Ekki í lagi að ferðaglaðir Íslendingar séu að græta erlent starfsfólk Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 16:51 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Vísir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, segir að reynsla erlends starfsfólks í ferðaþjónustu í samskiptum við íslenska viðskiptavini hafi verið bitur í mörgum tilvikum síðasta sumar. „Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17