Mögulega von á áhlaupum næstu vikur Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. mars 2021 12:29 Í dag hefur mesta jarðskjálftavirknin verið við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Mikil skjálftavirkni var norðan við Grindavík í nótt en engar vísbendingar eru um að kvika sé að safnast undir því svæði. Óróapúls mældist í um tuttugu mínútur við Fagradalsfjall skömmu eftir miðnætti. Í kjölfarið jókst virknin á Reykjanesi og var stærsti skjálfti næturinnar 5,0 að stærð klukkan tvö í nótt um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Sex skjálftar hafa nú mælst um og yfir 3,0 að stærð frá klukkan 6:00 í morgun, sá síðasti við Fagradalsfjall klukkan 11:49. Einar segir virknina við Grindavík koma til vegna kvikugangsins undir Fagradalsfjalli sem sé að troða sér undir jarðskorpuna. „Það veldur þrýstingi, hefur áhrif á svæðið utan við sig og veldur spennubreytingum við Grindavík sem leiðir til skjálftanna þar en það eru engar vísbendingar sem við sjáum í gögnum um að það sé kvika að safnast saman annars staðar en við Fagradalsfjall.“ Enn sé ekki hægt að útiloka að það gjósi og greinilegt að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé enn í myndun. Megi gera ráð fyrir fleiri hrinum Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna það sé samdóma álit vísindamanna að um sé að ræða tímabil þar sem kvika flæðir inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli. „Við það myndast spenna í norður-suður sprungum austan og vestan við umbrotasvæðið. Þegar næg spenna hefur myndast, þá hrökkva sprungurnar og við það koma skjálftahrinur. Eftir þær kemur slökun og tímabil minni skjálfta þar til spennan verður aftur of há og svipuð hrina kemur.“ Þá segir að gera megi ráð fyrir því að ef gangurinn haldi áfram að myndast næstu daga og vikur megi eiga von á slíkum áhlaupum og jarðskjálftahviðum nokkrum sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjölfarið Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum. 7. mars 2021 07:16 Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6. mars 2021 16:03 Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Mikil skjálftavirkni var norðan við Grindavík í nótt en engar vísbendingar eru um að kvika sé að safnast undir því svæði. Óróapúls mældist í um tuttugu mínútur við Fagradalsfjall skömmu eftir miðnætti. Í kjölfarið jókst virknin á Reykjanesi og var stærsti skjálfti næturinnar 5,0 að stærð klukkan tvö í nótt um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Sex skjálftar hafa nú mælst um og yfir 3,0 að stærð frá klukkan 6:00 í morgun, sá síðasti við Fagradalsfjall klukkan 11:49. Einar segir virknina við Grindavík koma til vegna kvikugangsins undir Fagradalsfjalli sem sé að troða sér undir jarðskorpuna. „Það veldur þrýstingi, hefur áhrif á svæðið utan við sig og veldur spennubreytingum við Grindavík sem leiðir til skjálftanna þar en það eru engar vísbendingar sem við sjáum í gögnum um að það sé kvika að safnast saman annars staðar en við Fagradalsfjall.“ Enn sé ekki hægt að útiloka að það gjósi og greinilegt að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé enn í myndun. Megi gera ráð fyrir fleiri hrinum Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna það sé samdóma álit vísindamanna að um sé að ræða tímabil þar sem kvika flæðir inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli. „Við það myndast spenna í norður-suður sprungum austan og vestan við umbrotasvæðið. Þegar næg spenna hefur myndast, þá hrökkva sprungurnar og við það koma skjálftahrinur. Eftir þær kemur slökun og tímabil minni skjálfta þar til spennan verður aftur of há og svipuð hrina kemur.“ Þá segir að gera megi ráð fyrir því að ef gangurinn haldi áfram að myndast næstu daga og vikur megi eiga von á slíkum áhlaupum og jarðskjálftahviðum nokkrum sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjölfarið Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum. 7. mars 2021 07:16 Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6. mars 2021 16:03 Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjölfarið Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum. 7. mars 2021 07:16
Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6. mars 2021 16:03
Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59