Nýjar búgreinar og blómstrandi sveitir Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 24. mars 2021 10:32 Við Íslendingar höfum frá landnámi lifað á því að rækta jörðina, halda skepnur og sækja sjóinn. Dugnaður, útsjónarsemi og hyggjuvit hafa verið okkar besta veganesti. Sem betur fer hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum. Sjávarútvegurinn er orðinn tæknivæddur og nýjar búgreinar og búskaparhættir hafa breytt meiru en nokkurn gat órað fyrir. Þrátt fyrir þetta er kjarni lífsbaráttunnar enn sá sami. Við verðum að nýta það sem náttúran gefur af virðingu og skynsemi. Verðmætir vænlegir vaxtarbroddar Þótt ég sitji nú á þingi fyrir Framsóknarflokkinn er ég samt fyrst og fremst bóndi. Fáir skilja það líklega betur en við bændurnir að nýsköpun í landbúnaði er forsenda þess að sveitirnar blómstri um ókomin ár. Sem betur fer eigum við mörg dæmi um farsælar nýjungar í búvöruframleiðslu. Nú um stundir eru vænlegustu vaxtarbroddarnir líklega þar sem samruni er á milli landbúnaðar og vísinda eins og líftækni. Eitt fyrirtækið í þeim geira framleiðir verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Gjaldeyrisskapandi nýsköpun Fyrirtækið er til fyrirmyndar á alla vegu. Nánast allar afurðir eru fluttar úr landi og skapa árlegar gjaldeyristekjur upp á einn og hálfan milljarð. Þetta hjálpar ekki bara hinum dreifðari byggðum og bændum í öllum landshlutum að skjóta styrkari stoðum undir búskapinn. Þessi nýja búgrein er dýralæknum líka aukin verkefni og býr til góð störf. Blóðgjöf til lyfjaframleiðslu er að verða ein allra öflugasta nýja búgreinin á Íslandi. Blóðgjöfin er dýrunum meinalaus Um 5.000 hryssur eru í verkefninu og blóðgjöfin er framkvæmd af dýralæknum að undangenginni staðdeyfingu. Blóðgjöf er að hámarki 5 lítrar í hvert sinn. Vel er farið með dýrin fyrir blóðgjöf, á meðan hún er framkvæmd og að henni lokinni. Að jafnaði gefur hryssa blóð fimm sinnum á sumri og aldrei oftar en átta sinnum. Rannsóknir hafa sýnt að þetta er öruggt fyrir hryssurnar, þeim verður ekki meint af og ekki er eitt einasta dæmi um að dýr hafi drepist vegna blóðgjafar. Sérstakir velferðarsamningar Fyrirtækið gerir sérstaka velferðarsamninga við alla sína eitt hundrað bændur, og það er eftirtektarvert að þau bú sem eru í samstarfi við Ísteka hafa mörg hver bætt sig í allri umhirðu og umgjörð. Þetta má líklega rekja til þess að bændurnir fara eftir sérstakri gæðahandbók og starfa samkvæmt fyrrnefndum velferðarsamningum. Fyrir utan það að blóðgjöfin er framkvæmd af dýralækni eins og fyrr segir, þá er allt ferlið undir opinberu eftirliti Matvælastofnunnar. Öflug dýravelferð er bændum eðlislæg Því miður eiga bændur, landsbyggðin og þetta fyrirtæki sér óvildarmenn sem hafa dreift óhróðri um starfsemina. Ómálefnaleg gagnrýni, sem byggir á röngum upplýsingum eða hreinum ósannindum, hittir auðvitað helst í mark fyrir það fólk sem í henni stendur. Fullyrða má að öll umgjörðin um blóðgjafir á Íslandi sé til fyrirmyndar, hvort sem er í íslenskum eða alþjóðlegum samanburði. Ég fagna því að sjá nýjar búgreinar verða til sem hjálpa Íslandi að blómstra. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum frá landnámi lifað á því að rækta jörðina, halda skepnur og sækja sjóinn. Dugnaður, útsjónarsemi og hyggjuvit hafa verið okkar besta veganesti. Sem betur fer hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum. Sjávarútvegurinn er orðinn tæknivæddur og nýjar búgreinar og búskaparhættir hafa breytt meiru en nokkurn gat órað fyrir. Þrátt fyrir þetta er kjarni lífsbaráttunnar enn sá sami. Við verðum að nýta það sem náttúran gefur af virðingu og skynsemi. Verðmætir vænlegir vaxtarbroddar Þótt ég sitji nú á þingi fyrir Framsóknarflokkinn er ég samt fyrst og fremst bóndi. Fáir skilja það líklega betur en við bændurnir að nýsköpun í landbúnaði er forsenda þess að sveitirnar blómstri um ókomin ár. Sem betur fer eigum við mörg dæmi um farsælar nýjungar í búvöruframleiðslu. Nú um stundir eru vænlegustu vaxtarbroddarnir líklega þar sem samruni er á milli landbúnaðar og vísinda eins og líftækni. Eitt fyrirtækið í þeim geira framleiðir verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Gjaldeyrisskapandi nýsköpun Fyrirtækið er til fyrirmyndar á alla vegu. Nánast allar afurðir eru fluttar úr landi og skapa árlegar gjaldeyristekjur upp á einn og hálfan milljarð. Þetta hjálpar ekki bara hinum dreifðari byggðum og bændum í öllum landshlutum að skjóta styrkari stoðum undir búskapinn. Þessi nýja búgrein er dýralæknum líka aukin verkefni og býr til góð störf. Blóðgjöf til lyfjaframleiðslu er að verða ein allra öflugasta nýja búgreinin á Íslandi. Blóðgjöfin er dýrunum meinalaus Um 5.000 hryssur eru í verkefninu og blóðgjöfin er framkvæmd af dýralæknum að undangenginni staðdeyfingu. Blóðgjöf er að hámarki 5 lítrar í hvert sinn. Vel er farið með dýrin fyrir blóðgjöf, á meðan hún er framkvæmd og að henni lokinni. Að jafnaði gefur hryssa blóð fimm sinnum á sumri og aldrei oftar en átta sinnum. Rannsóknir hafa sýnt að þetta er öruggt fyrir hryssurnar, þeim verður ekki meint af og ekki er eitt einasta dæmi um að dýr hafi drepist vegna blóðgjafar. Sérstakir velferðarsamningar Fyrirtækið gerir sérstaka velferðarsamninga við alla sína eitt hundrað bændur, og það er eftirtektarvert að þau bú sem eru í samstarfi við Ísteka hafa mörg hver bætt sig í allri umhirðu og umgjörð. Þetta má líklega rekja til þess að bændurnir fara eftir sérstakri gæðahandbók og starfa samkvæmt fyrrnefndum velferðarsamningum. Fyrir utan það að blóðgjöfin er framkvæmd af dýralækni eins og fyrr segir, þá er allt ferlið undir opinberu eftirliti Matvælastofnunnar. Öflug dýravelferð er bændum eðlislæg Því miður eiga bændur, landsbyggðin og þetta fyrirtæki sér óvildarmenn sem hafa dreift óhróðri um starfsemina. Ómálefnaleg gagnrýni, sem byggir á röngum upplýsingum eða hreinum ósannindum, hittir auðvitað helst í mark fyrir það fólk sem í henni stendur. Fullyrða má að öll umgjörðin um blóðgjafir á Íslandi sé til fyrirmyndar, hvort sem er í íslenskum eða alþjóðlegum samanburði. Ég fagna því að sjá nýjar búgreinar verða til sem hjálpa Íslandi að blómstra. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun