Barn á eftir bolta fær bætur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 17:56 Drengurinn var í leit að bolta þegar hann fór inn á byggingarsvæðið, sem var skammt frá sparkvelli við grunnskóla. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu TM vegna líkamstjóns níu ára drengs sem slasaðist á byggingarsvæði skammt frá grunnskóla í september árið 2016. Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu. Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu.
Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira