Þetta þarf ekki að vera svona flókið! Daði Geir Samúelsson skrifar 24. febrúar 2021 09:00 Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun