Gjörbreyting á virkni laga um fjöleignarhús Óli Jón Gunnarsson skrifar 29. apríl 2021 13:30 Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla).
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun