Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 19:36 Hátt í fimmtán ár eru frá því að Guðmundur óskaði eftir leyfi til niðurrifs. Þá var húsið að þolmörkum komið og miklar rakaskemmdir hafa fundist. Heimildin fékkst hins vegar aldrei og húsið fékk að grotna niður og er nú algjörlega ónýtt. Vísir/Arnar Halldórsson Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt. Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“ Reykjavík Húsavernd Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“
Reykjavík Húsavernd Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira