Dómararnir hafa verið hræðilegir undanfarnar vikur Andri Már Eggertsson skrifar 19. maí 2021 22:27 Nik var allt annað en sáttur með dómgæsluna í kvöld. vísir/Hulda Margrét Þróttur tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar þær mættu toppliði Selfoss. Leikurinn endaði 3-4 fyrir gestunum og var Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar svekktur með niðurstöðuna. „Þetta var spennandi leikur, við hefðum getað fengið jafntefli úr honum en við gerðum okkur erfitt fyrir í upphafi leiks. Við vorum oft á tíðum barnalegar í leiknum sem er hrikalega svekkjandi," sagði Nik svekktur. Caity Heap skoraði beint úr aukaspyrnu þar sem boltinn fór beint á Írisi Dögg Gunnarsdóttur markmann Þróttar. Nik fannst þetta þó aldrei vera aukaspyrna sem þær skoruðu úr en gat tekið undir að hún hefði líklega átt að gera betur í markinu. Nik var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum og hefur óstöðuleiki hjá dómurunum verið aðalsmerki þeirra á tímabilinu að hans mati. „Það er enginn stöðugleiki hjá dómurunum í þessari deild bara einfaldlega til skammar. Þetta var svona í fyrra líka, þá fengum við gult spjald fyrir 1-2 brot á meðan önnur lið fengu ekki gult fyrir 4-5 brot á sama leikmann en fá ekki gul spjöld og er sama upp á teningnum í ár." „Ég hefði ekki áhyggjur af þessu ef þetta væri ekki satt, mér er alveg sama um það þó við fáum gul spjöld en það er óþolandi þegar hin liðin komast upp með talsvert fleiri brot." „Dómararnir í þessari deild hafa einfaldlega verið skelfilegir, þó ekki allir en síðustu vikur hafa verið afar slakar frá þeim," sagði Nik hundfúll út í dómarastéttina. Þróttur jafnaði leikinn í 2-2 með tveimur mörkum rétt fyrir fyrri hálfleik sem Nik var ánægður með. „Við erum mjög góðar í að koma til baka í leikjum. Það var gaman að sjá Ólöfu Sigríðu Kristinsdóttur komast á blað ásamt Lindu Líf. Við verðum síðan að fara spila vel út allan leikinn." Selfoss gerði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem á endanum varð til þess að þær unnu leikinn. „Þetta var reynsluleysi í mínu liði, við erum líklegast með yngstu vörnina í deildinni og þær læra af þessum leik," sagði Nik að lokum. Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
„Þetta var spennandi leikur, við hefðum getað fengið jafntefli úr honum en við gerðum okkur erfitt fyrir í upphafi leiks. Við vorum oft á tíðum barnalegar í leiknum sem er hrikalega svekkjandi," sagði Nik svekktur. Caity Heap skoraði beint úr aukaspyrnu þar sem boltinn fór beint á Írisi Dögg Gunnarsdóttur markmann Þróttar. Nik fannst þetta þó aldrei vera aukaspyrna sem þær skoruðu úr en gat tekið undir að hún hefði líklega átt að gera betur í markinu. Nik var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum og hefur óstöðuleiki hjá dómurunum verið aðalsmerki þeirra á tímabilinu að hans mati. „Það er enginn stöðugleiki hjá dómurunum í þessari deild bara einfaldlega til skammar. Þetta var svona í fyrra líka, þá fengum við gult spjald fyrir 1-2 brot á meðan önnur lið fengu ekki gult fyrir 4-5 brot á sama leikmann en fá ekki gul spjöld og er sama upp á teningnum í ár." „Ég hefði ekki áhyggjur af þessu ef þetta væri ekki satt, mér er alveg sama um það þó við fáum gul spjöld en það er óþolandi þegar hin liðin komast upp með talsvert fleiri brot." „Dómararnir í þessari deild hafa einfaldlega verið skelfilegir, þó ekki allir en síðustu vikur hafa verið afar slakar frá þeim," sagði Nik hundfúll út í dómarastéttina. Þróttur jafnaði leikinn í 2-2 með tveimur mörkum rétt fyrir fyrri hálfleik sem Nik var ánægður með. „Við erum mjög góðar í að koma til baka í leikjum. Það var gaman að sjá Ólöfu Sigríðu Kristinsdóttur komast á blað ásamt Lindu Líf. Við verðum síðan að fara spila vel út allan leikinn." Selfoss gerði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem á endanum varð til þess að þær unnu leikinn. „Þetta var reynsluleysi í mínu liði, við erum líklegast með yngstu vörnina í deildinni og þær læra af þessum leik," sagði Nik að lokum.
Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira