Aukum verðmæti ullarinnar, ull er auðlind! Hulda Birna Baldursdóttir skrifar 4. mars 2021 16:00 Síðustu vikur hef ég átt samtal við sextán ára son minn, þar sem hann spurði mig um ull og um væntanlegt Ullarþon sem mamma hans er að aðstoða með. Ég varð að viðurkenna það að ég vissi ekkert svakalega mikið um ullina, en ég vissi um hvernig hann myndi skrá sig, hvenær skil voru og hvenær úrslit yrðu kynt. Forvitni unglingsins hvatti mig til þess að fræðast meira um ullina. Síðustu vikur, hef ég lært alveg helling. Jú ég vissi það að, ullin hefur verið til staðar svo elstu menn muna. Þegar tækifæri gafst, fór ég að segja honum frá ullinni, áttaði ég mig á hversu vanmetin auðlind ullin er. Ég minnist hannyrðatíma grunnskólagöngu minnar á Akranesi meira sem nokkrum ferðum á slysó, eftir eitthvað klúður hjá mér í tímum frú Borghildar. Ég náði þó í grunnskóla að prjóna eina lopapeysu sem endaði ekki betur en svo að í fyrsta þvotti varð svarta stóra lopapeysan að hörðum frístandandi skúlptúr eftir suðuþvott. Íslenska auðlindin sem býður upp á frábæra möguleika. Eiginleiki ullar Samkvæmt alnetinu eru eðliseiginleikar ullarinnar, gera hana togþolna og þjála. Þurr hiti feyskir ull. Hún harðnar við 100°C og við 130°C gulnar hún og molnar, kosturinn við hana er að hún brennur ekki. Áhrif raka og hita á ull eru sérstök. Raki og hiti gera ull þjála, sé þrýstingi beitt má móta hana. Hún geymist lengi óskemmd ef hitastig er eðlilegt og rakastig minna en 65%. Jóhanna Erla á Textílmiðstöðinni, sem er manna fróðust um ullina, sagði mér að ullin getur dregið upp allt að 45% þyngdar sinnar af raka án þess að maður finni að hún sé blaut. Aftur á móti getur maður merkt að hún sé köld. Vegna þessa mikla raka opnast ullarhárið sem verður til þess að ullin missir styrkleika sinn. Sem sagt ullin veikist í vatni og því má aldrei vinda ullarflíkur bara kreista. Magnað! Verði ull fyrir núningi þegar hún er blaut þófnar hún, því heitari sem hún er þeim mun meira þófnar hún. Ullin hleypur ekki en getur þæfst í vélþvotti og við hátt ph gildi. Hún er einnig frekar viðkvæm fyrir sól og brotnar fljótt niður í sólarljósi. Ullin þolir ekki þurrkara. Ull er gull? Þegar grannt er skoðað og tölur um þessa verðmætu auðlind okkar er staðreyndin sú að ullin er mikið flutt út en ekki nýtt. Við verðum að vikja þann góða sköpunarkraft, búa til eitthvað nýtt, nýta ullina í fleiri nýskapandi lausnir þvert á alla geira. Svo spurningin er getum við aukið verðmæti ullarinnar? Ég var svo heppin að fá þetta verkefni upp í hendurnar að efla nýsköpun ullarinnar, þá helst verðminnstu flokkana. Jú búa til nýsköpunarkeppni, Ullarþon! Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Eins og hér að ofan er þetta keppni í nýsköpun eða hugmyndum í fjórum flokkum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum; 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð, 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu „Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar. Ég hlakka til að sjá verðmæti ullarinnar rjúka upp! Því jú ull er gull! Höfundur er verkefnastjóri Ullarþons 2021 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Nýsköpun Prjónaskapur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hef ég átt samtal við sextán ára son minn, þar sem hann spurði mig um ull og um væntanlegt Ullarþon sem mamma hans er að aðstoða með. Ég varð að viðurkenna það að ég vissi ekkert svakalega mikið um ullina, en ég vissi um hvernig hann myndi skrá sig, hvenær skil voru og hvenær úrslit yrðu kynt. Forvitni unglingsins hvatti mig til þess að fræðast meira um ullina. Síðustu vikur, hef ég lært alveg helling. Jú ég vissi það að, ullin hefur verið til staðar svo elstu menn muna. Þegar tækifæri gafst, fór ég að segja honum frá ullinni, áttaði ég mig á hversu vanmetin auðlind ullin er. Ég minnist hannyrðatíma grunnskólagöngu minnar á Akranesi meira sem nokkrum ferðum á slysó, eftir eitthvað klúður hjá mér í tímum frú Borghildar. Ég náði þó í grunnskóla að prjóna eina lopapeysu sem endaði ekki betur en svo að í fyrsta þvotti varð svarta stóra lopapeysan að hörðum frístandandi skúlptúr eftir suðuþvott. Íslenska auðlindin sem býður upp á frábæra möguleika. Eiginleiki ullar Samkvæmt alnetinu eru eðliseiginleikar ullarinnar, gera hana togþolna og þjála. Þurr hiti feyskir ull. Hún harðnar við 100°C og við 130°C gulnar hún og molnar, kosturinn við hana er að hún brennur ekki. Áhrif raka og hita á ull eru sérstök. Raki og hiti gera ull þjála, sé þrýstingi beitt má móta hana. Hún geymist lengi óskemmd ef hitastig er eðlilegt og rakastig minna en 65%. Jóhanna Erla á Textílmiðstöðinni, sem er manna fróðust um ullina, sagði mér að ullin getur dregið upp allt að 45% þyngdar sinnar af raka án þess að maður finni að hún sé blaut. Aftur á móti getur maður merkt að hún sé köld. Vegna þessa mikla raka opnast ullarhárið sem verður til þess að ullin missir styrkleika sinn. Sem sagt ullin veikist í vatni og því má aldrei vinda ullarflíkur bara kreista. Magnað! Verði ull fyrir núningi þegar hún er blaut þófnar hún, því heitari sem hún er þeim mun meira þófnar hún. Ullin hleypur ekki en getur þæfst í vélþvotti og við hátt ph gildi. Hún er einnig frekar viðkvæm fyrir sól og brotnar fljótt niður í sólarljósi. Ullin þolir ekki þurrkara. Ull er gull? Þegar grannt er skoðað og tölur um þessa verðmætu auðlind okkar er staðreyndin sú að ullin er mikið flutt út en ekki nýtt. Við verðum að vikja þann góða sköpunarkraft, búa til eitthvað nýtt, nýta ullina í fleiri nýskapandi lausnir þvert á alla geira. Svo spurningin er getum við aukið verðmæti ullarinnar? Ég var svo heppin að fá þetta verkefni upp í hendurnar að efla nýsköpun ullarinnar, þá helst verðminnstu flokkana. Jú búa til nýsköpunarkeppni, Ullarþon! Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Eins og hér að ofan er þetta keppni í nýsköpun eða hugmyndum í fjórum flokkum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum; 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð, 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu „Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar. Ég hlakka til að sjá verðmæti ullarinnar rjúka upp! Því jú ull er gull! Höfundur er verkefnastjóri Ullarþons 2021
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun