Opið bréf til Kára Stefánssonar Helga Vala Helgadóttir skrifar 9. apríl 2021 07:00 Kæri Kári Í tilefni af Kastljósviðtali við þig í gærkvöldi fann ég hjá mér einlæga löngun til að skrifa þér bréf. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og þínum störfum. Ég trúi að þekking þín á því sviði sem þú starfar á sé á mjög háu stigi og finn að þú hefur einnig mikla ástríðu og eldmóð í þínum störfum. Ég kann vel við þetta sem og þá hreinskilni sem þú hefur tileinkað þér þegar þú segir hug þinn kinnroðalaust, stundum þannig að ég skell upp úr þegar ég nem að þú kunnir með einstaka orðum þínum að hafa farið ögn yfir strikið. Já, ég hef jafnvel gaman af því þegar ég horfi á óforskammað tilsvar þitt á köflum. Ég var sammála þér þegar þú nefndir að þú teldir ekki vera kominn brest í samstöðu almennings í landinu með sóttvörnum og sóttvarnarlækni. Ég tel nokkurn minnihluta efast um réttmæti aðgerða en að meginþorri almennings vilji fylgja ráðum okkar góða sóttvarnarlæknis sem vill ganga lengra í að verja landamærin svo við öll hér innanlands getum lifað sem eðlilegustu lífi. Ég fylgi þeim meginþorra í skoðunum og tel mikilvægt að við nýtum okkur sérstöðu legu landsins með nánast bara eina mögulega innkomu og gerum allt til að verja þjóðina fyrir veirunni. En þegar þú fórst að ræða niðurstöðu héraðsdóms í því máli sem nýverið lauk, er varðaði lögmæti reglugerðar heilbrigðisráðherra, þá þótti mér þú vera á nokkrum villigötum. Þú sagðir að ekki mætti draga annan lærdóm af þeim úrskurði en að dómurum héraðsdóms gætu orðið á mistök. Vissulega geta dómarar eins og aðrir gert mistök en í þessu máli tel ég að niðurstaðan hefði aldrei getað orðið önnur. Ég er í þeirri stöðu að vera hvort tveggja löglærð og hluti löggjafans og stýri að auki þeirri nefnd er annaðist vinnslu frumvarps heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið kom til þingsins rétt fyrir jól en gestakomur og vinnsla hófust strax á nýju ári eftir að umsagnarferli lauk. Skemmst er frá því að segja að ekkert í texta frumvarpsins, né heldur greinargerð með frumvarpi ráðherra sem skýrir betur einstaka greinar frumvarpsins og lýsir vilja höfundar, benti til þess að ætlunin væri að útbúa heimild til að skylda mætti ferðfólk til dvalar í sóttvarnarhúsi. Þá var heldur ekki óskað eftir því af hálfu ráðherra að því yrði á síðari stigum vinnunnar bætt inn í frumvarpið. Í frumvarpinu voru hins vegar tvö íþyngjandi ákvæði sem nokkuð var deilt um meðal einstaka þingmanna, annars vegar um útgöngubann og hins vegar um skyldubólusetningu. Um það leyti sem vinnsla frumvarpsins stóð yfir í velferðarnefnd átti sér stað hörmulegt slys á Djúpvegi í Skötufirði. Þar týndu lífi ung móðir og barn er bíll fjölskyldunnar valt, en fjölskyldan var á leið heim til sín vestur á firði í sóttkví eftir heimkomu frá útlöndum. Umræða hófst um mikilvægi þess að stjórnvöldum bæri skylda til að halda úti sóttkvíarhóteli fyrir þá einstaklinga sem ekki höfðu í önnur hús að venda þegar halda skyldi sóttkví, hvort tveggja vegna aðstæðna en ekki síður vegna búsetu fjarri Keflavíkurflugvelli. Var talið að hætta gæti skapast ef ferðafólk fyndi sig knúið til aksturs í fjölda klukkustunda beint eftir flug eingöngu vegna þess að þeim bæri að halda rakleitt í sóttkví. Í þeirri umræðu kom ekki til álita að húsið yrði notað til að skylda ferðafólk í sóttkví en áfram mátti skylda sýkta einstaklinga, sem neituðu að fara í einangrun, til dvalar í umræddu sóttvarnarhúsi. Stendur það ákvæði enn óhaggað. Í lok vinnu velferðarnefndar er útbúið nefndarálit og hafði þá stjórnarmeirihlutinn í nefndinni komist að þeirri niðurstöðu sín á milli að ekki yrði af setningu tveggja íþyngjandi atriða í lög að þessu sinni er varðar útgöngubann og skyldubólusetningu heldur skyldi það bíða heildarendurskoðunar laganna. Þá var sömuleiðis ekkert um það rætt að skylda ætti fólk til dvalar í sóttkvíarhúsi. Við umræðu í þingsal eftir ofangreinda vinnu ræddi enginn nefndarmaður eða aðrir þingmenn sem tóku til máls um skyldudvöl í sóttkvíarhóteli utan undirrituð sem tilgreindi einmitt að ekki hefði verið vilji stjórnarliða að setja inn slíka skyldu. Hafði ég á orði í báðum umræðum á þingi að mér hugnaðist frekar að setja skýr heimildarákvæði í lögin frekar en að vera í þeirri stöðu, líkt og þá var, að stjórnvöld væru að framkvæma aðgerðir sem þau hefðu ekki lagastoð fyrir. En gott og vel, á þeim tímapunkti nefndi hvorki sóttvarnarlæknir né heilbrigðisráðherra þörf á skyldudvöl í sóttvarnarhúsi, ég aumur stjórnarandstöðuþingmaður fann mig því ekki knúna til að berjast fyrir slíku ákvæði, enda hafði enginn sýnt neinn vilja til þess. Skrifaði ég þó undir nefndarálitið með fyrirvara þar sem ég taldi annars vegar að setja ætti frekari heimildir til ráðherra, þótt ekki kæmi til að þær yrðu nokkru sinni notaðar, sem og að skylda ætti heilbrigðisráðherra til að bera mest íþyngjandi ákvarðanir sínar undir þingið til staðfestingar eins og þekkist í öðrum ríkjum. Af þessum sökum veit ég ekki hvað þú átt við þegar þú segir „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ því það var hvorki að finna í frumvarpi ráðherra, nefndaráliti velferðarnefndar né ræddi nokkur einasti þingmaður um það í þingsal. Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki, því þessi umræða átti sér ekki stað. Þegar þú talar svo um að hin þröngu skilgreining á sóttvarnarhúsi sé æðri almannahagsmunum, þá þarftu að hafa í huga að umrædd skilgreining er í lögunum eingöngu til skýringar á notkun sóttvarnarhús en myndi að mínu áliti ekki standast ein og sér sem lagaheimild fyrir stjórnvöld til að skylda fólk í sóttvarnarhús. Þegar um frelsissviptingu er að ræða, þ.e. þegar fólk fær ekki ráðið ferðum sínum og staðsetningu, verður að vera skýr lagaheimild til staðar og lítið mál að bæta slíkri heimild í upptalningu atriða sem fyrir eru í sóttvarnarlögum. Það var hins vegar ekki gert og á því ber héraðsdómari ekki ábyrgð. Kæri Kári. Við viljum standa saman að sóttvörnum og við viljum bæði fylgja sóttvarnarlækni en ég vil líka að ráðamenn þjóðarinnar, sem falið hefur verið að fara með framkvæmdavaldið, tryggi að fyrir öllum ákvörðunum sínum sé skýr lagastoð. Það er grundvallaratriði í réttarríki að valdhafar fari að leikreglum sem settar eru til varnar borgurum landsins. Það er enda hægðarleikur að bæta nauðsynlegum ákvæðum við sóttvarnarlögin ef vilji stendur enn til þess enda tel ég, án þess að hafa talið ígrundað í þingsal, meirihluta fyrir slíkri lagasetningu á Alþingi. Með þessum orðum vil ég hvetja þig til að íhuga hvort rétt sé að tala niður dómstóla landsins sem eingöngu hafa það lögbundna hlutverk að dæma eftir lögunum. Ég er ekki viss um að við aukum samstöðu meðal þjóðarinnar og hvet þig til að íhuga orð mín, sem sett eru fram, svo ég endurtaki, í fullri vinsemd og af virðingu um leið og ég þakka þér af öllu hjarta fyrir það starf sem þú og starfsfólk þitt hafið unnið í þágu þjóðarinnar undanfarið rúmt ár. Það er ómetanlegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Helga Vala Helgadóttir Alþingi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Kæri Kári Í tilefni af Kastljósviðtali við þig í gærkvöldi fann ég hjá mér einlæga löngun til að skrifa þér bréf. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og þínum störfum. Ég trúi að þekking þín á því sviði sem þú starfar á sé á mjög háu stigi og finn að þú hefur einnig mikla ástríðu og eldmóð í þínum störfum. Ég kann vel við þetta sem og þá hreinskilni sem þú hefur tileinkað þér þegar þú segir hug þinn kinnroðalaust, stundum þannig að ég skell upp úr þegar ég nem að þú kunnir með einstaka orðum þínum að hafa farið ögn yfir strikið. Já, ég hef jafnvel gaman af því þegar ég horfi á óforskammað tilsvar þitt á köflum. Ég var sammála þér þegar þú nefndir að þú teldir ekki vera kominn brest í samstöðu almennings í landinu með sóttvörnum og sóttvarnarlækni. Ég tel nokkurn minnihluta efast um réttmæti aðgerða en að meginþorri almennings vilji fylgja ráðum okkar góða sóttvarnarlæknis sem vill ganga lengra í að verja landamærin svo við öll hér innanlands getum lifað sem eðlilegustu lífi. Ég fylgi þeim meginþorra í skoðunum og tel mikilvægt að við nýtum okkur sérstöðu legu landsins með nánast bara eina mögulega innkomu og gerum allt til að verja þjóðina fyrir veirunni. En þegar þú fórst að ræða niðurstöðu héraðsdóms í því máli sem nýverið lauk, er varðaði lögmæti reglugerðar heilbrigðisráðherra, þá þótti mér þú vera á nokkrum villigötum. Þú sagðir að ekki mætti draga annan lærdóm af þeim úrskurði en að dómurum héraðsdóms gætu orðið á mistök. Vissulega geta dómarar eins og aðrir gert mistök en í þessu máli tel ég að niðurstaðan hefði aldrei getað orðið önnur. Ég er í þeirri stöðu að vera hvort tveggja löglærð og hluti löggjafans og stýri að auki þeirri nefnd er annaðist vinnslu frumvarps heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið kom til þingsins rétt fyrir jól en gestakomur og vinnsla hófust strax á nýju ári eftir að umsagnarferli lauk. Skemmst er frá því að segja að ekkert í texta frumvarpsins, né heldur greinargerð með frumvarpi ráðherra sem skýrir betur einstaka greinar frumvarpsins og lýsir vilja höfundar, benti til þess að ætlunin væri að útbúa heimild til að skylda mætti ferðfólk til dvalar í sóttvarnarhúsi. Þá var heldur ekki óskað eftir því af hálfu ráðherra að því yrði á síðari stigum vinnunnar bætt inn í frumvarpið. Í frumvarpinu voru hins vegar tvö íþyngjandi ákvæði sem nokkuð var deilt um meðal einstaka þingmanna, annars vegar um útgöngubann og hins vegar um skyldubólusetningu. Um það leyti sem vinnsla frumvarpsins stóð yfir í velferðarnefnd átti sér stað hörmulegt slys á Djúpvegi í Skötufirði. Þar týndu lífi ung móðir og barn er bíll fjölskyldunnar valt, en fjölskyldan var á leið heim til sín vestur á firði í sóttkví eftir heimkomu frá útlöndum. Umræða hófst um mikilvægi þess að stjórnvöldum bæri skylda til að halda úti sóttkvíarhóteli fyrir þá einstaklinga sem ekki höfðu í önnur hús að venda þegar halda skyldi sóttkví, hvort tveggja vegna aðstæðna en ekki síður vegna búsetu fjarri Keflavíkurflugvelli. Var talið að hætta gæti skapast ef ferðafólk fyndi sig knúið til aksturs í fjölda klukkustunda beint eftir flug eingöngu vegna þess að þeim bæri að halda rakleitt í sóttkví. Í þeirri umræðu kom ekki til álita að húsið yrði notað til að skylda ferðafólk í sóttkví en áfram mátti skylda sýkta einstaklinga, sem neituðu að fara í einangrun, til dvalar í umræddu sóttvarnarhúsi. Stendur það ákvæði enn óhaggað. Í lok vinnu velferðarnefndar er útbúið nefndarálit og hafði þá stjórnarmeirihlutinn í nefndinni komist að þeirri niðurstöðu sín á milli að ekki yrði af setningu tveggja íþyngjandi atriða í lög að þessu sinni er varðar útgöngubann og skyldubólusetningu heldur skyldi það bíða heildarendurskoðunar laganna. Þá var sömuleiðis ekkert um það rætt að skylda ætti fólk til dvalar í sóttkvíarhúsi. Við umræðu í þingsal eftir ofangreinda vinnu ræddi enginn nefndarmaður eða aðrir þingmenn sem tóku til máls um skyldudvöl í sóttkvíarhóteli utan undirrituð sem tilgreindi einmitt að ekki hefði verið vilji stjórnarliða að setja inn slíka skyldu. Hafði ég á orði í báðum umræðum á þingi að mér hugnaðist frekar að setja skýr heimildarákvæði í lögin frekar en að vera í þeirri stöðu, líkt og þá var, að stjórnvöld væru að framkvæma aðgerðir sem þau hefðu ekki lagastoð fyrir. En gott og vel, á þeim tímapunkti nefndi hvorki sóttvarnarlæknir né heilbrigðisráðherra þörf á skyldudvöl í sóttvarnarhúsi, ég aumur stjórnarandstöðuþingmaður fann mig því ekki knúna til að berjast fyrir slíku ákvæði, enda hafði enginn sýnt neinn vilja til þess. Skrifaði ég þó undir nefndarálitið með fyrirvara þar sem ég taldi annars vegar að setja ætti frekari heimildir til ráðherra, þótt ekki kæmi til að þær yrðu nokkru sinni notaðar, sem og að skylda ætti heilbrigðisráðherra til að bera mest íþyngjandi ákvarðanir sínar undir þingið til staðfestingar eins og þekkist í öðrum ríkjum. Af þessum sökum veit ég ekki hvað þú átt við þegar þú segir „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ því það var hvorki að finna í frumvarpi ráðherra, nefndaráliti velferðarnefndar né ræddi nokkur einasti þingmaður um það í þingsal. Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki, því þessi umræða átti sér ekki stað. Þegar þú talar svo um að hin þröngu skilgreining á sóttvarnarhúsi sé æðri almannahagsmunum, þá þarftu að hafa í huga að umrædd skilgreining er í lögunum eingöngu til skýringar á notkun sóttvarnarhús en myndi að mínu áliti ekki standast ein og sér sem lagaheimild fyrir stjórnvöld til að skylda fólk í sóttvarnarhús. Þegar um frelsissviptingu er að ræða, þ.e. þegar fólk fær ekki ráðið ferðum sínum og staðsetningu, verður að vera skýr lagaheimild til staðar og lítið mál að bæta slíkri heimild í upptalningu atriða sem fyrir eru í sóttvarnarlögum. Það var hins vegar ekki gert og á því ber héraðsdómari ekki ábyrgð. Kæri Kári. Við viljum standa saman að sóttvörnum og við viljum bæði fylgja sóttvarnarlækni en ég vil líka að ráðamenn þjóðarinnar, sem falið hefur verið að fara með framkvæmdavaldið, tryggi að fyrir öllum ákvörðunum sínum sé skýr lagastoð. Það er grundvallaratriði í réttarríki að valdhafar fari að leikreglum sem settar eru til varnar borgurum landsins. Það er enda hægðarleikur að bæta nauðsynlegum ákvæðum við sóttvarnarlögin ef vilji stendur enn til þess enda tel ég, án þess að hafa talið ígrundað í þingsal, meirihluta fyrir slíkri lagasetningu á Alþingi. Með þessum orðum vil ég hvetja þig til að íhuga hvort rétt sé að tala niður dómstóla landsins sem eingöngu hafa það lögbundna hlutverk að dæma eftir lögunum. Ég er ekki viss um að við aukum samstöðu meðal þjóðarinnar og hvet þig til að íhuga orð mín, sem sett eru fram, svo ég endurtaki, í fullri vinsemd og af virðingu um leið og ég þakka þér af öllu hjarta fyrir það starf sem þú og starfsfólk þitt hafið unnið í þágu þjóðarinnar undanfarið rúmt ár. Það er ómetanlegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun