Grímulaus sérhagsmunagæsla Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. mars 2021 18:32 Meginhlutverk Alþingis er að setja landinu lög og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunaöflum. Máttur sérhagsmunaafla getur verið mikill og rödd þeirra hávær eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins í dag 30 mars. Þar birtist framkvæmdarstjóri SA með þann boðskap helstan að Samkeppniseftirlitið sé ekki nægilega leiðitamt við stærstu fyrirtæki landsins. Af þeim sökum verði Alþingi að kalla eftir sérstakri stjórnsýsluúttekt á stofnuninni, en stofnunin telur ríflega 30 manns. Minna mætti það ekki vera. Tilefni þessa neyðarkalls SA til okkar alþingismanna er sú staðreynd að Samkeppniseftirlitið, ásamt skipuðum kunnáttumanni með samruna Festi og N1 (nú Festi), hefur knúið á um að sátt sú sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið við samruna félaganna skuli fylgt í hvívetna. Sáttin Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi til þeirrar niðurstöðu að samruninn hefði veruleg og skaðleg áhrif á samkeppni á matvöru- og eldsneytismörkuðum. Til þess að takmarka eða koma í veg fyrir tjón á samkeppni og til hagsbóta fyrir neytendur, var gerð sérstök „sátt“ á milli Samkeppniseftirlitsins og N1 og Festi. Samkvæmt sáttinni þarf fyrirtækið að uppfylla tiltekin skilyrði svo koma megi í veg fyrir tjón á samkeppni. Tjón sem almenningur sem verslar við fyrirtækið bæri með hærra vöruverði. Fyrirtækið hefur augljóslega ekki staðið við efni og skilyrði sáttarinnar þar sem Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka það til sérstakrar rannsóknar vegna brota á sáttinni. Þessi ákvörðun um rannsókn stofnunarinnar er tekin á grunni þess eftirlits sem skipaður kunnáttumaður hefur sinnt. Þeim mun meiri mótþrói sem fyrirtækið sýnir því að vinna samkvæmt sáttinni þeim mun meiri þurfa afskipti kunnáttumanns að vera. Það vekur einnig athygli að lífeyrissjóðir eiga nærri 2/3 hlutafjár í fyrirtækinu. Það er því eðlilegt að þeir séu spurðir um hvort þeir telji þessa hegðun forsvarsmanna fyrirtækisins í samræmi við markmið lífeyrissjóðanna. Ávinningur hluthafa félagsins Til þess að setja þetta mál í stærra samhengi að þá lætur nærri að hlutabréfaverð í Festi á skipulögðum markaði í Kauphöll hafi tvöfaldast frá því að samruninn var staðfestur árið 2018. Markmiðið um að auka virði hlutafjár hefur tekist svo um munar. Pólitísk áhrif Það er sjaldgæft að hagsmunagæsla í þágu sérhagsmuna skuli birtast jafn grímulaus og með neyðarkalli framkvæmdarstjóra SA í Fréttablaðinu. Sami framkvæmdarstjóri og hefur opinberlega sagt að fátt sé mikilvægara en að verkalýðshreyfingin sýni samhug með fyrirtækjum þegar á móti blæs, svo sem í þeim heimsfaraldri sem nú gengur yfir. Ástæða þessa neyðarkalls SA er að menn í forsvari tiltekinna stórfyrirtækja eru afar ósáttir við að lögregla markaðarins, Samkeppniseftirlitið, skuli ekki vera nægilega leiðitöm í störfum sínum gagnvart þeim. Það verður því fróðlegt að sjá og fylgjast með framhaldi málsins. Einkum því hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni taka undir kvartanir SA og einnig hvað aðrir stjórnmálaflokkar gera. Þá munum við sjá hvaða stjórnmálaflokkar eru í raun að gæta almannahagsmuna eða hvort sérhagsmunagæsla endurspegli betur eðli þeirra. Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með hvernig stjórnmálaflokkar bregðast við neyðarkalli sérhagsmunagæsluaflanna. Samfylkingin mun ekki taka þátt í ákalli SA um að veikja Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að standa vörð um hag almennings í landinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samkeppnismál Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Meginhlutverk Alþingis er að setja landinu lög og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunaöflum. Máttur sérhagsmunaafla getur verið mikill og rödd þeirra hávær eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins í dag 30 mars. Þar birtist framkvæmdarstjóri SA með þann boðskap helstan að Samkeppniseftirlitið sé ekki nægilega leiðitamt við stærstu fyrirtæki landsins. Af þeim sökum verði Alþingi að kalla eftir sérstakri stjórnsýsluúttekt á stofnuninni, en stofnunin telur ríflega 30 manns. Minna mætti það ekki vera. Tilefni þessa neyðarkalls SA til okkar alþingismanna er sú staðreynd að Samkeppniseftirlitið, ásamt skipuðum kunnáttumanni með samruna Festi og N1 (nú Festi), hefur knúið á um að sátt sú sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið við samruna félaganna skuli fylgt í hvívetna. Sáttin Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi til þeirrar niðurstöðu að samruninn hefði veruleg og skaðleg áhrif á samkeppni á matvöru- og eldsneytismörkuðum. Til þess að takmarka eða koma í veg fyrir tjón á samkeppni og til hagsbóta fyrir neytendur, var gerð sérstök „sátt“ á milli Samkeppniseftirlitsins og N1 og Festi. Samkvæmt sáttinni þarf fyrirtækið að uppfylla tiltekin skilyrði svo koma megi í veg fyrir tjón á samkeppni. Tjón sem almenningur sem verslar við fyrirtækið bæri með hærra vöruverði. Fyrirtækið hefur augljóslega ekki staðið við efni og skilyrði sáttarinnar þar sem Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka það til sérstakrar rannsóknar vegna brota á sáttinni. Þessi ákvörðun um rannsókn stofnunarinnar er tekin á grunni þess eftirlits sem skipaður kunnáttumaður hefur sinnt. Þeim mun meiri mótþrói sem fyrirtækið sýnir því að vinna samkvæmt sáttinni þeim mun meiri þurfa afskipti kunnáttumanns að vera. Það vekur einnig athygli að lífeyrissjóðir eiga nærri 2/3 hlutafjár í fyrirtækinu. Það er því eðlilegt að þeir séu spurðir um hvort þeir telji þessa hegðun forsvarsmanna fyrirtækisins í samræmi við markmið lífeyrissjóðanna. Ávinningur hluthafa félagsins Til þess að setja þetta mál í stærra samhengi að þá lætur nærri að hlutabréfaverð í Festi á skipulögðum markaði í Kauphöll hafi tvöfaldast frá því að samruninn var staðfestur árið 2018. Markmiðið um að auka virði hlutafjár hefur tekist svo um munar. Pólitísk áhrif Það er sjaldgæft að hagsmunagæsla í þágu sérhagsmuna skuli birtast jafn grímulaus og með neyðarkalli framkvæmdarstjóra SA í Fréttablaðinu. Sami framkvæmdarstjóri og hefur opinberlega sagt að fátt sé mikilvægara en að verkalýðshreyfingin sýni samhug með fyrirtækjum þegar á móti blæs, svo sem í þeim heimsfaraldri sem nú gengur yfir. Ástæða þessa neyðarkalls SA er að menn í forsvari tiltekinna stórfyrirtækja eru afar ósáttir við að lögregla markaðarins, Samkeppniseftirlitið, skuli ekki vera nægilega leiðitöm í störfum sínum gagnvart þeim. Það verður því fróðlegt að sjá og fylgjast með framhaldi málsins. Einkum því hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni taka undir kvartanir SA og einnig hvað aðrir stjórnmálaflokkar gera. Þá munum við sjá hvaða stjórnmálaflokkar eru í raun að gæta almannahagsmuna eða hvort sérhagsmunagæsla endurspegli betur eðli þeirra. Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með hvernig stjórnmálaflokkar bregðast við neyðarkalli sérhagsmunagæsluaflanna. Samfylkingin mun ekki taka þátt í ákalli SA um að veikja Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að standa vörð um hag almennings í landinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun