Aðalfundir húsfélaga Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:30 Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun