Ekki í lagi að ferðaglaðir Íslendingar séu að græta erlent starfsfólk Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 16:51 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Vísir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, segir að reynsla erlends starfsfólks í ferðaþjónustu í samskiptum við íslenska viðskiptavini hafi verið bitur í mörgum tilvikum síðasta sumar. „Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
„Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17