Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2021 15:55 Roman Protasevich handtekinn í Hvíta-Rússlandi árið in 2017. Sergei Grits/AP Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag Þetta kemur fram á vef Guardian og Reuters. Roman Protasevich er blaðamaður, ljósmyndari, bloggari og aktivisti. Protasevich var eftirlýstur vegna mómæla sem hann skipulagði gegn forseta Hvíta-Rússlands á síðasta ári. Stjórnarandstæðingar Alexanders Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, hafa gagnrýnt atvikið sem þeir segja tilraun til að þagga niður í gagnrýnisröddum. Þeir segja að vélin hafi verið látin nauðlenda í þeim eina tilgangi að handtaka Protasevich. Þess er krafist að NATO og Evrópusambandið beiti sér í málinu. Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins segir atburðinn óásættanlegan og krefst þess að farþegum verði hleypt aftur á loft. It is utterly unacceptable to force @Ryanair flight from Athens to Vilnius to land in Minsk. ALL passengers must be able to continue their travel to Vilnius immediately and their safety ensured.Any violation of international air transport rules must bear consequences.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 23, 2021 Forsætisráðherra Litháen tekur í sama streng. Passengers and crew of Ryanair flight en route from Athens to Vilnius have been put in danger - when forcibly landed in Minsk.We demand that the plane and passengers be allowed to fly to Vilnius immediately!— Ingrida imonyt (@IngridaSimonyte) May 23, 2021 Farþegaflugvélin var á leið frá Aþenu til Litháen þegar vélin var látin lenda í Hvíta-Rússlandi líkt og sést á Flightradar. Samkvæmt Guardian var flugvélin látin nauðlenda þegar hún var komin inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. BREAKING! The regime landed @Ryanair plane, which was flying from Athens to Vilnius,in order to arrest the famous Belarusian journalist Roman Protasevich. In Belarus, he faces the death penalty. Belarus has seized a plane,put passengers in danger, in order to repress an opponent pic.twitter.com/TEv22to5XM— Franak Via orka (@franakviacorka) May 23, 2021 Utanríkisráðherra Litháen upplýsir um farþega í tísti á síðu sinni á samfélagsmiðlinum Twitter og kallar eftir því að flugvélin fái að taka á loft á ný hið snarasta. In total there was 171 passenger on flight. We have information about 149 passengers. Among them - 1 AT, 1 BE, 1 BG, 1 CY, 3 DE, 1 ESP, 9 FRA, 1 GEO, 11 GR , 94 LT, 2 LV, 4 PL, 5 RO, 4BY, 3 RF, 1 GEO, 2 SYR, 1 NGA citizens. All 171 need to be released immediately.— Gabrielius Landsbergis (@GLandsbergis) May 23, 2021 Sakar Lúkasjenkó um flugrán Forsætisráðherra Póllands segir að um „flugrán“ sé að ræða og vill ræða refsiaðgerðir innan ESB strax á morgun. I have asked @eucopresident to expand tomorrow's #EUCO agenda and discuss immediate sanctions against A. Lukashenka regime. Hijacking of a civilian plane is an unprecedented act of state terrorism. It cannot go unpunished.— Mateusz Morawiecki (@MorawieckiM) May 23, 2021 Flugvélin hefur ekki enn tekið á loft. Í frétt DW kemur fram að Belta news agency greini frá því að flugvélin hafi verið látin lenda vegna sprengjuhótunar. Engin sprengja hafi þó fundist í vélinni þegar hún var skoðuð við lendingu. Fréttaritari Guardian birtir yfirlýsingu Ryanair á Twitter þar sem fram kemur að öryggi hafi verið ógnað um borð og því hafi verið tekin ákvörðun um að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin hafi lent á flugvelli í Minsk og að vélin muni taka aftur á loft síðar í dag. Statement from @Ryanair: Belarus air traffic control says there's a potential security threat on board and diverts to Minsk airport... except it wasn't the closest airport, Vilnius was closer. pic.twitter.com/UnxWj0FIBE— Andrew Roth (@Andrew__Roth) May 23, 2021 Fréttaritarinn bendir þó glögglega á í tísti sínu að flugvöllurinn í Vilníus, höfuðborg Litháens, hafi verið mun nær en flugvöllurinn í Minsk þegar vélinni var snúið við. