Birgir Bieltvedt kaupir Domino‘s á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2021 07:26 Domino's rekur fjölda pizzustaða hér á landi, meðal annars í Kringlunni. Vísir/Vilhelm Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Eyja er í eigu Birgis, Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristinn í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Morgunblaðið greindi fyrst frá kaupunum á forsíðu sinni í morgun. Í frétt blaðsins að fjárfestingasjóðurinn Alfa Framtak hafi áður verið einn eftir í viðræðum við Domino‘s Group í Bretlandi um kaup á Domino‘s á Íslandi. Fjárfestahópur með Birgi í fararbroddi hafði þannig helst úr lestinni sem og fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði Alfa Framtak töluverðar breytingar á kauptilboði sínu þegar sú staða kom upp. Fjárfestahópnum sem Birgir fer fyrir var því boðið aftur að borðinu og eiga samningar að hafa náðst um liðna helgi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um kaupverðið og þá er ekki heldur greint frá því í tilkynningu en áður hafði verið sagt frá því að verðmatið á Domino‘s á Íslandi væru um 2,5 milljarðar króna. Tilkynninguna vegna kaupanna má sjá í heild hér fyrir neðan: Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum en hann hefur meira en aldarfjórðungs reynslu af rekstri Domino’s staða. Birgir hefur einnig nýverið tekið yfir rekstur Domino’s í Svíþjóð af Domino’s Pizza Group plc og þá er hann minnihlutaeigandi í Domino´s í Noregi. Samhliða söluferlinu ákvað Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi undanfarin ár, að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Hann mun því láta af störfum þegar nýir eigendur hafa gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. Það hefur verið leiðarljós Domino’s Pizza Group plc í öllu þessu ferli að skilja vel við á íslenskum markaði. Við erum í skýjunum með að reksturinn fari í hendur aðila sem hefur svo rík tengsl við vörumerkið og að íslenskir neytendur muni áfram geta notið þess að fá sér ljúffenga Domino’s pizzu. Veitingastaðir Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Eyja er í eigu Birgis, Sjávarsýn er í eigu Bjarna Ármannssonar, Kristinn í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og Lýsi meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Morgunblaðið greindi fyrst frá kaupunum á forsíðu sinni í morgun. Í frétt blaðsins að fjárfestingasjóðurinn Alfa Framtak hafi áður verið einn eftir í viðræðum við Domino‘s Group í Bretlandi um kaup á Domino‘s á Íslandi. Fjárfestahópur með Birgi í fararbroddi hafði þannig helst úr lestinni sem og fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði Alfa Framtak töluverðar breytingar á kauptilboði sínu þegar sú staða kom upp. Fjárfestahópnum sem Birgir fer fyrir var því boðið aftur að borðinu og eiga samningar að hafa náðst um liðna helgi. Blaðið hefur ekki upplýsingar um kaupverðið og þá er ekki heldur greint frá því í tilkynningu en áður hafði verið sagt frá því að verðmatið á Domino‘s á Íslandi væru um 2,5 milljarðar króna. Tilkynninguna vegna kaupanna má sjá í heild hér fyrir neðan: Gengið hefur verið frá sölu Domino’s á Íslandi til hóps fjárfesta sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s (Pizza Pizza ehf.) í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum en hann hefur meira en aldarfjórðungs reynslu af rekstri Domino’s staða. Birgir hefur einnig nýverið tekið yfir rekstur Domino’s í Svíþjóð af Domino’s Pizza Group plc og þá er hann minnihlutaeigandi í Domino´s í Noregi. Samhliða söluferlinu ákvað Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino’s á Íslandi undanfarin ár, að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Hann mun því láta af störfum þegar nýir eigendur hafa gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. Það hefur verið leiðarljós Domino’s Pizza Group plc í öllu þessu ferli að skilja vel við á íslenskum markaði. Við erum í skýjunum með að reksturinn fari í hendur aðila sem hefur svo rík tengsl við vörumerkið og að íslenskir neytendur muni áfram geta notið þess að fá sér ljúffenga Domino’s pizzu.
Veitingastaðir Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira