Koma mjaldursins afar óvenjuleg Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2021 21:33 Mjaldurinn í höfninni í dag. Skjáskot Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð. Mjaldurinn virðist hafa spókað sig í sjónum nokkra stund en látið sig hverfa eftir að stórum togara var siglt inn í höfnina. En fiskisagan flýgur. Þegar fréttastofu bar að garði höfðu nokkrir forvitnir borgarbúar gengið niður að höfn í von um að berja mjaldurinn augum. Þar á meðal tveir hvalasérfræðingar, sem segja komu mjaldursins afar óvenjulega enda Ísland langt frá heimkynnum tegundarinnar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur nær öruggt að þarna hafi verið mjaldur á ferð í dag. Hvíti liturinn á dýrinu gefi það til kynna. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Það eru svosem til albinóar af öðrum tegundum en stærðin og útlitið eins og hægt var að sjá af þessum myndum. Og ekki síst, mér sýndist hann hnykkja til höfðinu en hann er eina tegundin sem hreyfir hausinn, hálsliðina.“ Er þetta algengt, að sjá mjaldra á þessum slóðum? „Alls ekki. Mjaldrar eru hánorrænir hvalir og sérhæfa sig við ísröndina. Þeir fylgja henni og eru algengir við norðurhluta Rússlands og Grænland, austurströnd Kanada. Hér er alls ekki þeirra búsvæði,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur hjá Háskóla Íslands. „En stundum gerist það að við fáum hvalir inn í hafnir og oftast eru þeir á nýjum slóðum og líklegast eitthvað villtir. En blessunarlega flestir koma sér aftur út, sem viðvonum að hafi gerst í þessu tilfelli. Þannig að vissulega, þetta er óvenjulegt.“ Gísli veit síðast til þess að mjaldur hafi sést hér á landi í Steingrímsfirði árið 2013. „Síðan var um þetta leyti, ég man ekki árið, í Borgarfirði eystra um töluvert langt skeið mjaldur sem svamlaði þar og hélt til en fór svo að lokum burt. Þannig að ef þessi hefur farið strax er það auðvitað fínt fyrir hann,“ segir hann. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsdóknarstofnun segir mjaldur síðast hafa sést við Ísland árið 2013.Stöð 2 Þá er koma mjaldursins einnig óvenjuleg fyrir þær sakir að hann kom einn en mjaldrar eru mikil hópdýr og afar félagslyndir. „Þegar þeir eru svona einir á ferð vitum við að þetta er ekki eðlilegt fyrir þá en vonandi koma þeir sér út úr þessum aðstæðum og finna sér hóp á ný,“ segir Edda. Afar fáir mjaldrar hafa sést við Íslandsstrendur frá því skráningar hófust. „Ævar Petersen, sem starfaði á Náttúrufræðistofnun, hann hefur grúskað mikið í sögulegum heimildum um hvalreka og fundið 25 dæmi á síðustu 300 árum. Þetta er mjög óalgengt,“ segir Gísli. Dýr Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Mjaldurinn virðist hafa spókað sig í sjónum nokkra stund en látið sig hverfa eftir að stórum togara var siglt inn í höfnina. En fiskisagan flýgur. Þegar fréttastofu bar að garði höfðu nokkrir forvitnir borgarbúar gengið niður að höfn í von um að berja mjaldurinn augum. Þar á meðal tveir hvalasérfræðingar, sem segja komu mjaldursins afar óvenjulega enda Ísland langt frá heimkynnum tegundarinnar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur nær öruggt að þarna hafi verið mjaldur á ferð í dag. Hvíti liturinn á dýrinu gefi það til kynna. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Það eru svosem til albinóar af öðrum tegundum en stærðin og útlitið eins og hægt var að sjá af þessum myndum. Og ekki síst, mér sýndist hann hnykkja til höfðinu en hann er eina tegundin sem hreyfir hausinn, hálsliðina.“ Er þetta algengt, að sjá mjaldra á þessum slóðum? „Alls ekki. Mjaldrar eru hánorrænir hvalir og sérhæfa sig við ísröndina. Þeir fylgja henni og eru algengir við norðurhluta Rússlands og Grænland, austurströnd Kanada. Hér er alls ekki þeirra búsvæði,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur hjá Háskóla Íslands. „En stundum gerist það að við fáum hvalir inn í hafnir og oftast eru þeir á nýjum slóðum og líklegast eitthvað villtir. En blessunarlega flestir koma sér aftur út, sem viðvonum að hafi gerst í þessu tilfelli. Þannig að vissulega, þetta er óvenjulegt.“ Gísli veit síðast til þess að mjaldur hafi sést hér á landi í Steingrímsfirði árið 2013. „Síðan var um þetta leyti, ég man ekki árið, í Borgarfirði eystra um töluvert langt skeið mjaldur sem svamlaði þar og hélt til en fór svo að lokum burt. Þannig að ef þessi hefur farið strax er það auðvitað fínt fyrir hann,“ segir hann. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsdóknarstofnun segir mjaldur síðast hafa sést við Ísland árið 2013.Stöð 2 Þá er koma mjaldursins einnig óvenjuleg fyrir þær sakir að hann kom einn en mjaldrar eru mikil hópdýr og afar félagslyndir. „Þegar þeir eru svona einir á ferð vitum við að þetta er ekki eðlilegt fyrir þá en vonandi koma þeir sér út úr þessum aðstæðum og finna sér hóp á ný,“ segir Edda. Afar fáir mjaldrar hafa sést við Íslandsstrendur frá því skráningar hófust. „Ævar Petersen, sem starfaði á Náttúrufræðistofnun, hann hefur grúskað mikið í sögulegum heimildum um hvalreka og fundið 25 dæmi á síðustu 300 árum. Þetta er mjög óalgengt,“ segir Gísli.
Dýr Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira