Fyrsta skrefið að lögleiðingu fíkniefna? Ólafur Ísleifsson skrifar 16. maí 2021 09:00 Frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila kaup og vörslu á neysluskömmtum ávana- og fíkniefna, hefur kallað fram hörð viðbrögð í samfélaginu. Efni frumvarpsins er sótt til pírata sem hafa beitt sér fyrir því af ofurkappi undanfarin ár. Til að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi hefur VG þurft að afla samþykkis Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn. Bera þeir flokkar að þessu leyti ábyrgð á málinu. Orðum eins og skaðaminnkun og refsileysi sýnist beitt í fegrunarskyni. Nú þegar hefur verið stigið stórt skref með skaðaminnkun að leiðarljósi fyrir þá sem neyta fíkniefna að staðaldri með því að bjóða aðgang að neyslurýmum. Rakið er í umsögnum lögreglu um frumvarpið að ekki verði talið að hörð refsistefna ríki hér á landi þegar kemur að refsingu fyrir vörslu neysluskammta, í raun þvert á móti. Telur lögregla að meðalhófs sé gætt, að sektarrefsing sé með þeim hætti að höggva ekki of nærri viðkomandi, en á sama tíma til þess fallin að hafa sértæk varnaðaráhrif á einstaklinginn sem er sektaður. Ekki sýnist því ástæða til að afglæpavæða kaup og vörslu neysluskammta af þeirri ástæðu. Þörf á heildaryfirsýn Í umsögn sinni um frumvarpið bendir embætti landlæknis á að nálgast þurfi málefni þeirra sem eiga í vanda vegna notkunar eða misnotkunar vímuefna fyrst og fremst sem heilbrigðisvanda. Samhliða leggur embættið áherslu á að allar breytingar á þessu sviði kalli á heildræna nálgun og víðtækt samráð. Embættið telur hvergi koma skýrt fram í frumvarpinu tillögu eða áætlun um auknar forvarnir og bendir á að þegar gerðar voru sambærilegar breytingar í Portúgal var gerð langtímaáætlun og ákveðið að fjármagn til málaflokksins skyldi tvöfaldað á fimm ára tímabili. Samhliða afglæpavæðingu hafi Portúgalar gert metnaðarfullar fjárfestingar í heilbrigðisþjónustu auk þess sem þeir settu fram umfangsmikla heildræna stefnu. Embætti landlæknis vísar í umsögn sinni til yfirmanns ávana- og vímuefnavarna í Portúgal sem segir að það hafi ekki verið afglæpavæðingin sem skipti sköpum því ef einungis væri gripið til hennar þá versni ástandið. Í umsögn embættisins er þannig áhersla lögð á að afglæpavæðing ein og sér skili engu og spyr hinnar augljósu spurningar: Hver er ávinningurinn af þessu frumvarpi? Áfangi að lögleiðingu? Samtökin Fræðsla og forvarnir (FRÆ) leggja fram athyglisverða umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra og benda þar á þá staðreynd að afglæpavæðing sé iðulega undanfari endanlegrar lögleiðingar ávana- og vímuefna. Þetta hafi reynst raunin í þeim löndum þar sem þessi skref hafi verið stigin sem og í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna, sem hafi lögleitt fíkniefni. FRÆ bendir réttilega á í umsögn sinni að kalla þurfi eftir skýringum á því við umföllun málsins í velferðarnefnd Alþingis hvort lögleiðing fíkniefna sé hið endanlega markmið með því skrefi sem hér er leitast við að stíga. Röksemdafærslan hér hafi orðið sú að ótækt sé að það megi kaupa og eiga neysluskammta en ekki flytja inn, framleiða og selja. Hvað er neysluskammtur? Í frumvarpinu er hvergi að finna skilgreiningu á hugtakinu neysluskammtur. Um þetta segir í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu: „Þannig er ekki tilgreint í athugasemdum með frumvarpinu hvort um sé að ræða neysluskammt hverju sinni, eða neysluskammt sem miðast við dagsskammt, eða vikuskammt, mánaðarskammt, ársskammt, eða 10 daga skammt líkt og gert er í Portúgal. Eftirláta á ráðherra að taka ákvörðun um það, sem verður að teljast afar misráðið.“ Á að leyfa allar tegundir fíkniefna? Um tegundir efna segir lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra: „Þá þykir of langt gengið með frumvarpinu þar sem það tekur til allra tegunda fíkniefna en ekki einstakra efna. Ekki skal lagt mat á það hér hvaða fíkniefni er minnst skaðlegt enda ljóst að þau eru öll skaðleg. Þó hafa önnur ríki farið þá leið sérstaklega í Bandaríkjunum að heimila vörslur á kannabis. Það þætti kannski eðlilegra skref að stíga við slíka stefnubreytingu og meta afleiðingar þess í stað þess að varsla neysluskammta allra efna t.d.; kókaíns, amfetamíns, MDMA, heróíns, metamfetamíns, krakks ofl. verði gerð refsilaus á einu bretti. Embættið varar við þessu.“ Ætli einhverjum bregði ekki við að lesa þessa upptalningu? Lögregla svipt úrræðum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að verði frumvarpið að lögum geti allir þeir sem verða ákærðir fyrir vörslur í sölu- og hagnaðarskyni borið því við að um sé að ræða efni til eigin nota, og þá neysluskammta sem dugi um einhvern tiltekinn tíma. Þetta eigi við um alla sem eru teknir við þá iðju, líka þá sem selja fíkniefni nálægt skólalóðum, segir lögreglustjórinn. Lögregla hefur þá ekkert í höndunum til að hrekja þá staðreynd, og vegna óskýrleika refsiákvæðis í lögunum, verði frumvarpið að lögum, telur lögreglustjórinn miklar líkur á því að óskýrleiki refsiákvæðis verði skýrður sakborningi í hag og hann því sýknaður. Ákvæði í reglugerð dugir ekki til að fella á mann refsingu, skýra þarf í lögunum sjálfum hvað átt er við um magn til eigin nota. Í greinargerð með frumvarpinu segir að lögregla eigi ekki að haldleggja efnin. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra bendir á að ef lögregla á að geta kannað hvort um neysluskammt er að ræða eða ekki er henni nauðsyn á að haldleggja efnið. Að breyta ástandi sem ekki er fyrir hendi Að mati ríkislögreglustjóra er með því að gera vörslu fíkniefna refsilausa gengið lengra en markmið frumvarpsins um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta til eigin nota felur í sér. Ríkislögreglustjóri leiðir í ljós með skýrum hætti að í þeim ríkjum sem hafa hvað mildasta löggjöf um fíkniefni, þar á meðal Norðurlöndin, er varsla fíkniefna refsiverð. Í umsögnum lögreglu kemur glöggt fram að hörðum refsingum er ekki beitt fyrir vörslur fíkniefna á Íslandi. Neysla er ekki óheimil heldur varsla, sala, kaup auk annarra atriða. Lögreglan tekur skýrt fram að við vörslubrotum fíkniefna liggur sektarrefsing þar sem fjárhæð miðast við magn. Fangelsisrefsingar eru ekki dæmdar fyrir vörslur fíkniefna. Annað getur gilt um sölu fíkniefna en ekki er óalgengt að fyrir sölu séu þó dæmdar sektir. Sektir undir 100.000 kr. fara ekki á sakaskrá. Hin boðaða stefna frumvarpsins um að hverfa frá hörðum refsingum tekur ekki mið af veruleikanum eins og sést af umsögnum lögregluembætta. Með frumvarpinu á að breyta ástandi sem ekki er fyrir hendi: Um harðar refsingar er ekki að ræða. En verði frumvarpið að lögum skapast ástand sem við hljótum öll að vilja varast, ekki síst ef frumvarpið felur í sér fyrsta skrefið að lögleiðingu fíkniefna eins og erlend reynsla hefur sýnt. Er þetta framtíðarsýn sem okkur hugnast? Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Ólafur Ísleifsson Fíkn Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila kaup og vörslu á neysluskömmtum ávana- og fíkniefna, hefur kallað fram hörð viðbrögð í samfélaginu. Efni frumvarpsins er sótt til pírata sem hafa beitt sér fyrir því af ofurkappi undanfarin ár. Til að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi hefur VG þurft að afla samþykkis Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn. Bera þeir flokkar að þessu leyti ábyrgð á málinu. Orðum eins og skaðaminnkun og refsileysi sýnist beitt í fegrunarskyni. Nú þegar hefur verið stigið stórt skref með skaðaminnkun að leiðarljósi fyrir þá sem neyta fíkniefna að staðaldri með því að bjóða aðgang að neyslurýmum. Rakið er í umsögnum lögreglu um frumvarpið að ekki verði talið að hörð refsistefna ríki hér á landi þegar kemur að refsingu fyrir vörslu neysluskammta, í raun þvert á móti. Telur lögregla að meðalhófs sé gætt, að sektarrefsing sé með þeim hætti að höggva ekki of nærri viðkomandi, en á sama tíma til þess fallin að hafa sértæk varnaðaráhrif á einstaklinginn sem er sektaður. Ekki sýnist því ástæða til að afglæpavæða kaup og vörslu neysluskammta af þeirri ástæðu. Þörf á heildaryfirsýn Í umsögn sinni um frumvarpið bendir embætti landlæknis á að nálgast þurfi málefni þeirra sem eiga í vanda vegna notkunar eða misnotkunar vímuefna fyrst og fremst sem heilbrigðisvanda. Samhliða leggur embættið áherslu á að allar breytingar á þessu sviði kalli á heildræna nálgun og víðtækt samráð. Embættið telur hvergi koma skýrt fram í frumvarpinu tillögu eða áætlun um auknar forvarnir og bendir á að þegar gerðar voru sambærilegar breytingar í Portúgal var gerð langtímaáætlun og ákveðið að fjármagn til málaflokksins skyldi tvöfaldað á fimm ára tímabili. Samhliða afglæpavæðingu hafi Portúgalar gert metnaðarfullar fjárfestingar í heilbrigðisþjónustu auk þess sem þeir settu fram umfangsmikla heildræna stefnu. Embætti landlæknis vísar í umsögn sinni til yfirmanns ávana- og vímuefnavarna í Portúgal sem segir að það hafi ekki verið afglæpavæðingin sem skipti sköpum því ef einungis væri gripið til hennar þá versni ástandið. Í umsögn embættisins er þannig áhersla lögð á að afglæpavæðing ein og sér skili engu og spyr hinnar augljósu spurningar: Hver er ávinningurinn af þessu frumvarpi? Áfangi að lögleiðingu? Samtökin Fræðsla og forvarnir (FRÆ) leggja fram athyglisverða umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra og benda þar á þá staðreynd að afglæpavæðing sé iðulega undanfari endanlegrar lögleiðingar ávana- og vímuefna. Þetta hafi reynst raunin í þeim löndum þar sem þessi skref hafi verið stigin sem og í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna, sem hafi lögleitt fíkniefni. FRÆ bendir réttilega á í umsögn sinni að kalla þurfi eftir skýringum á því við umföllun málsins í velferðarnefnd Alþingis hvort lögleiðing fíkniefna sé hið endanlega markmið með því skrefi sem hér er leitast við að stíga. Röksemdafærslan hér hafi orðið sú að ótækt sé að það megi kaupa og eiga neysluskammta en ekki flytja inn, framleiða og selja. Hvað er neysluskammtur? Í frumvarpinu er hvergi að finna skilgreiningu á hugtakinu neysluskammtur. Um þetta segir í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu: „Þannig er ekki tilgreint í athugasemdum með frumvarpinu hvort um sé að ræða neysluskammt hverju sinni, eða neysluskammt sem miðast við dagsskammt, eða vikuskammt, mánaðarskammt, ársskammt, eða 10 daga skammt líkt og gert er í Portúgal. Eftirláta á ráðherra að taka ákvörðun um það, sem verður að teljast afar misráðið.“ Á að leyfa allar tegundir fíkniefna? Um tegundir efna segir lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra: „Þá þykir of langt gengið með frumvarpinu þar sem það tekur til allra tegunda fíkniefna en ekki einstakra efna. Ekki skal lagt mat á það hér hvaða fíkniefni er minnst skaðlegt enda ljóst að þau eru öll skaðleg. Þó hafa önnur ríki farið þá leið sérstaklega í Bandaríkjunum að heimila vörslur á kannabis. Það þætti kannski eðlilegra skref að stíga við slíka stefnubreytingu og meta afleiðingar þess í stað þess að varsla neysluskammta allra efna t.d.; kókaíns, amfetamíns, MDMA, heróíns, metamfetamíns, krakks ofl. verði gerð refsilaus á einu bretti. Embættið varar við þessu.“ Ætli einhverjum bregði ekki við að lesa þessa upptalningu? Lögregla svipt úrræðum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að verði frumvarpið að lögum geti allir þeir sem verða ákærðir fyrir vörslur í sölu- og hagnaðarskyni borið því við að um sé að ræða efni til eigin nota, og þá neysluskammta sem dugi um einhvern tiltekinn tíma. Þetta eigi við um alla sem eru teknir við þá iðju, líka þá sem selja fíkniefni nálægt skólalóðum, segir lögreglustjórinn. Lögregla hefur þá ekkert í höndunum til að hrekja þá staðreynd, og vegna óskýrleika refsiákvæðis í lögunum, verði frumvarpið að lögum, telur lögreglustjórinn miklar líkur á því að óskýrleiki refsiákvæðis verði skýrður sakborningi í hag og hann því sýknaður. Ákvæði í reglugerð dugir ekki til að fella á mann refsingu, skýra þarf í lögunum sjálfum hvað átt er við um magn til eigin nota. Í greinargerð með frumvarpinu segir að lögregla eigi ekki að haldleggja efnin. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra bendir á að ef lögregla á að geta kannað hvort um neysluskammt er að ræða eða ekki er henni nauðsyn á að haldleggja efnið. Að breyta ástandi sem ekki er fyrir hendi Að mati ríkislögreglustjóra er með því að gera vörslu fíkniefna refsilausa gengið lengra en markmið frumvarpsins um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta til eigin nota felur í sér. Ríkislögreglustjóri leiðir í ljós með skýrum hætti að í þeim ríkjum sem hafa hvað mildasta löggjöf um fíkniefni, þar á meðal Norðurlöndin, er varsla fíkniefna refsiverð. Í umsögnum lögreglu kemur glöggt fram að hörðum refsingum er ekki beitt fyrir vörslur fíkniefna á Íslandi. Neysla er ekki óheimil heldur varsla, sala, kaup auk annarra atriða. Lögreglan tekur skýrt fram að við vörslubrotum fíkniefna liggur sektarrefsing þar sem fjárhæð miðast við magn. Fangelsisrefsingar eru ekki dæmdar fyrir vörslur fíkniefna. Annað getur gilt um sölu fíkniefna en ekki er óalgengt að fyrir sölu séu þó dæmdar sektir. Sektir undir 100.000 kr. fara ekki á sakaskrá. Hin boðaða stefna frumvarpsins um að hverfa frá hörðum refsingum tekur ekki mið af veruleikanum eins og sést af umsögnum lögregluembætta. Með frumvarpinu á að breyta ástandi sem ekki er fyrir hendi: Um harðar refsingar er ekki að ræða. En verði frumvarpið að lögum skapast ástand sem við hljótum öll að vilja varast, ekki síst ef frumvarpið felur í sér fyrsta skrefið að lögleiðingu fíkniefna eins og erlend reynsla hefur sýnt. Er þetta framtíðarsýn sem okkur hugnast? Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun