Tryggingar gegn náttúruhamförum Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 18. mars 2021 07:02 Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Þegar náttúran minnir á sig berst iðulega fjöldi fyrirspurna um vátryggingarrétt fólks. Reynslan hefur sýnt að margir vita ekki á hvaða forsendum vátryggingaverndin byggir og hvert iðgjöld vegna hennar greiðast. NTÍ er opinbert óhagnaðardrifið vátryggingarfélag Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tjón af þessu tagi eru almennt undanskilin bótaskyldu hjá almennu vátryggingarfélögunum. NTÍ byggir á grunni Viðlagatryggingar Íslands sem sett var á fót í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðs í Neskaupsstað 1974. NTÍ starfar eftir lögum frá Alþingi og er óhagnaðardrifið opinbert tryggingarfélag sem hefur þann eina tilgang að bæta verulegt tjón vegna náttúruhamfara. Allar húseignir vátryggðar gegn náttúruhamförum Tekjur NTÍ eru í formi iðgjalda sem innheimt eru af almennu vátryggingarfélögunum og skilað til NTÍ. Þannig eru allar húseignir vátryggðar hjá NTÍ, samhliða skyldutryggingu húseigna, sem flestir þekkja sem brunatryggingu. Eigin áhætta í tjónum á húseignum er 400.000 kr. Eigandi ber sjálfur ábyrgð á því að brunabótamat húseigna sé uppfært í samræmi við endurbætur. Óskum um endurmat skal koma á framfæri við Þjóðskrá, sem annast útreikning á brunabótamati. Innbú vátryggt gegnum innbús- og heimilistryggingu Til þess að vátryggja innbú gegn náttúruhamförum þarf eigandi að hafa gilda innbús- eða heimilistryggingu hjá einhverju af almennu tryggingarfélögum. Ólíkt brunatryggingum húseigna, eru slíkar tryggingar eru valkvæðar og því þarf fólk að hafa frumkvæði að því að kaupa slíkar tryggingar. Iðgjöld til NTÍ eru innheimt samhliða iðgjöldum vegna innbús- eða heimilistryggingar. Eigin áhætta í tjóni sem verður á innbúi er 200.000 kr. Til þess að NTÍ geti bætt tjón í kjölfar tjónsatburða þurfa eigendur að vera vakandi um sína ábyrgð varðandi tryggingarnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Tryggingar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Aurskriður á Seyðisfirði Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Þegar náttúran minnir á sig berst iðulega fjöldi fyrirspurna um vátryggingarrétt fólks. Reynslan hefur sýnt að margir vita ekki á hvaða forsendum vátryggingaverndin byggir og hvert iðgjöld vegna hennar greiðast. NTÍ er opinbert óhagnaðardrifið vátryggingarfélag Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tjón af þessu tagi eru almennt undanskilin bótaskyldu hjá almennu vátryggingarfélögunum. NTÍ byggir á grunni Viðlagatryggingar Íslands sem sett var á fót í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðs í Neskaupsstað 1974. NTÍ starfar eftir lögum frá Alþingi og er óhagnaðardrifið opinbert tryggingarfélag sem hefur þann eina tilgang að bæta verulegt tjón vegna náttúruhamfara. Allar húseignir vátryggðar gegn náttúruhamförum Tekjur NTÍ eru í formi iðgjalda sem innheimt eru af almennu vátryggingarfélögunum og skilað til NTÍ. Þannig eru allar húseignir vátryggðar hjá NTÍ, samhliða skyldutryggingu húseigna, sem flestir þekkja sem brunatryggingu. Eigin áhætta í tjónum á húseignum er 400.000 kr. Eigandi ber sjálfur ábyrgð á því að brunabótamat húseigna sé uppfært í samræmi við endurbætur. Óskum um endurmat skal koma á framfæri við Þjóðskrá, sem annast útreikning á brunabótamati. Innbú vátryggt gegnum innbús- og heimilistryggingu Til þess að vátryggja innbú gegn náttúruhamförum þarf eigandi að hafa gilda innbús- eða heimilistryggingu hjá einhverju af almennu tryggingarfélögum. Ólíkt brunatryggingum húseigna, eru slíkar tryggingar eru valkvæðar og því þarf fólk að hafa frumkvæði að því að kaupa slíkar tryggingar. Iðgjöld til NTÍ eru innheimt samhliða iðgjöldum vegna innbús- eða heimilistryggingar. Eigin áhætta í tjóni sem verður á innbúi er 200.000 kr. Til þess að NTÍ geti bætt tjón í kjölfar tjónsatburða þurfa eigendur að vera vakandi um sína ábyrgð varðandi tryggingarnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun