Nauðgaði samstarfskonu sem hafði búið um hann á sófanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:59 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Þröstur Thorarensen, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti með öllu fyrri dóm yfir Þresti úr héraði. Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira