Ver Kepa mark Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 23:00 Kepa gæti staðið milli stanganna í leik Chelsea og Manchester City næstu helgi. EPA-EFE/Shaun Botterill Það gæti farið svo að Edouard Mendy, markvörður Chelsea, verði fjarri góðu gamni er Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Spánverjinn Kepa Arrizabalaga gæti því staðið vaktina er félögin mætast þann 29. maí. Englandsmeistarar Manchester City og Chelsea mætast á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal þann 29. maí næstkomandi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðalmarkvörður Chelsea, Mendy, fór meiddur af velli í hálfleik er Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. 9 - Édouard Mendy has kept 8 clean sheets in 11 Champions League games this season. No goalkeeper has ever kept nine in their debut campaign in the competition. Aim.@OptaAnalyst sat down with Mendy to discuss the data underpinning his great first season at @ChelseaFC. #CFC— OptaJoe (@OptaJoe) May 24, 2021 Það gæti farið svo að Mendy missi af úrslitaleiknum og Kepa fái tækifæri á nýjan leik. Sá spænski stóð milli stanganna er Chelsea tapaði úrslitum FA-bikarsins nýverið en það var aðeins 14. leikur hans á tímabilinu. Kepa hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea gerði hann að dýrasta markverði í heimi sumarið 2018 og var hann til að mynda ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir Evrópumótið í sumar. Nú gæti Kepa hins vegar fengið fullkomið tækifæri til að sýna alþjóð hvað í sér býr er Chelsea reynir að stöðva sigurgöngu Manchester City. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur hins vegar sagt að Lundúnaliðið muni gera allt sem það getur til að gera Mendy leikfæran. Þjóðverjinn hefur ýjað að því að Mendy verði orðinn leikfær um helgina. Chelsea manager Thomas Tuchel hints that Edouard Mendy will be ready for the Champions League final."The update is we have hope he joins training on Wednesday with the group. Images show that the injury is not too serious." pic.twitter.com/CLwMnj7aLF— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á laugardaginn, þann 29. maí, og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en upphitun hefst klukkutíma fyrr. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City og Chelsea mætast á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal þann 29. maí næstkomandi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðalmarkvörður Chelsea, Mendy, fór meiddur af velli í hálfleik er Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. 9 - Édouard Mendy has kept 8 clean sheets in 11 Champions League games this season. No goalkeeper has ever kept nine in their debut campaign in the competition. Aim.@OptaAnalyst sat down with Mendy to discuss the data underpinning his great first season at @ChelseaFC. #CFC— OptaJoe (@OptaJoe) May 24, 2021 Það gæti farið svo að Mendy missi af úrslitaleiknum og Kepa fái tækifæri á nýjan leik. Sá spænski stóð milli stanganna er Chelsea tapaði úrslitum FA-bikarsins nýverið en það var aðeins 14. leikur hans á tímabilinu. Kepa hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea gerði hann að dýrasta markverði í heimi sumarið 2018 og var hann til að mynda ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir Evrópumótið í sumar. Nú gæti Kepa hins vegar fengið fullkomið tækifæri til að sýna alþjóð hvað í sér býr er Chelsea reynir að stöðva sigurgöngu Manchester City. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur hins vegar sagt að Lundúnaliðið muni gera allt sem það getur til að gera Mendy leikfæran. Þjóðverjinn hefur ýjað að því að Mendy verði orðinn leikfær um helgina. Chelsea manager Thomas Tuchel hints that Edouard Mendy will be ready for the Champions League final."The update is we have hope he joins training on Wednesday with the group. Images show that the injury is not too serious." pic.twitter.com/CLwMnj7aLF— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á laugardaginn, þann 29. maí, og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en upphitun hefst klukkutíma fyrr. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira