Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 22:21 Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir morðið á Söruh Everard. Skjáskot Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. Couzens, sem er á fimmtugsaldri, mun mæta fyrir dóm á morgun þar sem hann verður formlega ákærður fyrir morðið. Hann var handtekinn þann 9. mars síðastliðinn. Líkamsleifar Everard fundust í skóglendi nærri Ashford í Kent á miðvikudag, en þá var meira en vika liðin síðan hún sást síðast á göngu. Hún var á leið heim frá vini þegar síðast sást til hennar en óvíst er hvort hún hafi komist alla leið heim til sín. Þann 5. mars lýsti lögregla eftir Everard og daginn eftir gaf fjölskylda hennar út yfirlýsingu og sagði það ekki henni líkt að láta sig hverfa. Þann 7. mars komu svo í ljós myndbandsupptökur þar sem Everard sást á göngu um klukkan 21:30. Auk Couzens var kona handtekin sem talin er vera viðriðin málið. Henni hefur hins vegar verið sleppt gegn tryggingu. Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Fundu lík í leitinni að Söruh Everard Breskir lögregluþjónar hafa fundið lík í leitinni að Söruh Everard. Líkið fannst í skógi í Ashford, suðaustur af Lundúnum. Lögregluþjónn er grunaður um að hafa rænt henni og myrt hana en hún hvarf þann 3. mars þegar hún var á leið heim eftir heimsókn til vinafólks. 10. mars 2021 20:58 Lögregluþjónninn í Lundúnum nú grunaður um morð Breskur lögregluþjónn sem handtekinn var í gærkvöldi vegna hvarfs hinnar 33 ára Söruh Everard í Lundúnum er sakaður um morð. Hann var upprunalega handtekinn vegna gruns um mannrán. 10. mars 2021 18:27 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Couzens, sem er á fimmtugsaldri, mun mæta fyrir dóm á morgun þar sem hann verður formlega ákærður fyrir morðið. Hann var handtekinn þann 9. mars síðastliðinn. Líkamsleifar Everard fundust í skóglendi nærri Ashford í Kent á miðvikudag, en þá var meira en vika liðin síðan hún sást síðast á göngu. Hún var á leið heim frá vini þegar síðast sást til hennar en óvíst er hvort hún hafi komist alla leið heim til sín. Þann 5. mars lýsti lögregla eftir Everard og daginn eftir gaf fjölskylda hennar út yfirlýsingu og sagði það ekki henni líkt að láta sig hverfa. Þann 7. mars komu svo í ljós myndbandsupptökur þar sem Everard sást á göngu um klukkan 21:30. Auk Couzens var kona handtekin sem talin er vera viðriðin málið. Henni hefur hins vegar verið sleppt gegn tryggingu.
Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Fundu lík í leitinni að Söruh Everard Breskir lögregluþjónar hafa fundið lík í leitinni að Söruh Everard. Líkið fannst í skógi í Ashford, suðaustur af Lundúnum. Lögregluþjónn er grunaður um að hafa rænt henni og myrt hana en hún hvarf þann 3. mars þegar hún var á leið heim eftir heimsókn til vinafólks. 10. mars 2021 20:58 Lögregluþjónninn í Lundúnum nú grunaður um morð Breskur lögregluþjónn sem handtekinn var í gærkvöldi vegna hvarfs hinnar 33 ára Söruh Everard í Lundúnum er sakaður um morð. Hann var upprunalega handtekinn vegna gruns um mannrán. 10. mars 2021 18:27 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41
Fundu lík í leitinni að Söruh Everard Breskir lögregluþjónar hafa fundið lík í leitinni að Söruh Everard. Líkið fannst í skógi í Ashford, suðaustur af Lundúnum. Lögregluþjónn er grunaður um að hafa rænt henni og myrt hana en hún hvarf þann 3. mars þegar hún var á leið heim eftir heimsókn til vinafólks. 10. mars 2021 20:58
Lögregluþjónninn í Lundúnum nú grunaður um morð Breskur lögregluþjónn sem handtekinn var í gærkvöldi vegna hvarfs hinnar 33 ára Söruh Everard í Lundúnum er sakaður um morð. Hann var upprunalega handtekinn vegna gruns um mannrán. 10. mars 2021 18:27
Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41