Stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 20:06 Útför kafteins Tom Moore fór fram í dag. EPA-EFE/JOE GIDDENS Útför kafteins Tom Moore, sem safnaði milljörðum til styrktar breska heilbrigðiskerfinu síðasta vor, fór fram í dag. Breskir hermenn stóðu heiðursvörð og herflugvélar flugu yfir útförinni til heiðurs kafteininum. Útförinni var sjónvarpað en vegna kórónuveirufaraldursins gátu aðeins átta nánir fjölskyldumeðlimir verið viðstaddir útförinni. Sex hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris, sem Moore var hluti af í síðari heimstyrjöldinni, báru kistu hans til grafar. Þá stóðu fjórtán hermenn heiðursvörð og skutu úr byssum upp í loft honum til heiðurs. Herflugvélinni Douglas C-47, sem var notuð af Bretum í síðari heimstyrjöld, var flogið yfir útfararstaðinn. Hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore.EPA-EFE/JOE GIDDENS Um leið og sóttvarnareglur leyfa ætlar fjölskylda Moors að jarðsetja ösku hans í Jórvíkurskíri þar sem hann mun hvíla ásamt foreldrum sínum, öfum og ömmum. Moore dó 2. febrúar síðastliðinn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni, hundrað ára gamall. Moore öðlaðist heimsfrægð síðasta sumar þegar hann safnaði 32 milljónum punda, eða um 6 milljörðum íslenskra króna, til styrktar breska heilbrigðiskerfinu í ljósi kórónuveirufaraldursins. Upphaflega stefndi hann á að ganga hundrað hringi í garðinum sínum og safna þúsund pundum. Herþotu frá síðari heimstyrjöld var flogið yfir útfararstaðinn.EPA-EFE/JOE GIDDENS Moore var sleginn til riddara af Elísabetu Bretlandsdrottningu vegna framlags hans til bresks samfélags. Hann hafði verið útnefndur til riddaratignar af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í maí í fyrra. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þjóðarklapp“ til heiðurs kafteini Tom Moore Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. 3. febrúar 2021 18:11 Kafteinn Tom Moore er látinn Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina. 2. febrúar 2021 16:30 Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
Útförinni var sjónvarpað en vegna kórónuveirufaraldursins gátu aðeins átta nánir fjölskyldumeðlimir verið viðstaddir útförinni. Sex hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris, sem Moore var hluti af í síðari heimstyrjöldinni, báru kistu hans til grafar. Þá stóðu fjórtán hermenn heiðursvörð og skutu úr byssum upp í loft honum til heiðurs. Herflugvélinni Douglas C-47, sem var notuð af Bretum í síðari heimstyrjöld, var flogið yfir útfararstaðinn. Hermenn úr hersveit Jórvíkurskíris stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore.EPA-EFE/JOE GIDDENS Um leið og sóttvarnareglur leyfa ætlar fjölskylda Moors að jarðsetja ösku hans í Jórvíkurskíri þar sem hann mun hvíla ásamt foreldrum sínum, öfum og ömmum. Moore dó 2. febrúar síðastliðinn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni, hundrað ára gamall. Moore öðlaðist heimsfrægð síðasta sumar þegar hann safnaði 32 milljónum punda, eða um 6 milljörðum íslenskra króna, til styrktar breska heilbrigðiskerfinu í ljósi kórónuveirufaraldursins. Upphaflega stefndi hann á að ganga hundrað hringi í garðinum sínum og safna þúsund pundum. Herþotu frá síðari heimstyrjöld var flogið yfir útfararstaðinn.EPA-EFE/JOE GIDDENS Moore var sleginn til riddara af Elísabetu Bretlandsdrottningu vegna framlags hans til bresks samfélags. Hann hafði verið útnefndur til riddaratignar af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í maí í fyrra.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þjóðarklapp“ til heiðurs kafteini Tom Moore Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. 3. febrúar 2021 18:11 Kafteinn Tom Moore er látinn Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina. 2. febrúar 2021 16:30 Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
„Þjóðarklapp“ til heiðurs kafteini Tom Moore Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. 3. febrúar 2021 18:11
Kafteinn Tom Moore er látinn Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina. 2. febrúar 2021 16:30
Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. 31. janúar 2021 17:58
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent