Um nýjan veg í Mýrdal og frumhlaup fjarvitrings Einar Freyr Elínarson skrifar 12. mars 2021 11:01 Róbert Marshall fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem nú sækist eftir því að verða oddviti Vinstri grænna á Suðurlandi fer mikinn í grein sem hann ritar á visir.is undir yfirskriftinni Umhverfisslys í uppsiglingu. Eins og fjarvitringar gjarnan gera þá veður hann fram úr fjarska án þess að þekkja eða hafa fyrir því að kynna sér staðreyndir mála. Hann vísar þar í skýrslu sem unnin var fyrir andstæðinga nýs vegar um Mýrdalinn og gefur því undir fótinn að fuglum og sniglum standi mikil ógn af framkvæmdinni. Það er auðvitað ótímabært að fullyrða um slíkt enda er yfirstandandi umhverfismat framkvæmda. Það er hins vegar orðin býsna þreytulegur málflutningur að hlusta á þegar fullyrt er að umferð manna þýði útrýmingu annara dýra. Ég er viss um að Róbert hefur farið í Dyrhólaey og virt þar fyrir sér fuglalífið sem enn þrífst þrátt fyrir mikla umferðaraukningu síðustu ár. Einnig mætti vísa til Héðinsfjarðar þar sem fjöldi fugla óx og fleiri tegundir komu upp ungum í kjölfar gangnaframkvæmda og vegagerðar, enda fælir umferðin frekar frá varginn. Mér finnst rétt í ljósi greinarinnar að tilgreina hér nokkrar meginástæður þess að ég tel nýjan láglendisveg með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall vera framtíðarlausn á erfiðum kafla hringvegarins: Þjóðvegur 1 klýfur ekki lengur byggðina í Vík Þegar fjöldi bíla sem keyra í gegnum Víkina eru orðnir á bilinu 4 – 5 þúsund á sólarhring þá er ekki að furða að margir foreldrar í efri byggð bæjarins kjósi að keyra börn sín í og úr skóla. Það er óásættanlegt að gangandi vegfarendur séu oft á tíðum í lífshættu þegar þeir þurfa að þvera þjóðveginn. Núverandi vegstæði býður ekki upp á neinar varanlegar lausnir við þessu vandamáli. Fyrir ekki svo löngu síðan gáfu hemlar í flutningabíl sig með þeim afleiðingum að hann þaut stjórnlaust niður brekkuna inn í bæinn og endaði á hliðinni við vegamót Víkurbrautar. Mikil mildi er að ekki voru fyrir aðrir bílar eða gangandi vegfarendur. Sneitt er framhjá veðravíti og bröttum brekkum Núverandi vegstæði fer um Skarphól sem er varasöm brekka með 10% halla og um Gatnabrún sem er með 12% halla og er á lista Vegagerðarinnar yfir hættulegustu beygjur á hringveginum og vel þekktur farartálmi. Þegar komið er upp Gatnabrúnina tekur við vegurinn norðan Reynisfjalls og á milli þess og Höttu þar sem oft myndast miklir sviptivindar og algengt er að veginum þar sé lokað að vetri til vegna óveðurs. Ný veglína fer suðurfyrir þessa staði og í stað mun vegurinn liggja allur á láglendi með göngum í gegnum Reynisfjall. Þetta stóreykur öryggi vegfarenda sem þurfa daglega að aka þessa leið, þ.m.t. skólabíll. Samsetning umferðar Hér á suðurströndinni höfum við horft upp á gríðarlega fjölgun erlendra ferðamanna og samfélagið hefur verið duglegt að byggja upp í kringum ferðaþjónustuna. Það gefur augaleið að flestir þeir ferðamenn sem leggja leið sína hingað eru ekki vanir þeim akstursskilyrðum sem íslensk veðrátta getur boðið upp á. Hér í Mýrdal hafa hótel og gistiheimili verið fullbókuð um vetrarmánuði þegar verstu veðrin ganga yfir. Við höfum margoft þurft að loka veginum um Reynisfjall á meðan aðrir kaflar þjóðvegarins hafa haldist opnir. Umhverfismál Nýr láglendisvegur um Mýrdal styttir hringveginn um 3,5 km. Sú tala er hins vegar langt frá því að lýsa raunverulegri styttingu í akstri fyrir stóran hluta þeirra sem aka um Mýrdalinn. Stór hluti þeirra sem sækja okkur heim fara niður að Dyrhólaey og í Reynisfjöru. Fyrir þann sem fer á báða staði myndi ný leið spara um 12,5 km til viðbótar í akstri. Við sem huga viljum að umhverfismálum hljótum að líta til alls þess sem sparast þannig í mengandi útblæstri. Nýja leiðin er um leið hliðholl umhverfinu á þann hátt að hún fer ekki nema að litlu leyti um óraskað land heldur er hún áætluð meðfram Dyrhólaós en eins og allir vita sem farið hafa um svæðið þá er landið norðan við væntanlegan veg framræst mýrlendi. Þá mun vegurinn liggja ofan við Víkurfjöru og það verður gaman að sjá hvaða útfærslur verða lagðar til þar en allir vita jú líka að Víkurfjaran er fjarri því að vera ósnortin. Þar hafa verið reistir stórir sandfangarar út í sjó til að sporna við landrofi og ófá handtök mannsins sem hafa verið unnin við landgræðslu til að sporna við sandblæstri. Ég óska Vinstri grænum á Suðurlandi góðs gengis við val á lista fyrir Alþingiskosningar í haust. Það verður vandasamt að finna eftirmann fyrir Ara Trausta Guðmundsson sem sinnt hefur starfinu af hófsemd og virðingu. Það kom vel í ljós í samtali við hann um þessa tilteknu vegaframkvæmd en hann var, eins og flestir ættu að geta verið, sammála því að rannsaka þyrfti raunveruleg áhrif framkvæmdarinnar og mögulegar mótvægisaðgerðir í umhverfismati. Sú vinna er nú í gangi hjá Vegagerðinni sem er mikið fagnaðarefni. Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Umhverfisslys í uppsiglingu Fyrir 100 árum var ég staddur á kaffistofu í Vík Mýrdal. Nokkrir karlar að spjalla um pólitík. Heimamenn og ég. Þetta var sennilega 2006 ef ég á að vera nákvæmur. 10. mars 2021 16:01 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Róbert Marshall fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem nú sækist eftir því að verða oddviti Vinstri grænna á Suðurlandi fer mikinn í grein sem hann ritar á visir.is undir yfirskriftinni Umhverfisslys í uppsiglingu. Eins og fjarvitringar gjarnan gera þá veður hann fram úr fjarska án þess að þekkja eða hafa fyrir því að kynna sér staðreyndir mála. Hann vísar þar í skýrslu sem unnin var fyrir andstæðinga nýs vegar um Mýrdalinn og gefur því undir fótinn að fuglum og sniglum standi mikil ógn af framkvæmdinni. Það er auðvitað ótímabært að fullyrða um slíkt enda er yfirstandandi umhverfismat framkvæmda. Það er hins vegar orðin býsna þreytulegur málflutningur að hlusta á þegar fullyrt er að umferð manna þýði útrýmingu annara dýra. Ég er viss um að Róbert hefur farið í Dyrhólaey og virt þar fyrir sér fuglalífið sem enn þrífst þrátt fyrir mikla umferðaraukningu síðustu ár. Einnig mætti vísa til Héðinsfjarðar þar sem fjöldi fugla óx og fleiri tegundir komu upp ungum í kjölfar gangnaframkvæmda og vegagerðar, enda fælir umferðin frekar frá varginn. Mér finnst rétt í ljósi greinarinnar að tilgreina hér nokkrar meginástæður þess að ég tel nýjan láglendisveg með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall vera framtíðarlausn á erfiðum kafla hringvegarins: Þjóðvegur 1 klýfur ekki lengur byggðina í Vík Þegar fjöldi bíla sem keyra í gegnum Víkina eru orðnir á bilinu 4 – 5 þúsund á sólarhring þá er ekki að furða að margir foreldrar í efri byggð bæjarins kjósi að keyra börn sín í og úr skóla. Það er óásættanlegt að gangandi vegfarendur séu oft á tíðum í lífshættu þegar þeir þurfa að þvera þjóðveginn. Núverandi vegstæði býður ekki upp á neinar varanlegar lausnir við þessu vandamáli. Fyrir ekki svo löngu síðan gáfu hemlar í flutningabíl sig með þeim afleiðingum að hann þaut stjórnlaust niður brekkuna inn í bæinn og endaði á hliðinni við vegamót Víkurbrautar. Mikil mildi er að ekki voru fyrir aðrir bílar eða gangandi vegfarendur. Sneitt er framhjá veðravíti og bröttum brekkum Núverandi vegstæði fer um Skarphól sem er varasöm brekka með 10% halla og um Gatnabrún sem er með 12% halla og er á lista Vegagerðarinnar yfir hættulegustu beygjur á hringveginum og vel þekktur farartálmi. Þegar komið er upp Gatnabrúnina tekur við vegurinn norðan Reynisfjalls og á milli þess og Höttu þar sem oft myndast miklir sviptivindar og algengt er að veginum þar sé lokað að vetri til vegna óveðurs. Ný veglína fer suðurfyrir þessa staði og í stað mun vegurinn liggja allur á láglendi með göngum í gegnum Reynisfjall. Þetta stóreykur öryggi vegfarenda sem þurfa daglega að aka þessa leið, þ.m.t. skólabíll. Samsetning umferðar Hér á suðurströndinni höfum við horft upp á gríðarlega fjölgun erlendra ferðamanna og samfélagið hefur verið duglegt að byggja upp í kringum ferðaþjónustuna. Það gefur augaleið að flestir þeir ferðamenn sem leggja leið sína hingað eru ekki vanir þeim akstursskilyrðum sem íslensk veðrátta getur boðið upp á. Hér í Mýrdal hafa hótel og gistiheimili verið fullbókuð um vetrarmánuði þegar verstu veðrin ganga yfir. Við höfum margoft þurft að loka veginum um Reynisfjall á meðan aðrir kaflar þjóðvegarins hafa haldist opnir. Umhverfismál Nýr láglendisvegur um Mýrdal styttir hringveginn um 3,5 km. Sú tala er hins vegar langt frá því að lýsa raunverulegri styttingu í akstri fyrir stóran hluta þeirra sem aka um Mýrdalinn. Stór hluti þeirra sem sækja okkur heim fara niður að Dyrhólaey og í Reynisfjöru. Fyrir þann sem fer á báða staði myndi ný leið spara um 12,5 km til viðbótar í akstri. Við sem huga viljum að umhverfismálum hljótum að líta til alls þess sem sparast þannig í mengandi útblæstri. Nýja leiðin er um leið hliðholl umhverfinu á þann hátt að hún fer ekki nema að litlu leyti um óraskað land heldur er hún áætluð meðfram Dyrhólaós en eins og allir vita sem farið hafa um svæðið þá er landið norðan við væntanlegan veg framræst mýrlendi. Þá mun vegurinn liggja ofan við Víkurfjöru og það verður gaman að sjá hvaða útfærslur verða lagðar til þar en allir vita jú líka að Víkurfjaran er fjarri því að vera ósnortin. Þar hafa verið reistir stórir sandfangarar út í sjó til að sporna við landrofi og ófá handtök mannsins sem hafa verið unnin við landgræðslu til að sporna við sandblæstri. Ég óska Vinstri grænum á Suðurlandi góðs gengis við val á lista fyrir Alþingiskosningar í haust. Það verður vandasamt að finna eftirmann fyrir Ara Trausta Guðmundsson sem sinnt hefur starfinu af hófsemd og virðingu. Það kom vel í ljós í samtali við hann um þessa tilteknu vegaframkvæmd en hann var, eins og flestir ættu að geta verið, sammála því að rannsaka þyrfti raunveruleg áhrif framkvæmdarinnar og mögulegar mótvægisaðgerðir í umhverfismati. Sú vinna er nú í gangi hjá Vegagerðinni sem er mikið fagnaðarefni. Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Umhverfisslys í uppsiglingu Fyrir 100 árum var ég staddur á kaffistofu í Vík Mýrdal. Nokkrir karlar að spjalla um pólitík. Heimamenn og ég. Þetta var sennilega 2006 ef ég á að vera nákvæmur. 10. mars 2021 16:01
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun