Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 08:42 Harry Bretaprins og Meghan Markle í viðtalinu við Opruh Winfrey. AP/Joe Pugliese/Harpo Productions Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira