Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2021 12:12 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála um að ráðherrann hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra árið 2019 stendur því óhögguð. Íslenska ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, sem kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála, að upphæð 4,5 milljónir króna. Áslaug Árnadóttir, lögmaður Hafdísar Helgu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Hún var enn að lesa dóminn, sem er 41 blaðsíða á lengd, og vildi ekki tjá sig um efni hans að svo stöddu. Það var í júní í fyrra sem kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál sem ráðuneytisstjóra. Páll var skipaður í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hefði metið það sem svo að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd mat fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, var ekki í þeim hópi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Jafnréttismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála um að ráðherrann hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra árið 2019 stendur því óhögguð. Íslenska ríkið var jafnframt dæmt til þess að greiða málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, sem kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála, að upphæð 4,5 milljónir króna. Áslaug Árnadóttir, lögmaður Hafdísar Helgu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Hún var enn að lesa dóminn, sem er 41 blaðsíða á lengd, og vildi ekki tjá sig um efni hans að svo stöddu. Það var í júní í fyrra sem kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál sem ráðuneytisstjóra. Páll var skipaður í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hefði metið það sem svo að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd mat fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, var ekki í þeim hópi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Jafnréttismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21