Erlendar efnisveitur á Íslandi: Ekkert svar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. maí 2021 15:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki enn svarað skriflegri fyrirspurn frá mér um starfsemi erlendra efnisveitna hér á landi en fyrirspurnin var lögð fram þann 7. desember á síðasta ári. Reglur þingsins kveða á um að skriflegum fyrirspurnum sé að jafnaði svarað innan hálfs mánaðar en skriflegar skýringar á töfunum skuli koma ef ekki tekst að svara innan tímamarka. Nú eru liðnir meira en fimm mánuðir og engin svör berast og engar skýringar. Það fer að örla á höfnunarkennd hjá manni. Samt eru þessar spurningar alveg svaraverðar. Í nýlegu meirihlutaáliti Allsherjar- og menntamálanefndar um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur er klausa um þetta þar sem talað er um nauðsyn þess að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla og tekið fram að fjármála- og efnhagsráðuneytið og menntamálaráðuneytið „hafi til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana.“ Guð láti gott á vita, að ráðuneytisfólk „hafi til skoðunar“ mál þó ekki sé verið að ómaka sig við að svara óbreyttum stjórnarandstöðuþingmanni – því þetta er stórmál. Kannski vefst fyrir ráðherranum að ég skuli setja málið í samhengi við evrópusamstarf okkar, sem er hægrimönnum feimnismál, en með fullri virðingu fyrir afli og málafylgju íslenskra stjórnvalda er hætt við að fátt verði um svör ef Íslendingar fara að hafa í hótunum við þess risa – þeir bara fari – en hér geti Íslendingar notið stærðarhagkvæmni í samfloti við Evrópusambandið. Fyrirspurn mín var í þremur liðum og svohljóðandi: „Hafa íslensk stjórnvöld af sjálfsdáðum, eða í samvinnu við önnur EFTA-ríki, metið hvaða þýðingu löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu, eins og Evrópusambandið og OECD eru að skoða, hefði á Íslandi? Hefur verið lagt mat á það hvort íslenskt skattaumhverfi sé í stakk búið að innleiða nauðsynlegar breytingar til að slík skattlagning, þvert á landamæri, virki með skilvirkum hætti á Íslandi? Telur ráðherra ekki mikilvægt að hafin sé strax vinna við gerð á íslenskri löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu svo að Ísland verði tilbúið í breytingar með öðrum þjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu þegar að þeim kemur?“ Þessar spurningar varða grundvallaratriði í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi, og þá hrikalega skekktu samkeppnisstöðu sem þeir búa við gagnvart alþjóðarisum sem starfrækja hér efnisveitur og samfélagsmiðla án þess að greiða skatta, laun eða aðrar skyldur, og neyta aflsmunar í krafti stærðar sinnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki enn svarað skriflegri fyrirspurn frá mér um starfsemi erlendra efnisveitna hér á landi en fyrirspurnin var lögð fram þann 7. desember á síðasta ári. Reglur þingsins kveða á um að skriflegum fyrirspurnum sé að jafnaði svarað innan hálfs mánaðar en skriflegar skýringar á töfunum skuli koma ef ekki tekst að svara innan tímamarka. Nú eru liðnir meira en fimm mánuðir og engin svör berast og engar skýringar. Það fer að örla á höfnunarkennd hjá manni. Samt eru þessar spurningar alveg svaraverðar. Í nýlegu meirihlutaáliti Allsherjar- og menntamálanefndar um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur er klausa um þetta þar sem talað er um nauðsyn þess að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla og tekið fram að fjármála- og efnhagsráðuneytið og menntamálaráðuneytið „hafi til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana.“ Guð láti gott á vita, að ráðuneytisfólk „hafi til skoðunar“ mál þó ekki sé verið að ómaka sig við að svara óbreyttum stjórnarandstöðuþingmanni – því þetta er stórmál. Kannski vefst fyrir ráðherranum að ég skuli setja málið í samhengi við evrópusamstarf okkar, sem er hægrimönnum feimnismál, en með fullri virðingu fyrir afli og málafylgju íslenskra stjórnvalda er hætt við að fátt verði um svör ef Íslendingar fara að hafa í hótunum við þess risa – þeir bara fari – en hér geti Íslendingar notið stærðarhagkvæmni í samfloti við Evrópusambandið. Fyrirspurn mín var í þremur liðum og svohljóðandi: „Hafa íslensk stjórnvöld af sjálfsdáðum, eða í samvinnu við önnur EFTA-ríki, metið hvaða þýðingu löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu, eins og Evrópusambandið og OECD eru að skoða, hefði á Íslandi? Hefur verið lagt mat á það hvort íslenskt skattaumhverfi sé í stakk búið að innleiða nauðsynlegar breytingar til að slík skattlagning, þvert á landamæri, virki með skilvirkum hætti á Íslandi? Telur ráðherra ekki mikilvægt að hafin sé strax vinna við gerð á íslenskri löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu svo að Ísland verði tilbúið í breytingar með öðrum þjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu þegar að þeim kemur?“ Þessar spurningar varða grundvallaratriði í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi, og þá hrikalega skekktu samkeppnisstöðu sem þeir búa við gagnvart alþjóðarisum sem starfrækja hér efnisveitur og samfélagsmiðla án þess að greiða skatta, laun eða aðrar skyldur, og neyta aflsmunar í krafti stærðar sinnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun