Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2021 10:24 Það að árásarmaðurinn hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi hefur vakið mikil viðbrögð í Bandaríkjunum. AP/Curtis Compton Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira
Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31