Gott atlæti er gjöfum betra Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 8. apríl 2021 12:00 Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fjölskyldu- og barnvænna Ísland, segja forsendu þess að bæta óásættanlega stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði um líðan, heilsu, félags- og námsfærni, vera aukið svigrúm og aðgengi foreldra til tengslamyndunar við börn sín í frumbernsku. Höfundar þessa pistils áttu fund með Umboðsmanni barna á dögunum þar sem hvatt var til þess að fyrstu æviárin verði gerð að þungamiðju opinbers starfs í þágu barna. Með því móti eflum við stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, bætum líðan þeirra og styrkjum innviði íslensks samfélags til framtíðar. Staða Íslands óásættanleg í alþjóðlegum samanburði Í greininni Staða íslenskra barna í alþjóðlegum samanburði eftir Salvöru Nordal, umboðsmann barna, beindi hún sjónum að niðurstöðum skýrslu sem kom út á vegum UNICEF árið 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni væru í verri stöðu en aðrar Evrópuþjóðir er við kemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni, þ.e. í sæti 24 af 38. Hvað varðar færni í námi og félagslífi er staða íslenskra barna enn verri og þar erum við í 34. af 38. sæti efnameiri ríkja heims. Niðurstöðurnar eru sláandi og í þeim felst óneitanlega viss áfellisdómur yfir stefnumótun íslenskra stjórnvalda í málaflokknum, þar sem þrátt fyrir meint ríkidæmi virðist ekki hlúð sem skyldi að ungviði þjóðarinnar. Umboðsmaður barna virðist enn sem komið er eini embættismaðurinn hérlendis til að viðra áhyggjur sínar af þessari stöðu og töldum við rétt að hvetja hana til að beita sér fyrir markvissari stefnumótun og skarpari aðgerðum stjórnvalda sem varða velferð yngstu og viðkvæmustu þegna samfélagsins. Fjárfesting í þroskaferli fyrstu áranna er skynsamleg fjárfesting Í grein Sólrúnar Erlendsdóttur og Önnu Maríu Jónsdóttur, Lengi býr að fyrstu gerð (2020) vísa þær m.a. í rit James Heckman, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hann sýndi fram á með svokallaðri Heckman kúrfu (The Heckman curve) að því fyrr sem fjárfest er í aðbúnaði í ævi hvers og eins, því meiri verður sparnaður í kerfinu með virkari þátttöku allra. Hann lýsti því að með snemmtækum inngripum fyrir fimm ára aldur fengist 7-10% af árlegum tilkostnaði tilbaka með ýmiskonar sparnaði í þjóðfélaginu, s.s. með bættum árangri í skóla, minni þörf fyrir viðbótarstuðning í skólakerfinu, meiri þátttöku á vinnumarkaðinum ásamt beinum útgjaldasparnaði í félags-, fangelsis- og heibrigðiskerfinu. Því fyrr sem fjárfest er snemmtækri íhlutun því meiri er sparnaðurinn Snemmtækar íhlutanir fela það í sér að leitast er við að hafa áhrif á þroskaframvindu barna á lífsleiðinni með markvissum aðferðum, strax við upphaf lífs í móðurkviði því slík íhlutun er áhrifaríkust (Sólrún Erlingsdóttir og Anna María Jónsdóttir, 2020). Rannsóknir hafa sýnt að frá getnaði og fyrstu tvö til þrjú árin verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafrumna og myndun taugafrumutengsla. Tímabilið frá getnaði að tveggja ára aldri skiptir sköpum fyrir þroska skynjunar og mikilvægra eiginleika, s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni (Sólrún Erlingsdóttir og Anna María Jónsdóttir, 2020). Náin tengsl við foreldra ættu að vera í fyrirrúmi við stefnumótun í þessum málaflokki, þar sem rannsóknir sýna að það hefur mikil áhrif á þroskaferil og sjálfsmynd barnsins hversu næma, trausta og kærleiksríka umönnun það fær. Álag á fjölskyldur ungra barna Samhliða foreldrahlutverkinu gegnir fólk á barneignaraldri jafnan veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu og eru fyrstu starfsárin jafnan talin gjöfulust. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að erfitt reynist ungu fólki að takast á við bæði hlutverkin samtímis. Í því felst mikil streita sem hefur ekki einungis áhrif á parasambandið heldur skapar einnig geðrænan/tilfinningalegan vanda í umhverfi barna. Viðurkenning á mikilvægi fyrstu 1000 daganna í opinberri stefnumótun og aðgerðir samkvæmt því fela í sér aukið svigrúm foreldra ungra barna til að svara þörfum þeirra um athygli og nánd meðfram þátttöku í atvinnulífinu. Við vitum hvað þarf að gerast til þess að bæta stöðu íslenskra barna en ætlum við að láta það verða að veruleika? Þó víða sé pottur brotinn og staða barna á Íslandi sé ekki sem skyldi, eru teikn á lofti um bjartari framtíð. Fulltrúar Fyrstu fimm hvöttu Umboðsmann barna til að taka undir hugmyndir Barnamálaráðherra, sem hann viðraði í nýlegu viðtali við samfélagsmiðilinn Kviknar. Hann taldi að við nýgerða lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði mætti bæta þremur mánuðum á vegum ríkisins og öðrum þremur mánuðum á vegum sveitarfélaga sem samtals yrðu þá 18 mánuðir. Á dögunum birtust einnig fréttir um að Kópavogsbær og Reykjavíkurborg skoði möguleika á sex tíma gjaldfrjálsu leikskólastarfi sem er ein aðgerð sem gæti minnkað álag á fjölskyldur og auðveldað þeim að forgangsraða tengslum. Við vitum hvað við þurfum að gera til þess að bæta stöðu barna og krefjum þess vegna stjórnvöld um að beita sér fyrir snemmtækri íhlutun í þágu barna og samfélagsins í heild. Höfum áhrif Hagsmunafélagið Fyrstu fimm stendur fyrir stafrænum umræðum á Zoom og fer næsti fundur fram 10. apríl klukkan 10:00. Á fundinum munum við varpa ljósi á það jákvæða sem er í samfélagsumræðunni og blása því byr undir báða vængi. Finna má viðburðinn á facebook síðu félagins. #tengslabyltingin #nærverubyltingin Fyrir hönd stjórnar Fyrstu fimm, Ólafur Grétar Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fjölskyldu- og barnvænna Ísland, segja forsendu þess að bæta óásættanlega stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði um líðan, heilsu, félags- og námsfærni, vera aukið svigrúm og aðgengi foreldra til tengslamyndunar við börn sín í frumbernsku. Höfundar þessa pistils áttu fund með Umboðsmanni barna á dögunum þar sem hvatt var til þess að fyrstu æviárin verði gerð að þungamiðju opinbers starfs í þágu barna. Með því móti eflum við stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, bætum líðan þeirra og styrkjum innviði íslensks samfélags til framtíðar. Staða Íslands óásættanleg í alþjóðlegum samanburði Í greininni Staða íslenskra barna í alþjóðlegum samanburði eftir Salvöru Nordal, umboðsmann barna, beindi hún sjónum að niðurstöðum skýrslu sem kom út á vegum UNICEF árið 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni væru í verri stöðu en aðrar Evrópuþjóðir er við kemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni, þ.e. í sæti 24 af 38. Hvað varðar færni í námi og félagslífi er staða íslenskra barna enn verri og þar erum við í 34. af 38. sæti efnameiri ríkja heims. Niðurstöðurnar eru sláandi og í þeim felst óneitanlega viss áfellisdómur yfir stefnumótun íslenskra stjórnvalda í málaflokknum, þar sem þrátt fyrir meint ríkidæmi virðist ekki hlúð sem skyldi að ungviði þjóðarinnar. Umboðsmaður barna virðist enn sem komið er eini embættismaðurinn hérlendis til að viðra áhyggjur sínar af þessari stöðu og töldum við rétt að hvetja hana til að beita sér fyrir markvissari stefnumótun og skarpari aðgerðum stjórnvalda sem varða velferð yngstu og viðkvæmustu þegna samfélagsins. Fjárfesting í þroskaferli fyrstu áranna er skynsamleg fjárfesting Í grein Sólrúnar Erlendsdóttur og Önnu Maríu Jónsdóttur, Lengi býr að fyrstu gerð (2020) vísa þær m.a. í rit James Heckman, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hann sýndi fram á með svokallaðri Heckman kúrfu (The Heckman curve) að því fyrr sem fjárfest er í aðbúnaði í ævi hvers og eins, því meiri verður sparnaður í kerfinu með virkari þátttöku allra. Hann lýsti því að með snemmtækum inngripum fyrir fimm ára aldur fengist 7-10% af árlegum tilkostnaði tilbaka með ýmiskonar sparnaði í þjóðfélaginu, s.s. með bættum árangri í skóla, minni þörf fyrir viðbótarstuðning í skólakerfinu, meiri þátttöku á vinnumarkaðinum ásamt beinum útgjaldasparnaði í félags-, fangelsis- og heibrigðiskerfinu. Því fyrr sem fjárfest er snemmtækri íhlutun því meiri er sparnaðurinn Snemmtækar íhlutanir fela það í sér að leitast er við að hafa áhrif á þroskaframvindu barna á lífsleiðinni með markvissum aðferðum, strax við upphaf lífs í móðurkviði því slík íhlutun er áhrifaríkust (Sólrún Erlingsdóttir og Anna María Jónsdóttir, 2020). Rannsóknir hafa sýnt að frá getnaði og fyrstu tvö til þrjú árin verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafrumna og myndun taugafrumutengsla. Tímabilið frá getnaði að tveggja ára aldri skiptir sköpum fyrir þroska skynjunar og mikilvægra eiginleika, s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni (Sólrún Erlingsdóttir og Anna María Jónsdóttir, 2020). Náin tengsl við foreldra ættu að vera í fyrirrúmi við stefnumótun í þessum málaflokki, þar sem rannsóknir sýna að það hefur mikil áhrif á þroskaferil og sjálfsmynd barnsins hversu næma, trausta og kærleiksríka umönnun það fær. Álag á fjölskyldur ungra barna Samhliða foreldrahlutverkinu gegnir fólk á barneignaraldri jafnan veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu og eru fyrstu starfsárin jafnan talin gjöfulust. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að erfitt reynist ungu fólki að takast á við bæði hlutverkin samtímis. Í því felst mikil streita sem hefur ekki einungis áhrif á parasambandið heldur skapar einnig geðrænan/tilfinningalegan vanda í umhverfi barna. Viðurkenning á mikilvægi fyrstu 1000 daganna í opinberri stefnumótun og aðgerðir samkvæmt því fela í sér aukið svigrúm foreldra ungra barna til að svara þörfum þeirra um athygli og nánd meðfram þátttöku í atvinnulífinu. Við vitum hvað þarf að gerast til þess að bæta stöðu íslenskra barna en ætlum við að láta það verða að veruleika? Þó víða sé pottur brotinn og staða barna á Íslandi sé ekki sem skyldi, eru teikn á lofti um bjartari framtíð. Fulltrúar Fyrstu fimm hvöttu Umboðsmann barna til að taka undir hugmyndir Barnamálaráðherra, sem hann viðraði í nýlegu viðtali við samfélagsmiðilinn Kviknar. Hann taldi að við nýgerða lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði mætti bæta þremur mánuðum á vegum ríkisins og öðrum þremur mánuðum á vegum sveitarfélaga sem samtals yrðu þá 18 mánuðir. Á dögunum birtust einnig fréttir um að Kópavogsbær og Reykjavíkurborg skoði möguleika á sex tíma gjaldfrjálsu leikskólastarfi sem er ein aðgerð sem gæti minnkað álag á fjölskyldur og auðveldað þeim að forgangsraða tengslum. Við vitum hvað við þurfum að gera til þess að bæta stöðu barna og krefjum þess vegna stjórnvöld um að beita sér fyrir snemmtækri íhlutun í þágu barna og samfélagsins í heild. Höfum áhrif Hagsmunafélagið Fyrstu fimm stendur fyrir stafrænum umræðum á Zoom og fer næsti fundur fram 10. apríl klukkan 10:00. Á fundinum munum við varpa ljósi á það jákvæða sem er í samfélagsumræðunni og blása því byr undir báða vængi. Finna má viðburðinn á facebook síðu félagins. #tengslabyltingin #nærverubyltingin Fyrir hönd stjórnar Fyrstu fimm, Ólafur Grétar Gunnarsson
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar