Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. mars 2021 14:29 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. Twitter-notendur, sem margir eru uggandi vegna jarðskjálftanna, hafa síðustu daga velt því upp hvort þörf sé á því að pakka í „neyðartöskur“ og vera þannig viðbúnir því að flýja heimili sín. Notendunum er vissulega mismikil alvara með vangaveltum sínum en nokkur dæmi um slíkt má sjá hér fyrir neðan. Er galin hugmynd að pakka í tösku semi survival kit? Bara auka föt, hleðslubanki, smá snarl og eitthvað in case að man þyrfti að flýja með bumbuna og 3 ára krakka út í bíl?— H(alld)óra. (@halldorabirta) February 27, 2021 119 skjálftar yfir 3 síðust 48 tíma. Er mögulega síðasti aðilinn til að pakka í neyðartösku en ég fer að klára það verk.— Skúli Arnlaugsson (@Arnlaugsson) February 28, 2021 Ertu bui/ð/n/nn að pakka í neyðartösku?— Mattý ✨🪐 (@nei_takk) February 28, 2021 Um kl. 5 í morgun hrökk ég upp við þyrlurnar að hamast fyrir ofan Þingholtin. Kl. 08:08 leið mér eins og rúmið mitt vaggaði úti á sjó, í fyrsta stóra skjálfta dagsins. Þá hvarflaði að mér hvort nú væri kannski ráð að pakka í viðbragðsbakpoka bara svona ef það yrði skyndirýming 😅— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) February 27, 2021 Þá sagði Jakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd, frá því í samtali við Ríkisútvarpið í gær að hann og fjölskylda hans væru viðbúin því að allt fari á versta veg. Þau væru klár með „flóttatösku“. „[…] ef upp kæmi sú staða að við þyrftum að bruna af stað með skömmum, eða engum fyrirvara,“ sagði Jakob við Ríkisútvarpið. Engin merki um landris, gosóróa eða kvikugas Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur var innt eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort raunveruleg þörf væri á því að fólk pakkaði í töskur og undirbyggi sig undir að yfirgefa heimili sín í flýti. „Ég tel ekki svo vera,“ sagði Kristín. Engin merki eða vísbendingar væru um að eldgos sé yfirvofandi. „Það eru engin merki um landris, sjáum engan gosóróa. Við mælum ekki kvikugas sem væri til marks um kviku,“ sagði Kristín. „Og svo auðvitað, svona sambærilegar hrinur hafa mælst áður og á síðustu öld eru þetta margar hrinur sem hafa mælst. Og það er bara orðið mjög langt síðan síðast. En þessum hrinum hefur ekki fylgt gosvirkni. Þannig að við erum ekki að sjá nein merki sem benda til þess.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1. mars 2021 12:49 1.500 skjálftar í dag Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt. 1. mars 2021 13:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Twitter-notendur, sem margir eru uggandi vegna jarðskjálftanna, hafa síðustu daga velt því upp hvort þörf sé á því að pakka í „neyðartöskur“ og vera þannig viðbúnir því að flýja heimili sín. Notendunum er vissulega mismikil alvara með vangaveltum sínum en nokkur dæmi um slíkt má sjá hér fyrir neðan. Er galin hugmynd að pakka í tösku semi survival kit? Bara auka föt, hleðslubanki, smá snarl og eitthvað in case að man þyrfti að flýja með bumbuna og 3 ára krakka út í bíl?— H(alld)óra. (@halldorabirta) February 27, 2021 119 skjálftar yfir 3 síðust 48 tíma. Er mögulega síðasti aðilinn til að pakka í neyðartösku en ég fer að klára það verk.— Skúli Arnlaugsson (@Arnlaugsson) February 28, 2021 Ertu bui/ð/n/nn að pakka í neyðartösku?— Mattý ✨🪐 (@nei_takk) February 28, 2021 Um kl. 5 í morgun hrökk ég upp við þyrlurnar að hamast fyrir ofan Þingholtin. Kl. 08:08 leið mér eins og rúmið mitt vaggaði úti á sjó, í fyrsta stóra skjálfta dagsins. Þá hvarflaði að mér hvort nú væri kannski ráð að pakka í viðbragðsbakpoka bara svona ef það yrði skyndirýming 😅— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) February 27, 2021 Þá sagði Jakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd, frá því í samtali við Ríkisútvarpið í gær að hann og fjölskylda hans væru viðbúin því að allt fari á versta veg. Þau væru klár með „flóttatösku“. „[…] ef upp kæmi sú staða að við þyrftum að bruna af stað með skömmum, eða engum fyrirvara,“ sagði Jakob við Ríkisútvarpið. Engin merki um landris, gosóróa eða kvikugas Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur var innt eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort raunveruleg þörf væri á því að fólk pakkaði í töskur og undirbyggi sig undir að yfirgefa heimili sín í flýti. „Ég tel ekki svo vera,“ sagði Kristín. Engin merki eða vísbendingar væru um að eldgos sé yfirvofandi. „Það eru engin merki um landris, sjáum engan gosóróa. Við mælum ekki kvikugas sem væri til marks um kviku,“ sagði Kristín. „Og svo auðvitað, svona sambærilegar hrinur hafa mælst áður og á síðustu öld eru þetta margar hrinur sem hafa mælst. Og það er bara orðið mjög langt síðan síðast. En þessum hrinum hefur ekki fylgt gosvirkni. Þannig að við erum ekki að sjá nein merki sem benda til þess.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1. mars 2021 12:49 1.500 skjálftar í dag Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt. 1. mars 2021 13:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53
Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1. mars 2021 12:49
1.500 skjálftar í dag Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt. 1. mars 2021 13:18
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent