Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 17:48 Collins við æfingar á Canaveral-höfða á Flórída 19. júní árið 1969. Rúmum mánuði síðar stýrði hann stjórnhylki Apollo 11-leiðangursins á meðan félagar hans tveir urðu fyrstu mennirnir til þess að lenda á tunglinu. Vísir/AP Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. Banamein Collins var krabbamein en fjölskylda hans greindi frá andláti hans í dag. Þrátt fyrir að hann hafi aldrei farið aftur út í geim eftir Apollo 11-leiðangur þeirra Armstrong og Aldrin varð Collins ötull málsvari geimkönnunar. Hann skrifaði fjölda bóka og var einn stofnenda Loft- og geimferðasafns Smithsonian-safnsins í Washington-borg. Ferð Collins um tunlgið á meðan þeir Armstrong og Aldrin svifu með tunglferjunni Erninum niður á yfirborð tunglsins hefur gjarnan verið lýst sem þeirri einmanalegustu í sögunni. Hann dvaldi einn um borð í Columbia á braut um tunglið í 28 klukkustundir. Stóran hluta þess tíma var hann án fjarskiptasambands við jörðina þegar hann var handan tunglsins frá jörðu séð. „Ekki síðan Adam var og hét hefur nokkur manneskja þekkt slíka einsemd,“ sagði Douglas Ward, fjölmiðlafulltrúi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA við fréttamenn á sínum tíma og vísaði til fyrsta mannsins úr sköpunarsögu Biblíu kristinnar manna. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, deildi frægri mynd sem Collins tók af Erninum þegar hann sveif niður til tunglsins með jörðina í bakgrunni. Collins var þannig eini maðurinn í alheiminum sem var ekki á myndinni. Michael Collins tók þessa frægu ljósmynd af öllum jarðarbúum samankomnum á heimaplánetunni sinni og ferðafélögum sínum í Erninum - allri heimsbyggðinni fyrir utan hann pic.twitter.com/gAns3Feo1b— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) April 28, 2021 Washington Post segir að Collins hafi viðurkennt síðar að hafa verið skelfingu lostinn á meðan hann beið eftir að tunglferja félaga hans sneri aftur til stjórnhylkisins. Hefði eitthvað farið úrskeiðið hefði Collins þurft að skilja Armstrong og Aldrin eftir og snúa aftur til jarðar einn. „Minn duldi ótti undanfarna sex mánuði hefur verið að skilja þá eftir á tunglinu og snúa aftur til jarðar einn,“ skrifaði Collins í æviminningum sínum, að því er segir í andlátsfrétt Washington Post. Tunglfararnir þrír á þrjátíu ára afmæli lendingarinnar árið 1999. Frá vinstri: Michael Collins, Neil Armstrong og Buzz Aldrin. Af þremenningunum er aðeins Aldrin enn á lífi.AP/Doug Mills Collins ferðaðist meira en 383.000 kílómetra og sveif í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir tunglinu án þess þó að stíga þar nokkru sinni niður fæti. Um ævina var hann ítrekað spurður hvort að hann iðraðist þess ekki að hafa ekki fengið tækifæri til þess að lenda á tunglinu. „Ég veit að ég væri lygari eða flón ef ég segði að ég hefði átt besta sætið af þremur í Apollo 11-leiðangrinum en ég get sagt með sanni og yfirvegun að ég er fullkomlega sáttur við það sem ég hef,“ skrifaði Collins í sjálfsævisögunni sem kom út árið 1974, fimm árum eftir förina fræknu. Armstrong, sem var fyrstur til að stíga fæti á tunglið, lést árið 2012. Aldrin er eini leiðangursmaðurinn sem enn lifir en hann er 91 árs gamall. Aldrin minntist vinar síns á Twitter í dag. „Hvar sem þú hefur verið eða verður muntu alltaf hafa neistann til þess að færa okkur lipurlega upp í nýjar hæðir og inn í framtíðina,“ tísti Aldrin. Dear Mike,Wherever you have been or will be, you will always have the Fire to Carry us deftly to new heights and to the future. We will miss you. May you Rest In Peace. #Apollo11 pic.twitter.com/q4sJjFdvf8— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) April 28, 2021 Andlát Bandaríkin Tunglið Geimurinn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Banamein Collins var krabbamein en fjölskylda hans greindi frá andláti hans í dag. Þrátt fyrir að hann hafi aldrei farið aftur út í geim eftir Apollo 11-leiðangur þeirra Armstrong og Aldrin varð Collins ötull málsvari geimkönnunar. Hann skrifaði fjölda bóka og var einn stofnenda Loft- og geimferðasafns Smithsonian-safnsins í Washington-borg. Ferð Collins um tunlgið á meðan þeir Armstrong og Aldrin svifu með tunglferjunni Erninum niður á yfirborð tunglsins hefur gjarnan verið lýst sem þeirri einmanalegustu í sögunni. Hann dvaldi einn um borð í Columbia á braut um tunglið í 28 klukkustundir. Stóran hluta þess tíma var hann án fjarskiptasambands við jörðina þegar hann var handan tunglsins frá jörðu séð. „Ekki síðan Adam var og hét hefur nokkur manneskja þekkt slíka einsemd,“ sagði Douglas Ward, fjölmiðlafulltrúi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA við fréttamenn á sínum tíma og vísaði til fyrsta mannsins úr sköpunarsögu Biblíu kristinnar manna. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, deildi frægri mynd sem Collins tók af Erninum þegar hann sveif niður til tunglsins með jörðina í bakgrunni. Collins var þannig eini maðurinn í alheiminum sem var ekki á myndinni. Michael Collins tók þessa frægu ljósmynd af öllum jarðarbúum samankomnum á heimaplánetunni sinni og ferðafélögum sínum í Erninum - allri heimsbyggðinni fyrir utan hann pic.twitter.com/gAns3Feo1b— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) April 28, 2021 Washington Post segir að Collins hafi viðurkennt síðar að hafa verið skelfingu lostinn á meðan hann beið eftir að tunglferja félaga hans sneri aftur til stjórnhylkisins. Hefði eitthvað farið úrskeiðið hefði Collins þurft að skilja Armstrong og Aldrin eftir og snúa aftur til jarðar einn. „Minn duldi ótti undanfarna sex mánuði hefur verið að skilja þá eftir á tunglinu og snúa aftur til jarðar einn,“ skrifaði Collins í æviminningum sínum, að því er segir í andlátsfrétt Washington Post. Tunglfararnir þrír á þrjátíu ára afmæli lendingarinnar árið 1999. Frá vinstri: Michael Collins, Neil Armstrong og Buzz Aldrin. Af þremenningunum er aðeins Aldrin enn á lífi.AP/Doug Mills Collins ferðaðist meira en 383.000 kílómetra og sveif í rúmlega hundrað kílómetra hæð yfir tunglinu án þess þó að stíga þar nokkru sinni niður fæti. Um ævina var hann ítrekað spurður hvort að hann iðraðist þess ekki að hafa ekki fengið tækifæri til þess að lenda á tunglinu. „Ég veit að ég væri lygari eða flón ef ég segði að ég hefði átt besta sætið af þremur í Apollo 11-leiðangrinum en ég get sagt með sanni og yfirvegun að ég er fullkomlega sáttur við það sem ég hef,“ skrifaði Collins í sjálfsævisögunni sem kom út árið 1974, fimm árum eftir förina fræknu. Armstrong, sem var fyrstur til að stíga fæti á tunglið, lést árið 2012. Aldrin er eini leiðangursmaðurinn sem enn lifir en hann er 91 árs gamall. Aldrin minntist vinar síns á Twitter í dag. „Hvar sem þú hefur verið eða verður muntu alltaf hafa neistann til þess að færa okkur lipurlega upp í nýjar hæðir og inn í framtíðina,“ tísti Aldrin. Dear Mike,Wherever you have been or will be, you will always have the Fire to Carry us deftly to new heights and to the future. We will miss you. May you Rest In Peace. #Apollo11 pic.twitter.com/q4sJjFdvf8— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) April 28, 2021
Andlát Bandaríkin Tunglið Geimurinn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira