Stjörnutorg Kringlunnar mun færa sig um set Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2021 07:39 Framkvæmdir munu standa yfir á svæðinu frá bílastæðunum austan megin við Kringluna við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins. Ævintýralandið mun meðal annars fá yfirhalningu. Vísir/Vilhelm Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í morgun, en svæðið sem um ræðir er frá bílastæðunum austan megin við Kringluna við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins. Haft er eftir Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að opnunartími þessa nýja svæðis verði lengri en hefðbundinn opnunartími verslunarmiðstöðvarinnar. Sigurjón Örn segir að Stjörnutorg, þar sem nú megi finna fjölda veitingastaða, muni flytjast til og þannig rýma fyrir nýju afþreyingasvæði. Hann segir sömuleiðis að þær verslanir sem fyrir eru á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði muni flytja á annan stað í húsinu. Að neðan má sjá myndir sem gefa mynd af því hvernig verður um að litast á svæðinu að framkvæmdum loknum. Kringlan Kringlan Kringlan Kringlan Tilkynning frá Kringlunni sem send var á fjölmiðla í morgun: Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár. Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess. Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn. Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður,Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu. Kringlan Reykjavík Verslun Veitingastaðir Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Frá þessu segir í Fréttablaðinu í morgun, en svæðið sem um ræðir er frá bílastæðunum austan megin við Kringluna við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins. Haft er eftir Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að opnunartími þessa nýja svæðis verði lengri en hefðbundinn opnunartími verslunarmiðstöðvarinnar. Sigurjón Örn segir að Stjörnutorg, þar sem nú megi finna fjölda veitingastaða, muni flytjast til og þannig rýma fyrir nýju afþreyingasvæði. Hann segir sömuleiðis að þær verslanir sem fyrir eru á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði muni flytja á annan stað í húsinu. Að neðan má sjá myndir sem gefa mynd af því hvernig verður um að litast á svæðinu að framkvæmdum loknum. Kringlan Kringlan Kringlan Kringlan Tilkynning frá Kringlunni sem send var á fjölmiðla í morgun: Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár. Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess. Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn. Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður,Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu.
Tilkynning frá Kringlunni sem send var á fjölmiðla í morgun: Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár. Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess. Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn. Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður,Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu.
Kringlan Reykjavík Verslun Veitingastaðir Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira