Staða flokka í kosningakerfinu í Víglínunni í dag Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2021 16:30 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og Dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ ræða kosningakerfið í Víglínunni í dag. Stöð 2/Einar Fjöldaflokkakerfi virðist komið til að vera í íslenskum stjórnmálum og útlit fyrir að átta flokkar nái fólki á þing í alþingiskosningunum hinn 25. september. Jöfnun þingsæta milli smærri og stærri flokka í samræmi við fylgi þeirra raskast hins vegar meira eftir því sem flokkarnir eru fleiri. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær þá Dr. Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræði prófessor og Steingrím J. Sigfússon forseta Alþingis til sín í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Dr. Ólafur Þ. Harðarson undrast að ekki eigi að leiðrétta kosningalög þannig að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við hlutfallslegt fylgi þeirra á landsvísu.Stöð 2/Einar Dr. Ólafur hefur lengst allra fræðimanna rannsakað kosningar og kosningahegðun íslenskra kjósenda og verið einn helsti útskýrandi kosningaúrslita undanfarna áratugi. Hann hefur sent inn umsögn um frumvarp forseta Alþingis til kosningalaga sem ætlað er að samræma öll lög um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta. Ólafur gagnrýnir að í frumvarpinu séu ekki gerðar ráðstafanir til að jafna þingsæti milli flokka. En í mörgum undanförnum kosningum hafi það markmið ekki náðst. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir að erfitt geti reynst að ná samkomulagi um breytingar á uppbótaþingsætakerfinu svo skömmu fyrir kosningar.Stöð 2/Einar Frumvarp Steingríms byggir á samkomulagi milli formanna allra flokka og felur í sér umtalsverðar breytingar. En eins og allaf þegar breyta á kosningalögum felur það í sér mikla jafnvægislist þannig að allir flokkar geti við unað og telji ekki á hlut þeirra gengið. Miðað við síðustu fylgiskönnun Gallups fengi Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni of mikið miðað við hlutfallslegt fylgi flokkanna á landsvísu og hefur þann þingmann af Samfylkingunni. Flokkar þurfa að fá fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni. Flokkur fólksins mældist með 4,7 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun Gallups og fengi einn kjördæmakkjörinn þingmann. Ef flokkurinn fengi hins vegar 0,3 prósentum meira fylgi og búið væri að fjölga uppbótarþingmönnum á kostnað kjördæmakjörinna fengi flokkurinn hins vegar einnig tvo uppbótarþingmenn. Sjálfstæisflokkurinn missti tvo og Framsóknarflokkurinn einn. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega inn á Stöð 2 + að lokinni útsendingu. Víglínan Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Dr. Ólafur Þ. Harðarson undrast að ekki eigi að leiðrétta kosningalög þannig að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við hlutfallslegt fylgi þeirra á landsvísu.Stöð 2/Einar Dr. Ólafur hefur lengst allra fræðimanna rannsakað kosningar og kosningahegðun íslenskra kjósenda og verið einn helsti útskýrandi kosningaúrslita undanfarna áratugi. Hann hefur sent inn umsögn um frumvarp forseta Alþingis til kosningalaga sem ætlað er að samræma öll lög um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta. Ólafur gagnrýnir að í frumvarpinu séu ekki gerðar ráðstafanir til að jafna þingsæti milli flokka. En í mörgum undanförnum kosningum hafi það markmið ekki náðst. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir að erfitt geti reynst að ná samkomulagi um breytingar á uppbótaþingsætakerfinu svo skömmu fyrir kosningar.Stöð 2/Einar Frumvarp Steingríms byggir á samkomulagi milli formanna allra flokka og felur í sér umtalsverðar breytingar. En eins og allaf þegar breyta á kosningalögum felur það í sér mikla jafnvægislist þannig að allir flokkar geti við unað og telji ekki á hlut þeirra gengið. Miðað við síðustu fylgiskönnun Gallups fengi Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni of mikið miðað við hlutfallslegt fylgi flokkanna á landsvísu og hefur þann þingmann af Samfylkingunni. Flokkar þurfa að fá fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni. Flokkur fólksins mældist með 4,7 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun Gallups og fengi einn kjördæmakkjörinn þingmann. Ef flokkurinn fengi hins vegar 0,3 prósentum meira fylgi og búið væri að fjölga uppbótarþingmönnum á kostnað kjördæmakjörinna fengi flokkurinn hins vegar einnig tvo uppbótarþingmenn. Sjálfstæisflokkurinn missti tvo og Framsóknarflokkurinn einn. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega inn á Stöð 2 + að lokinni útsendingu.
Víglínan Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira