Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 13:29 Kylfingar í Telford í Englandi, frelsinu fegnir í morgun. Slakað var á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi undanfarna þrjá mánuði. AP/Nick Potts Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. Um þrjátíu milljónir manna hafa nú verið bólusettir gegn veirunni í Bretlandi, um 57% allra fullorðinna landsmanna. Takmarkanir sem komið var á í byrjun þessa árs hafa einnig skilað verulegri fækkun smita. Þrátt fyrir það hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra, landa sína til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr. Fólk ætti til dæmis ekki að blanda mikið geði innandyra. Með tilslökununum í dag getur fólk frá tveimur heimilum hist utandyra í almenningsgörðum en þó aðeins sex manns að hámarki. Tennis- og golfvellir fengu að opna aftur og skipulagt íþróttastarf utandyra gat hafist aftur. Hægt er að halda brúðkaup en þó aðeins með sex gestum. AP-fréttastofan segir að Bretar tali um daginn sem „gleðilegan mánudag“. Ekki aðeins hafi verið slakað á aðgerðum og íþróttir utandyra heimilaðar heldur geri nú óvenjuhlýtt vor. Hitinn sé sums staðar á við Suður-Spán á þessum árstíma. Svo spenntir voru sumir að komast aftur af stað í íþróttunum að golfmót hófst eina mínútu yfir miðnætti í nótt á Morley Hayes-golfvellinum á Englandi. Þar léku kylfingar á sjö holu góðgerðamóti undir flóðljósum. Svipaðar tilslakanir tóku gildi í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi í dag. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndum í Wales um helgina eftir að slakað var á ferðatakmörkunum sem höfðu verið í gildi þar frá því í desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Um þrjátíu milljónir manna hafa nú verið bólusettir gegn veirunni í Bretlandi, um 57% allra fullorðinna landsmanna. Takmarkanir sem komið var á í byrjun þessa árs hafa einnig skilað verulegri fækkun smita. Þrátt fyrir það hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra, landa sína til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr. Fólk ætti til dæmis ekki að blanda mikið geði innandyra. Með tilslökununum í dag getur fólk frá tveimur heimilum hist utandyra í almenningsgörðum en þó aðeins sex manns að hámarki. Tennis- og golfvellir fengu að opna aftur og skipulagt íþróttastarf utandyra gat hafist aftur. Hægt er að halda brúðkaup en þó aðeins með sex gestum. AP-fréttastofan segir að Bretar tali um daginn sem „gleðilegan mánudag“. Ekki aðeins hafi verið slakað á aðgerðum og íþróttir utandyra heimilaðar heldur geri nú óvenjuhlýtt vor. Hitinn sé sums staðar á við Suður-Spán á þessum árstíma. Svo spenntir voru sumir að komast aftur af stað í íþróttunum að golfmót hófst eina mínútu yfir miðnætti í nótt á Morley Hayes-golfvellinum á Englandi. Þar léku kylfingar á sjö holu góðgerðamóti undir flóðljósum. Svipaðar tilslakanir tóku gildi í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi í dag. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndum í Wales um helgina eftir að slakað var á ferðatakmörkunum sem höfðu verið í gildi þar frá því í desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“