Stríður straumur fólks í Geldingadal: Dæmi um að fólk mæti á gallabuxum og strigaskóm Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. mars 2021 17:51 Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa sumir greinilega hætt sér ákaflega nálægt gosinu. Vísir/Sigurjón Fólk hefur í dag lagt leið sína í stríðum straumum að eldgosinu í Geldingadal. Lokað er fyrir bílaumferð inn á svæðið en fólki hefur verið hleypt inn á svæðið fótgangandi. Dæmi eru um að fólk hafi lagt af stað á vettvang illa búið fyrir þær aðstæður sem blasa við á svæðinu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur beint þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Guðni Hans Sigþórsson hjá Björgunarfélagi Hafnarfjarðar stóð vaktina á Suðurstrandavegi austan við Grindavík í dag þar sem hann hafði eftirlit með umferð á svæðinu. Hann var til viðtals í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í dag. „Við erum ekki að banna fólki að koma fótgangandi en við mælum gegn því. Það er lítið sem ekkert að sjá, þetta er mjög slæm yfirferð að fara hérna og það getur verið mikil hætta á gasmengun hérna,“ sagði Guðni. „Vegurinn er lokaður sökum sigs í veginum og Vegagerðin er með veginn lokaðan vegna þess.“ Fólk steymir að eldgosinu í Geldingadal líkt og ólgandi kvikan streymir upp úr iðrum jarðar.Vísir/Sigurjón Rætt sé við alla sem mæti á svæðið og varað við aðstæðum. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi fólks haldið leið sinni áfram til að berja gosið augum. „Fólk fer hérna bara inn á sinni eigin ábyrgð en við höfum verið að stoppa þá sem að við náum til og mælum gegn því að fólk sé að fara hérna. Bæði það að þetta er ekkert sérstaklega gott færi, þetta er náttúrlega bara bratt fjalllendi og hraun en síðan er fólk misvel búið. Það er alveg dæmi um það að fólk sé að koma hérna á gallabuxum og strigaskóm sem er ekki alveg besti búnaður til þess að vera að fara í þetta,“ segir Guðni. Hann segist ekki hafa nokkurn skilning á ævintýraþörf fólks sem kýs að fara að gosinu illa búið. „Maður sér þetta ekki neitt nema þú sért kominn langleiðina að þessu og þegar þú ert kominn að þessu þá ertu bara kominn inn á stórhættulegt svæði. Þannig að ég mæli bara með því að fólk horfi á þetta bara á netinu, að það sé bara skásti kosturinn,“ segir Guðni. Þessi var óhræddur við að berja eldgosið augum úr nálægð.Vísir/Sigurjón Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur beint þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Guðni Hans Sigþórsson hjá Björgunarfélagi Hafnarfjarðar stóð vaktina á Suðurstrandavegi austan við Grindavík í dag þar sem hann hafði eftirlit með umferð á svæðinu. Hann var til viðtals í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í dag. „Við erum ekki að banna fólki að koma fótgangandi en við mælum gegn því. Það er lítið sem ekkert að sjá, þetta er mjög slæm yfirferð að fara hérna og það getur verið mikil hætta á gasmengun hérna,“ sagði Guðni. „Vegurinn er lokaður sökum sigs í veginum og Vegagerðin er með veginn lokaðan vegna þess.“ Fólk steymir að eldgosinu í Geldingadal líkt og ólgandi kvikan streymir upp úr iðrum jarðar.Vísir/Sigurjón Rætt sé við alla sem mæti á svæðið og varað við aðstæðum. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi fólks haldið leið sinni áfram til að berja gosið augum. „Fólk fer hérna bara inn á sinni eigin ábyrgð en við höfum verið að stoppa þá sem að við náum til og mælum gegn því að fólk sé að fara hérna. Bæði það að þetta er ekkert sérstaklega gott færi, þetta er náttúrlega bara bratt fjalllendi og hraun en síðan er fólk misvel búið. Það er alveg dæmi um það að fólk sé að koma hérna á gallabuxum og strigaskóm sem er ekki alveg besti búnaður til þess að vera að fara í þetta,“ segir Guðni. Hann segist ekki hafa nokkurn skilning á ævintýraþörf fólks sem kýs að fara að gosinu illa búið. „Maður sér þetta ekki neitt nema þú sért kominn langleiðina að þessu og þegar þú ert kominn að þessu þá ertu bara kominn inn á stórhættulegt svæði. Þannig að ég mæli bara með því að fólk horfi á þetta bara á netinu, að það sé bara skásti kosturinn,“ segir Guðni. Þessi var óhræddur við að berja eldgosið augum úr nálægð.Vísir/Sigurjón
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira