„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2021 11:36 Útlit er fyrir að kvikan hafi engan sérstakan áhuga á að koma upp á yfirborðið, segir Magnús Tumi. Vísir/Vilhelm Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Jarðskjálftavirknin er áfram að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í áttina að Grindavík í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð. Þá varð öflugur skjálfti í Grindavík í gær sem í fyrstu var mældur 3,5 að stærð. Hann hefur hins vegar verið endurreiknaður og var 4,2 að stærð. „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið. En eins og staðan er núna þá eru engin merki um að gos sé að brjótast upp til yfirborðs. Það getur samt gerst að staðan breytist og að kvikan fari af stað, en við sjáum engin merki um það núna,” segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það er allavega ekki að byrja að gjósa núna en hvað gerist seinna í dag eða á morgun vitum við náttúrlega ekki.” Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála.„Það virðist vera að þessi kvika hafi ekkert voða mikinn áhuga á að koma upp á yfirborðið núna, en við sjáum bara hvað setur,” segir Magnús Tumi. Atburðurinn enn í gangi Vísindaráð almannavarna fundar klukkan tólf til að fara yfir stöðuna, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í gær mældust um þrjú þúsund skjálftar, og frá miðnætti hafa mælst um þúsund skjálftar. Það er enginn órói á svæðinu en skjálftavirkni er enn mikil á sömu svæðum og undanfarna daga,” segir Einar og bætir við að gosórói hafi minnkað. „Atburðurinn er enn þá í gangi og enn mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Henni er ekki lokið eins og er. En við teljum að á meðan það sést ekki til óróa að það séu minni líkur á að kvikan leiti til yfirborðs.” Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Jarðskjálftavirknin er áfram að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í áttina að Grindavík í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð. Þá varð öflugur skjálfti í Grindavík í gær sem í fyrstu var mældur 3,5 að stærð. Hann hefur hins vegar verið endurreiknaður og var 4,2 að stærð. „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið. En eins og staðan er núna þá eru engin merki um að gos sé að brjótast upp til yfirborðs. Það getur samt gerst að staðan breytist og að kvikan fari af stað, en við sjáum engin merki um það núna,” segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það er allavega ekki að byrja að gjósa núna en hvað gerist seinna í dag eða á morgun vitum við náttúrlega ekki.” Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála.„Það virðist vera að þessi kvika hafi ekkert voða mikinn áhuga á að koma upp á yfirborðið núna, en við sjáum bara hvað setur,” segir Magnús Tumi. Atburðurinn enn í gangi Vísindaráð almannavarna fundar klukkan tólf til að fara yfir stöðuna, að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Í gær mældust um þrjú þúsund skjálftar, og frá miðnætti hafa mælst um þúsund skjálftar. Það er enginn órói á svæðinu en skjálftavirkni er enn mikil á sömu svæðum og undanfarna daga,” segir Einar og bætir við að gosórói hafi minnkað. „Atburðurinn er enn þá í gangi og enn mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Henni er ekki lokið eins og er. En við teljum að á meðan það sést ekki til óróa að það séu minni líkur á að kvikan leiti til yfirborðs.”
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira