Mest ánægja með Katrínu en Ásmundur hástökkvarinn milli kannana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 14:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist enn vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýtur hve minnstra vinsælda samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er hástökkvarinn milli kannana en ánægja með störf hans hefur aukist hvað mest frá því í fyrra. Könnuð var ánægja með störf ráðherra og voru niðurstöður bornar saman við mælingu sem gerð var á svipuðum tíma á síðasta ári. Ánægja með störf Katrínar hefur aukist úr 59 prósentum í fyrra upp í 67 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Ánægja með störf Ásmundar Einars eykst aftur á móti úr 35 prósentum og upp í 59 prósent. Svandís Svavarsdóttir bætir einnig við sig og segjast 53 prósent ánægð með hennar störf, samanborið við 46 prósent í fyrra. Könnunin var gerð með netkönnun dagana 25. mars til 19. apríl 2021. 3.186 voru í úrtaki og var svarhlutfall 50,3 prósent.Gallup Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er aftur á móti sá ráðherra þar sem ánægja minnkar hvað mest milli ára. Í fyrra sögðust 54 prósent ánægð með hennar störf en hlutfallið fer niður í 42 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Þá dalar einnig ánægja með störf Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, sem mældist með 46 prósent í fyrra en 35 prósent nú. Ánægja með störf Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, dalar einnig lítillega en aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson, bæta við sig. Enn mælist þó minnst ánægja með störf Kristjáns Þórs, sem fer þó upp um eitt prósentustig á milli ára, úr 10 prósent í fyrra upp í 11 prósent í ár. Ánægja með störf Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, fer lítillega niður á við milli ára en ánægja með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eykst um sjö prósentustig milli ára. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Könnuð var ánægja með störf ráðherra og voru niðurstöður bornar saman við mælingu sem gerð var á svipuðum tíma á síðasta ári. Ánægja með störf Katrínar hefur aukist úr 59 prósentum í fyrra upp í 67 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Ánægja með störf Ásmundar Einars eykst aftur á móti úr 35 prósentum og upp í 59 prósent. Svandís Svavarsdóttir bætir einnig við sig og segjast 53 prósent ánægð með hennar störf, samanborið við 46 prósent í fyrra. Könnunin var gerð með netkönnun dagana 25. mars til 19. apríl 2021. 3.186 voru í úrtaki og var svarhlutfall 50,3 prósent.Gallup Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er aftur á móti sá ráðherra þar sem ánægja minnkar hvað mest milli ára. Í fyrra sögðust 54 prósent ánægð með hennar störf en hlutfallið fer niður í 42 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Þá dalar einnig ánægja með störf Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, sem mældist með 46 prósent í fyrra en 35 prósent nú. Ánægja með störf Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, dalar einnig lítillega en aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson, bæta við sig. Enn mælist þó minnst ánægja með störf Kristjáns Þórs, sem fer þó upp um eitt prósentustig á milli ára, úr 10 prósent í fyrra upp í 11 prósent í ár. Ánægja með störf Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, fer lítillega niður á við milli ára en ánægja með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eykst um sjö prósentustig milli ára.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira