Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2021 08:41 Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Lögreglan í London Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar. Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Guardian segir frá því að auk lögreglumannsins hafi kona einnig verið handtekin vegna gruns um að hafa aðstoðað grunaðan brotamann. Konan var handtekin á sama stað og lögreglumaðurinn, en sýsluna Kent er að finna austur af London. Sarah Everard hefur á síðustu árum starfað sem markaðsstjóri hjá fyrirtæki í London. Talsmaður lögreglu segir að fjölskylda Everard fylgist grannt með rannsókn mála. Lýst var eftir Söruh Everard þann 6. mars á laugardaginn.AP/Kirsty O'Connor Óhugnanlegt og mikið áfall Aðstoðarlögregluþjónninn Nick Ephgrave segir að handtaka gærkvöldsins hafi mikla þýðingu við rannsókn málsins, en að sú staðreynd að hinn handtekni sé starfandi lögreglumaður við Lundúnalögregluna sé bæði óhugnanleg og mikið áfall. Hann geri sér grein fyrir því að þetta valdi almenningi áhyggjum, en mikilvægt sé að rannsóknarteymið fái svigrúm til að sinna vinnunni áfram. Getty Lögregla segir að allt kapp sé lagt á að finna Söruh Everard og hafa allir þeir sem kunna að hafa upplýsingar um hvarf hennar verið hvattir til að hafa samband við lögreglu. Síðast þegar sást til hennar var hún í grænum regnjakka og bláum buxum með hvítu tíglamynstri. Þá var hún í grænbláum og appelsínugulum strigaskóm. Einnig er talið að hún hafi verið með græn heyrnartól og hvíta húfu. Lögregla lýsti fyrst eftir Everard þann 6. mars, þar sem sagði að það væri mjög ólíkt henni að hafa ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sína og vini í svo langan tíma. Leit hefur meðal staðið yfir í Agnes Riley Gardens.AP/Kirsty O'Connor Um fimmtíu mínútna leið Guardian segir að Everard hafi ætlað sér að halda fótgangandi heim til sín í Brixton frá vini sínum í Clapham. Tekur um fimmtíu mínútur að ganga umrædda leið. Lögregla hefur farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og hafa ferðir hennar þannig verið raktar til Poynders Road. Síðasta merki úr síma hennar fannst nærri litlum almenningsgarði þar sem lögregla notaðist meðal annars við hunda við leit. Sömuleiðis hafa kafarar leitað í garðinum Agnes Riley Gardens. Everard flutti til London þegar hún var tólf ára gömul, en systir hennar og bróðir búa einnig í borginni. Foreldrar hennar búa nú í York, en eru nú í London vegna leitarinnar.
Bretland England Morðið á Söruh Everard Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira