Hefur áhyggjur af Bitcoin-kaupum Íslendinga og líkir rafmyntinni við píramídasvindl Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2021 17:21 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna. „Bitcoin sem gjaldmiðill lýtur engum landamærum og felur í sér raun og veru mikla sóun þar sem það er mikil orka sem fer í námugröft á þessari mynt,“ sagði Ásgeir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en staðfesting færslna með Bitcoin krefst flókinna og orkufrekra tölvuútreikninga. „Maður óttast alltaf þegar fólk fer að leita að svona skjótfengnum gróða og taka þátt í einhverju sem í raun virðist vera hálfgert píramídascheme.“ Til greina komi að gefa út eigin rafmynt Ásgeir fullyrðir að lítið sé vitað um rafmyntina, hvaðan hún komi eða hverjir standi að baki henni. „Þegar maður heyrir að fólk sé farið að kaupa þessa mynt til að reyna að hagnast á því þá fer maður að hafa áhyggjur. […] Ég vara við allri spákaupmennsku og við erum að tala um mjög furðulega eign. Það er eitt að kaupa hlutabréf í fyrirtæki eða skuldabréf gefið út af einhverjum aðila sem er með raunverulegan rekstur og tekjuflæði. Hér er bara gjaldmiðill sem er verið að veðja á að hækki og þetta lítur út fyrir mér svolítið eins og píramídascheme,“ segir Ásgeir og bætir við að Bitcoin hafi fram að þessu aðallega verið notað í svartri og ólöglegri starfsemi. Þannig að Seðlabankinn er ekki að fara að fjárfesta í rafmynt? „Ekki í Bitcoin en það gæti alveg komið til greina að við myndum gefa út sérstaka rafmynt sem væri gefin út fyrir Ísland eða álíka. Þetta hefur verið rætt í þessum seðlabankaheimi og þetta felur í sér ýmsa kosti út frá greiðsluþjónustu og uppgjöri en þetta eru bara vangaveltur enn sem komið er. Ef við lítum á Bitcoin sem gjaldmiðill þá er hann ekkert sérstaklega heppilegur þar sem virðið er svo sveiflukennt.“ Líkir þróuninni við Túlípanaæðið í Hollandi Þar tekur Ásgeir undir með Gylfa Magnússyni, prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem segir að notagildi Bitcoin sé takmarkað. Þetta kemur fram í grein hans í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem Kjarninn greinir frá en þar segir Gylfi að óstöðugt gengi og vangeta bálkakeðjutækninnar við að ráða við mikið magn viðskipta spili lykilhlutverk í að rafmyntir hafi ekki orðið að almennilegum greiðslumiðli. Þá líkir hann verðþróun Bitcoin á síðustu vikum við Túlípanaæðið í Hollandi þar sem verð kaupsamninga á Túlipönum rauk upp úr öllu valdi vegna spákaupmennsku og hrundi svo á fyrri hluta 17. aldar. Spáir Gylfi því að margir eigi eftir að tapa miklum fjárhæðum vegna viðskiptanna. „Þeir sem koma með peninga inn á lokametrunum í bólunni koma verst út. Meðalfjárfestirinn mun tapa verulegum hluta sinnar fjárfestingar vegna þess að verðmætasköpunin í heild er ekki núll heldur neikvæð vegna kostnaðarins við námavinnsluna.“ Rafmyntir Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
„Bitcoin sem gjaldmiðill lýtur engum landamærum og felur í sér raun og veru mikla sóun þar sem það er mikil orka sem fer í námugröft á þessari mynt,“ sagði Ásgeir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en staðfesting færslna með Bitcoin krefst flókinna og orkufrekra tölvuútreikninga. „Maður óttast alltaf þegar fólk fer að leita að svona skjótfengnum gróða og taka þátt í einhverju sem í raun virðist vera hálfgert píramídascheme.“ Til greina komi að gefa út eigin rafmynt Ásgeir fullyrðir að lítið sé vitað um rafmyntina, hvaðan hún komi eða hverjir standi að baki henni. „Þegar maður heyrir að fólk sé farið að kaupa þessa mynt til að reyna að hagnast á því þá fer maður að hafa áhyggjur. […] Ég vara við allri spákaupmennsku og við erum að tala um mjög furðulega eign. Það er eitt að kaupa hlutabréf í fyrirtæki eða skuldabréf gefið út af einhverjum aðila sem er með raunverulegan rekstur og tekjuflæði. Hér er bara gjaldmiðill sem er verið að veðja á að hækki og þetta lítur út fyrir mér svolítið eins og píramídascheme,“ segir Ásgeir og bætir við að Bitcoin hafi fram að þessu aðallega verið notað í svartri og ólöglegri starfsemi. Þannig að Seðlabankinn er ekki að fara að fjárfesta í rafmynt? „Ekki í Bitcoin en það gæti alveg komið til greina að við myndum gefa út sérstaka rafmynt sem væri gefin út fyrir Ísland eða álíka. Þetta hefur verið rætt í þessum seðlabankaheimi og þetta felur í sér ýmsa kosti út frá greiðsluþjónustu og uppgjöri en þetta eru bara vangaveltur enn sem komið er. Ef við lítum á Bitcoin sem gjaldmiðill þá er hann ekkert sérstaklega heppilegur þar sem virðið er svo sveiflukennt.“ Líkir þróuninni við Túlípanaæðið í Hollandi Þar tekur Ásgeir undir með Gylfa Magnússyni, prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem segir að notagildi Bitcoin sé takmarkað. Þetta kemur fram í grein hans í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem Kjarninn greinir frá en þar segir Gylfi að óstöðugt gengi og vangeta bálkakeðjutækninnar við að ráða við mikið magn viðskipta spili lykilhlutverk í að rafmyntir hafi ekki orðið að almennilegum greiðslumiðli. Þá líkir hann verðþróun Bitcoin á síðustu vikum við Túlípanaæðið í Hollandi þar sem verð kaupsamninga á Túlipönum rauk upp úr öllu valdi vegna spákaupmennsku og hrundi svo á fyrri hluta 17. aldar. Spáir Gylfi því að margir eigi eftir að tapa miklum fjárhæðum vegna viðskiptanna. „Þeir sem koma með peninga inn á lokametrunum í bólunni koma verst út. Meðalfjárfestirinn mun tapa verulegum hluta sinnar fjárfestingar vegna þess að verðmætasköpunin í heild er ekki núll heldur neikvæð vegna kostnaðarins við námavinnsluna.“
Rafmyntir Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira