Reykjavíkurborg upplýsti ekki strax um myglu Valgerður Sigurðardóttir skrifar 30. apríl 2021 11:30 Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun