni Pálsson tók viðtal við Steinþór Má eftir leik og hikaði ekki við að kalla hann Stubb sem gælunafnið hans. Stefán Árni fékk líka að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur. „Það gekk flest upp hjá mér í dag og sem betur fer náðum við að skora eitt mark. Það er alltaf gaman að vinna 1-0,“ sagði Steinþór Már Auðunsson. „Það er mjög gaman að vera að spila fyrir uppeldisfélagið sitt í efstu deild. Það var það sem maður stefndi að þegar maður var lítill og nú loksins fær maður tækifærið,“ sagði Steinþór. „Ég bjóst alls ekki við þessu en því miður þá meiddist Jajalo. Maður fær því tækifæri til að spila og verður bara að reyna að standa sig,“ sagði Steinþór. En af hverju er markvörður KA kallaðir Stubbur? „Það er löng saga. Það fengu allir eitt gælunafn fyrir mörgum, mörgum árum síðan. Það sem ég var langyngstur og að spila upp fyrir mig þá fékk ég nafnið Stubbur af því að ég var stærstur. Þá áttu allir að vera með kaldhæðins gælunafn og því miður þá festist mitt,“ sagði Steinþór. Þá má sjá allt viðtalið sem og það sem Ólafur Jóhannesson sagði um markvörð KA í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Óvænta hetjan í marki KA
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira