Á annan tug með réttarstöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefna- og fjársvikamáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 17:54 Vel á annan tug manna eru með réttarstöðu sakbornings og tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefna- og fjársvikamáls sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina sem er mjög umfangsmikil. „Þetta er talsvert stórt mál. Við höfum verið með þetta mál til rannsóknar í marga mánuði og umfangið hefur verið talsvert,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. „Við erum að tala um innflutning, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum, sem og mál er snertir fjármunabrot og þjófnaðarbrot,“ segir Margeir. Klippa: Viðtal við Margeir vegna skipulagðrar glæpastarfsemi Í framhaldi aðgerða lögreglu hafa vel á annan tug einstaklinga verið handteknir og eru með réttarstöðu sakbornings í tenglsum við málið. Margeir segir að um sé að ræða Íslendinga og útlendinga, allt karlmenn. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Hald hefur verið lagt á eignir og peninga fyrir tugi milljóna króna. Þá hafa um þrjú kíló af sterkum fíkniefnum verið gerð upptæk í tengslum við málið á síðustu vikum en unnið er að því að skoða tengsl við fíkniefnaframleiðslur sem þegar hefur verið komið upp um. Grunur leikur á að illa fengnu fé, vegna brotastarfseminnar, hafi verið komið inn í löglega atvinnustarfsemi hér á landi og því er um ætlað peningaþvætti að ræða. Margeir vill ekki greina frá því hvers konar fyrirtæki um ræðir. Hvað erum við að tala um háar fjárhæðir í þessu máli? „Í þessu máli má ætla að við séum að tala eitt um 60 til 70 milljónir varðandi þjófnaðinn og fjármunabrotin,“ segir Margeir. Rannsókn málsins miðar vel og er á lokametunum. Lögreglan hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurnesjum, Norðurlandi. Einnig hefur hún notið aðstoðar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. Þá hefur hún verið í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Málið tengist manndrápinu í Rauðagerði ekki á nokkurn hátt. Lögreglumál Reykjavík Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina sem er mjög umfangsmikil. „Þetta er talsvert stórt mál. Við höfum verið með þetta mál til rannsóknar í marga mánuði og umfangið hefur verið talsvert,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. „Við erum að tala um innflutning, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum, sem og mál er snertir fjármunabrot og þjófnaðarbrot,“ segir Margeir. Klippa: Viðtal við Margeir vegna skipulagðrar glæpastarfsemi Í framhaldi aðgerða lögreglu hafa vel á annan tug einstaklinga verið handteknir og eru með réttarstöðu sakbornings í tenglsum við málið. Margeir segir að um sé að ræða Íslendinga og útlendinga, allt karlmenn. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Hald hefur verið lagt á eignir og peninga fyrir tugi milljóna króna. Þá hafa um þrjú kíló af sterkum fíkniefnum verið gerð upptæk í tengslum við málið á síðustu vikum en unnið er að því að skoða tengsl við fíkniefnaframleiðslur sem þegar hefur verið komið upp um. Grunur leikur á að illa fengnu fé, vegna brotastarfseminnar, hafi verið komið inn í löglega atvinnustarfsemi hér á landi og því er um ætlað peningaþvætti að ræða. Margeir vill ekki greina frá því hvers konar fyrirtæki um ræðir. Hvað erum við að tala um háar fjárhæðir í þessu máli? „Í þessu máli má ætla að við séum að tala eitt um 60 til 70 milljónir varðandi þjófnaðinn og fjármunabrotin,“ segir Margeir. Rannsókn málsins miðar vel og er á lokametunum. Lögreglan hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurnesjum, Norðurlandi. Einnig hefur hún notið aðstoðar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. Þá hefur hún verið í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Málið tengist manndrápinu í Rauðagerði ekki á nokkurn hátt.
Lögreglumál Reykjavík Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira