Húsreglur eiga að vera til staðar í öllum fjölbýlishúsum Daníel Árnason skrifar 23. febrúar 2021 11:31 Nú þegar aðalfundatími húsfélaga er byrjaður er ekki úr vegi að minna á að húsreglur eiga að vera til í öllum fjölbýlishúsum, enda hvílir sú skylda á stjórn húsfélags samkvæmt fjöleignarhúsalögunum að semja - og leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lögin leyfa. Jafnframt hvílir sú skylda á öllum íbúum að virða húsreglurnar, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur. Húsreglur eiga, samkvæmt 74. gr. laga um fjöleignarhús frá 1994, að innihalda sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að festa í reglur í viðkomandi húsi. Hvað þarf að vera í húsreglum? Í húsreglum skal m.a. fjalla um umgengni í sameign og afnot hennar og hagnýtingu, skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss og hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skal háttað og skyldur eigenda í þeim efnum. Þá skulu vera í húsreglum ákvæði sem tryggja svefnfrið í húsinu, a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni, sem og undanþágur sem veita má frá slíku banni. Einnig skulu húsreglur innihalda ákvæði sem gilda um dýrahald, ef það er leyft í viðkomandi húsfélagi, sem og reglur um afnot sameiginlegra bílastæða og hagnýtingu séreigna, að því marki sem unnt er. Húsreglur mega ekki fara í berhögg við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Samþykkt og setning húsreglna krefst samþykkis einfalds meirihluta eigenda, nema þegar fjöleignarhúsalögin áskilja að samþykkis allra eigenda, eða aukins meirihluta, sé þörf, s.s. vegna dýrahalds eða víðtækra takmarkana á umráðarétti yfir séreign o.fl. Verður þá að gæta þess að samþykki tilskilins fjölda liggi fyrir til að húsreglurnar verði skuldbindandi gagnvart eigendum. Ekki þarf að þinglýsa húsreglum sem hafa að geyma almenn atriði sem einfaldur meirihluti getur ákveðið, til að þær hafi gildi milli eigenda og gagnvart nýjum eigendum. Taki húsreglur hins vegar til atriða sem þurfa samþykki allra, er öruggara að þinglýsa slíkum samþykktum til að þær hafi ótvírætt gildi, bæði gagnvart viðsemjendum eigenda sem og síðari eigendum. Ítrekuð brot geta leitt til brottreksturs Vel útfærðar húsreglur eru líka góður stuðningur fyrir bæði stjórn húsfélaga og íbúa almennt að skapa notalegt samfélag í sínu fjölbýlishúsi með skýrum umgengnisreglum. Þá má og benda á að gerist eigandi eða íbúi fjölbýlishúss sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl viðkomandi í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn, sbr. 55. gr. fjöleignarhúsalaganna. Höfundir er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar aðalfundatími húsfélaga er byrjaður er ekki úr vegi að minna á að húsreglur eiga að vera til í öllum fjölbýlishúsum, enda hvílir sú skylda á stjórn húsfélags samkvæmt fjöleignarhúsalögunum að semja - og leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lögin leyfa. Jafnframt hvílir sú skylda á öllum íbúum að virða húsreglurnar, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur. Húsreglur eiga, samkvæmt 74. gr. laga um fjöleignarhús frá 1994, að innihalda sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að festa í reglur í viðkomandi húsi. Hvað þarf að vera í húsreglum? Í húsreglum skal m.a. fjalla um umgengni í sameign og afnot hennar og hagnýtingu, skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss og hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skal háttað og skyldur eigenda í þeim efnum. Þá skulu vera í húsreglum ákvæði sem tryggja svefnfrið í húsinu, a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni, sem og undanþágur sem veita má frá slíku banni. Einnig skulu húsreglur innihalda ákvæði sem gilda um dýrahald, ef það er leyft í viðkomandi húsfélagi, sem og reglur um afnot sameiginlegra bílastæða og hagnýtingu séreigna, að því marki sem unnt er. Húsreglur mega ekki fara í berhögg við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Samþykkt og setning húsreglna krefst samþykkis einfalds meirihluta eigenda, nema þegar fjöleignarhúsalögin áskilja að samþykkis allra eigenda, eða aukins meirihluta, sé þörf, s.s. vegna dýrahalds eða víðtækra takmarkana á umráðarétti yfir séreign o.fl. Verður þá að gæta þess að samþykki tilskilins fjölda liggi fyrir til að húsreglurnar verði skuldbindandi gagnvart eigendum. Ekki þarf að þinglýsa húsreglum sem hafa að geyma almenn atriði sem einfaldur meirihluti getur ákveðið, til að þær hafi gildi milli eigenda og gagnvart nýjum eigendum. Taki húsreglur hins vegar til atriða sem þurfa samþykki allra, er öruggara að þinglýsa slíkum samþykktum til að þær hafi ótvírætt gildi, bæði gagnvart viðsemjendum eigenda sem og síðari eigendum. Ítrekuð brot geta leitt til brottreksturs Vel útfærðar húsreglur eru líka góður stuðningur fyrir bæði stjórn húsfélaga og íbúa almennt að skapa notalegt samfélag í sínu fjölbýlishúsi með skýrum umgengnisreglum. Þá má og benda á að gerist eigandi eða íbúi fjölbýlishúss sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl viðkomandi í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn, sbr. 55. gr. fjöleignarhúsalaganna. Höfundir er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun