Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 18:12 Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Önnur umræða um frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum um málefni innflytjenda fer nú fram á Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að Fjölmenningarsetri verði falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks. Þetta verði gert með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf við móttöku fólksins. Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins. Þingmenn Miðflokksins hafa mótmælt frumvarpinu og Birgir Þórarinsson sagði vert að staldra við að samkvæmt frumvarpinu yrði enginn greinarmunur gerður á kvótaflóttamönnum og hælisleitendum sem fá dvalarleyfi þegar kemur að þjónustu. Hann sagði sérkennilegt að yfirfæra réttindi kvótaflóttafólks yfir á hælisleitendur og bætti við að þetta myndi sennilega leiða til gríðarlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði á svipuðum nótum og telur að hælisumsóknum muni stórfjölga. „Það er grundvallaratriði í þessum málum að upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað og hvaða reglur gilda, þær dreifast mjög hratt og eru misnotaðar í sumum tilvikum af mjög hættulegum glæpahópum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins telja að frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sagði vont ef tónninn sem þingmenn Miðflokksins væru að slá í umræðunni virtust vera rödd þingheims. Því fari fjarri. Heilu atvinnugreinarnar eigi mikið undir innflytjendum komið sem bæti og styrki samfélagið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn gjarnan vera uppnefnda rasista og hvíta, miðaldra, freka karlmenn vegna afstöðu sinnar í málaflokknum. „Ég er nú bara mjög stoltur af því að vera hvítur miðaldra karlmaður. En það gerir mig ekki að vanhæfum manni fyrir vikið. Ég kveinka mér í raun og veru ekkert undan því,“ sagði hann og bætti við að engin mannvonska felist í því að ræða málin. Sigurður sagði kvótaflóttamannakerfið vandað og að leggja ætti áherslu á að styrkja það. „Við viljum ekki að það kerfi sem við bjóðum upp sé misnotað og einhver keppni um að við ætlum að vera góðasta fólkið í öllum heiminum; hana er ekki hægt að vinna, alls ekki með þessari aðferð. Við þurfum að horfa okkur nær. Við þurfum að sýna ráðdeildarsemi í fjármálum. Við þurfum að vera hnitmiðuð í því sem við tökum okkur fyrir hendur og við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sigurður. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 23,7 milljónir króna. Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum um málefni innflytjenda fer nú fram á Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að Fjölmenningarsetri verði falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks. Þetta verði gert með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf við móttöku fólksins. Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins. Þingmenn Miðflokksins hafa mótmælt frumvarpinu og Birgir Þórarinsson sagði vert að staldra við að samkvæmt frumvarpinu yrði enginn greinarmunur gerður á kvótaflóttamönnum og hælisleitendum sem fá dvalarleyfi þegar kemur að þjónustu. Hann sagði sérkennilegt að yfirfæra réttindi kvótaflóttafólks yfir á hælisleitendur og bætti við að þetta myndi sennilega leiða til gríðarlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði á svipuðum nótum og telur að hælisumsóknum muni stórfjölga. „Það er grundvallaratriði í þessum málum að upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað og hvaða reglur gilda, þær dreifast mjög hratt og eru misnotaðar í sumum tilvikum af mjög hættulegum glæpahópum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins telja að frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sagði vont ef tónninn sem þingmenn Miðflokksins væru að slá í umræðunni virtust vera rödd þingheims. Því fari fjarri. Heilu atvinnugreinarnar eigi mikið undir innflytjendum komið sem bæti og styrki samfélagið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn gjarnan vera uppnefnda rasista og hvíta, miðaldra, freka karlmenn vegna afstöðu sinnar í málaflokknum. „Ég er nú bara mjög stoltur af því að vera hvítur miðaldra karlmaður. En það gerir mig ekki að vanhæfum manni fyrir vikið. Ég kveinka mér í raun og veru ekkert undan því,“ sagði hann og bætti við að engin mannvonska felist í því að ræða málin. Sigurður sagði kvótaflóttamannakerfið vandað og að leggja ætti áherslu á að styrkja það. „Við viljum ekki að það kerfi sem við bjóðum upp sé misnotað og einhver keppni um að við ætlum að vera góðasta fólkið í öllum heiminum; hana er ekki hægt að vinna, alls ekki með þessari aðferð. Við þurfum að horfa okkur nær. Við þurfum að sýna ráðdeildarsemi í fjármálum. Við þurfum að vera hnitmiðuð í því sem við tökum okkur fyrir hendur og við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sigurður. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 23,7 milljónir króna.
Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira