Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 12. maí 2021 23:14 Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði. Samsett „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, hefur kallað eftir því að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu Fjallabyggð svo forða megi fuglunum frá óvægnum rándýrunum. Hann er mikill fuglaáhugamaður hefur merkt fugla fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands í rúm fjörutíu ár. Honum líst ekkert á blikuna, segist hafa heyrt mikið um að kettir séu drepandi fugla hér og þar um bæinn og kallar eftir umræðu um það hvort lausaganga katta geti talist eðlileg. Tók Sigurður því til þess ráðs að kaupa auglýsingu í bæjarblaðinu og hvetja íbúa Fjallabyggðar sem væru á móti lausagöngu katta að tilkynna allt ónæði og allan sóðaskap sem af þeim hlýst. Kergja í kattaeigendum „Það er ekkert eðlilegt við það að ein gæludýrategund umfram aðrar fái að valda óáreitt í sveitarfélaginu okkar á varptíma fugla, hvað þá allan ársins hring,“ segir hann í samtali við Vísi. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi fengið misjafnar undirtektir og hefur hún vakið nokkra ólgu í fjölmennum Facebook-hópi kattaeiganda og áhugafólks. „Ég vil kalla fram umræðu um þetta án upphrópana vegna þess að kötturinn er ekki hluti af þessari fánu, eins og minkurinn. Hann kom með landnámsmönnum og maðurinn er líka aðskotadýr en maðurinn hefur þó alla vega einhverjar reglur sem hann reynir að fara eftir,“ segir Sigurður. Ekki sé sjálfsagt að ein gæludýrategund fái að ráfa um eftirlitslaus þegar öðrum er gert að njóta minna frelsis. Sveitarstjórnin bognað undan þrýstingi kattaeigenda Aðdragandi málsins er sá að Sigurður fór þess á leit við yfirvöld í Fjallabyggð að lausaganga yrði bönnuð á varptíma og var tillaga þess efnis samþykkt í vor. „En þá fór þrýstihópur af stað og bæjarstjórn guggnaði. Hún kom með breytingartillögu um að í sumar yrði haldið saman kvörtunum sem myndu berast, tölfræði yrði unnin úr því og svo yrði þetta kynnt í haust.“ „Eftir þetta hef ég heyrt í ofboðslega mörgum hér sem hafa byrjað að fyrra bragði að segja að kettirnir séu skítandi út um allt og að maður sé að stíga í þetta og ég segi, látið þið vita! Þannig að þetta verði skráð og einhver hafi einhverja hugmynd um hvað þetta gerist oft og hvað þetta er mikið.“ Svarið að finna á Húsavík Flestir kattaeigendur kjósa að reyna að halda aftur af veiðieðli gæludýranna og vonast til að bjöllur og hálskragar forði fuglunum undan. Sigurður segir að slíkt dugi einfaldlega ekki til. „Það bjargar ekki nema fleygum fuglum vegna þess að ungarnir, eins og skógarþrastarungar og svartþrastar, hoppa úr hreiðrinu og eru vappandi mikið um á jörðinni og lágum greinum. Þeir ná ekki að bjarga sér á flugi og engin bjalla eða kragi kemur að notum.“ Sigurður segir að það sé vel hægt að draga úr lausagöngu katta og þar sé til að mynda hægt að horfa til Húsavíkur þar sem hún hafi verið bönnuð. „Þetta var gert á Húsavík og þetta er alveg hægt. Það er ekki þar með sagt að það þurfi alltaf að hafa dýrin inni, á Húsavík eru sumir með einhver skýli út í garði sem kettirnir geta verið í.“ Sefur ágætlega á nóttunni „Af hverju þurfa hundaeigendur að ganga á eftir hundunum sínum með poka og hreinsa upp skítinn úr þeim þegar kettir eru gerandi þarfir sínar í sandkassa út um allar trissur og enginn gerir neitt. Það er þetta ábyrgðarleysi sem mér finnst skjóta skökku við.“ Sigurður lætur heiftúðlega umræðu um sig ekki á sig fá og segist vel geta sofið yfir þessu. Markmiðinu hafi verið náð. „Ég er mjög ánægður ef þetta kemur af stað einhverri vitrænni umræðu. Ef öllum er sama um að kettir leiki lausum hala þá er það bara þannig.“ Dýr Fjallabyggð Gæludýr Kettir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, hefur kallað eftir því að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu Fjallabyggð svo forða megi fuglunum frá óvægnum rándýrunum. Hann er mikill fuglaáhugamaður hefur merkt fugla fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands í rúm fjörutíu ár. Honum líst ekkert á blikuna, segist hafa heyrt mikið um að kettir séu drepandi fugla hér og þar um bæinn og kallar eftir umræðu um það hvort lausaganga katta geti talist eðlileg. Tók Sigurður því til þess ráðs að kaupa auglýsingu í bæjarblaðinu og hvetja íbúa Fjallabyggðar sem væru á móti lausagöngu katta að tilkynna allt ónæði og allan sóðaskap sem af þeim hlýst. Kergja í kattaeigendum „Það er ekkert eðlilegt við það að ein gæludýrategund umfram aðrar fái að valda óáreitt í sveitarfélaginu okkar á varptíma fugla, hvað þá allan ársins hring,“ segir hann í samtali við Vísi. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi fengið misjafnar undirtektir og hefur hún vakið nokkra ólgu í fjölmennum Facebook-hópi kattaeiganda og áhugafólks. „Ég vil kalla fram umræðu um þetta án upphrópana vegna þess að kötturinn er ekki hluti af þessari fánu, eins og minkurinn. Hann kom með landnámsmönnum og maðurinn er líka aðskotadýr en maðurinn hefur þó alla vega einhverjar reglur sem hann reynir að fara eftir,“ segir Sigurður. Ekki sé sjálfsagt að ein gæludýrategund fái að ráfa um eftirlitslaus þegar öðrum er gert að njóta minna frelsis. Sveitarstjórnin bognað undan þrýstingi kattaeigenda Aðdragandi málsins er sá að Sigurður fór þess á leit við yfirvöld í Fjallabyggð að lausaganga yrði bönnuð á varptíma og var tillaga þess efnis samþykkt í vor. „En þá fór þrýstihópur af stað og bæjarstjórn guggnaði. Hún kom með breytingartillögu um að í sumar yrði haldið saman kvörtunum sem myndu berast, tölfræði yrði unnin úr því og svo yrði þetta kynnt í haust.“ „Eftir þetta hef ég heyrt í ofboðslega mörgum hér sem hafa byrjað að fyrra bragði að segja að kettirnir séu skítandi út um allt og að maður sé að stíga í þetta og ég segi, látið þið vita! Þannig að þetta verði skráð og einhver hafi einhverja hugmynd um hvað þetta gerist oft og hvað þetta er mikið.“ Svarið að finna á Húsavík Flestir kattaeigendur kjósa að reyna að halda aftur af veiðieðli gæludýranna og vonast til að bjöllur og hálskragar forði fuglunum undan. Sigurður segir að slíkt dugi einfaldlega ekki til. „Það bjargar ekki nema fleygum fuglum vegna þess að ungarnir, eins og skógarþrastarungar og svartþrastar, hoppa úr hreiðrinu og eru vappandi mikið um á jörðinni og lágum greinum. Þeir ná ekki að bjarga sér á flugi og engin bjalla eða kragi kemur að notum.“ Sigurður segir að það sé vel hægt að draga úr lausagöngu katta og þar sé til að mynda hægt að horfa til Húsavíkur þar sem hún hafi verið bönnuð. „Þetta var gert á Húsavík og þetta er alveg hægt. Það er ekki þar með sagt að það þurfi alltaf að hafa dýrin inni, á Húsavík eru sumir með einhver skýli út í garði sem kettirnir geta verið í.“ Sefur ágætlega á nóttunni „Af hverju þurfa hundaeigendur að ganga á eftir hundunum sínum með poka og hreinsa upp skítinn úr þeim þegar kettir eru gerandi þarfir sínar í sandkassa út um allar trissur og enginn gerir neitt. Það er þetta ábyrgðarleysi sem mér finnst skjóta skökku við.“ Sigurður lætur heiftúðlega umræðu um sig ekki á sig fá og segist vel geta sofið yfir þessu. Markmiðinu hafi verið náð. „Ég er mjög ánægður ef þetta kemur af stað einhverri vitrænni umræðu. Ef öllum er sama um að kettir leiki lausum hala þá er það bara þannig.“
Dýr Fjallabyggð Gæludýr Kettir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira