Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 10:27 Tómas við eldgosið að næturlagi um helgina. Aðsend Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum. Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira