Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 07:48 Hér má sjá mannfjöldann sem safnaðist saman fyrir bænastundina í gær. Gett/Esat Fırat Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. Þúsundir palestínskra múslima voru saman komnir í al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gær til þess að biðja saman föstudagsbænir og fagna nýsamþykktu vopnahléi. Þrátt fyrir þetta virðist umrætt vopnahlé ætla að standa, eftir ellefu daga átök milli þjóðanna. Fréttamaður CNN, sem var á staðnum, sagði í gær að tugir ísraelskra hermanna hafi barið fréttamenn með kylfum og gert tilraunir til þess að ota að þeim rifflum. Þeir hafi kallað fréttamennina „lygara“ þegar þeir sýndu þeim fréttamannaskírteini sín. Öryggissveitir bar að garði þegar Palestínumennirnir sátu við bænir fyrir íbúum Gasa og austurhluta Jerúsalem, þar sem fjöldi Palestínskra fjölskyldna á von á að missa heimili sín. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði í yfirlýsingu í gær að öryggissveitirnar hafi verið að bregðast við óeirðum hundruð ungra Palestínumanna, sem hafi meðal annars kastað steinum að lögreglumönnum. Fréttamaður CNN sagðist ekki kannast við það en að hann hafi orðið vitni að fólki, þar á meðal börnum, flýja staðin á meðan blossasprengjum rigndi yfir. Rauði hálfmáninn í Palestínu greindi frá því í gær að tuttugu hafi særst fyrir utan moskuna. Tveir hafi verið fluttir á spítala en aðrir hafi fengið aðstoð á staðnum. Frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum síðan hafa 250 farist, flestir í Gasa, og meira en 100 þúsund þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Unicef hefur varað við því að nærri 800 þúsund manns á svæðinu hafi ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Þúsundir palestínskra múslima voru saman komnir í al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gær til þess að biðja saman föstudagsbænir og fagna nýsamþykktu vopnahléi. Þrátt fyrir þetta virðist umrætt vopnahlé ætla að standa, eftir ellefu daga átök milli þjóðanna. Fréttamaður CNN, sem var á staðnum, sagði í gær að tugir ísraelskra hermanna hafi barið fréttamenn með kylfum og gert tilraunir til þess að ota að þeim rifflum. Þeir hafi kallað fréttamennina „lygara“ þegar þeir sýndu þeim fréttamannaskírteini sín. Öryggissveitir bar að garði þegar Palestínumennirnir sátu við bænir fyrir íbúum Gasa og austurhluta Jerúsalem, þar sem fjöldi Palestínskra fjölskyldna á von á að missa heimili sín. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði í yfirlýsingu í gær að öryggissveitirnar hafi verið að bregðast við óeirðum hundruð ungra Palestínumanna, sem hafi meðal annars kastað steinum að lögreglumönnum. Fréttamaður CNN sagðist ekki kannast við það en að hann hafi orðið vitni að fólki, þar á meðal börnum, flýja staðin á meðan blossasprengjum rigndi yfir. Rauði hálfmáninn í Palestínu greindi frá því í gær að tuttugu hafi særst fyrir utan moskuna. Tveir hafi verið fluttir á spítala en aðrir hafi fengið aðstoð á staðnum. Frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum síðan hafa 250 farist, flestir í Gasa, og meira en 100 þúsund þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Unicef hefur varað við því að nærri 800 þúsund manns á svæðinu hafi ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00
Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47
Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52