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15 með yfirlýsingu frá Ryanair. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Guardian og Reuters. Roman Protasevich er blaðamaður, ljósmyndari, bloggari og aktivisti. Protasevich var eftirlýstur vegna mómæla sem hann skipulagði gegn forseta Hvíta-Rússlands á síðasta ári. Stjórnarandstæðingar Alexanders Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, hafa gagnrýnt atvikið sem þeir segja tilraun til að þagga niður í gagnrýnisröddum. Þeir segja að vélin hafi verið látin nauðlenda í þeim eina tilgangi að handtaka Protasevich. Þess er krafist að NATO og Evrópusambandið beiti sér í málinu. Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins segir atburðinn óásættanlegan og krefst þess að farþegum verði hleypt aftur á loft. It is utterly unacceptable to force @Ryanair flight from Athens to Vilnius to land in Minsk. ALL passengers must be able to continue their travel to Vilnius immediately and their safety ensured.Any violation of international air transport rules must bear consequences.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 23, 2021 Forsætisráðherra Litháen tekur í sama streng. Passengers and crew of Ryanair flight en route from Athens to Vilnius have been put in danger - when forcibly landed in Minsk.We demand that the plane and passengers be allowed to fly to Vilnius immediately!— Ingrida imonyt (@IngridaSimonyte) May 23, 2021 Farþegaflugvélin var á leið frá Aþenu til Litháen þegar vélin var látin lenda í Hvíta-Rússlandi líkt og sést á Flightradar. Samkvæmt Guardian var flugvélin látin nauðlenda þegar hún var komin inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. BREAKING! The regime landed @Ryanair plane, which was flying from Athens to Vilnius,in order to arrest the famous Belarusian journalist Roman Protasevich. In Belarus, he faces the death penalty. Belarus has seized a plane,put passengers in danger, in order to repress an opponent pic.twitter.com/TEv22to5XM— Franak Via orka (@franakviacorka) May 23, 2021 Utanríkisráðherra Litháen upplýsir um farþega í tísti á síðu sinni á samfélagsmiðlinum Twitter og kallar eftir því að flugvélin fái að taka á loft á ný hið snarasta. In total there was 171 passenger on flight. We have information about 149 passengers. Among them - 1 AT, 1 BE, 1 BG, 1 CY, 3 DE, 1 ESP, 9 FRA, 1 GEO, 11 GR , 94 LT, 2 LV, 4 PL, 5 RO, 4BY, 3 RF, 1 GEO, 2 SYR, 1 NGA citizens. All 171 need to be released immediately.— Gabrielius Landsbergis (@GLandsbergis) May 23, 2021 Sakar Lúkasjenkó um flugrán Forsætisráðherra Póllands segir að um „flugrán“ sé að ræða og vill ræða refsiaðgerðir innan ESB strax á morgun. I have asked @eucopresident to expand tomorrow's #EUCO agenda and discuss immediate sanctions against A. Lukashenka regime. Hijacking of a civilian plane is an unprecedented act of state terrorism. It cannot go unpunished.— Mateusz Morawiecki (@MorawieckiM) May 23, 2021 Flugvélin hefur ekki enn tekið á loft. Í frétt DW kemur fram að Belta news agency greini frá því að flugvélin hafi verið látin lenda vegna sprengjuhótunar. Engin sprengja hafi þó fundist í vélinni þegar hún var skoðuð við lendingu. Fréttaritari Guardian birtir yfirlýsingu Ryanair á Twitter þar sem fram kemur að öryggi hafi verið ógnað um borð og því hafi verið tekin ákvörðun um að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin hafi lent á flugvelli í Minsk og að vélin muni taka aftur á loft síðar í dag. Statement from @Ryanair: Belarus air traffic control says there's a potential security threat on board and diverts to Minsk airport... except it wasn't the closest airport, Vilnius was closer. pic.twitter.com/UnxWj0FIBE— Andrew Roth (@Andrew__Roth) May 23, 2021 Fréttaritarinn bendir þó glögglega á í tísti sínu að flugvöllurinn í Vilníus, höfuðborg Litháens, hafi verið mun nær en flugvöllurinn í Minsk þegar vélinni var snúið við. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15 með yfirlýsingu frá Ryanair.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira