Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. maí 2021 20:00 Manni bjargað úr rústum fjölbýlishúss á Gaza. AP/Khalil Hamra Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“ Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“
Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira