Ábendingalína Barnaheilla kemur að gagni Þóra Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 12:31 Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt. Vefsíðan var hýst hjá fyrirtæki sem hefur tengsl við Ísland og því barst tilkynningin íslensku ábendingalínunni. Málið var áframsent til lögreglunnar, en lögreglan á Suðurnesjum annast samstarfið við Barnaheill og fulltrúi þeirra greinir tilkynningar sem til ábendingalínunnar berast. Lögreglan sendi beiðni til fyrirtækisins sem bar ábyrgð á hýsingu vefsíðunnar, sem áður hefur verið komið á tengslum við, um að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Umrætt fyrirtæki brást vel við beiðninni og fjarlægði síðuna umsvifalaust. Þannig liðu innan við 30 klukkustundir frá því að tilkynningin barst frá Þýskalandi og þar til búið var að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Í framhaldinu sendi lögreglan málið til Interpol til frekari rannsóknar. Markmiðið með því er að finna þá sem ábyrgir eru fyrir vefsíðunni og mögulega bera kennsl á þau börn sem málið varðar og styðja þau úr hugsanlegum ofbeldisaðstæðum. Í þessu máli sem öðrum, sannaðist gildi þess að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á neti til Ábendingalínu Barnaheilla. Tilkynning kemur börnum til bjargar og hvert barn skiptir máli. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Félagasamtök Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Umdeilanleg áform Auðunn Arnórsson Fastir pennar Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Að taka ábyrgð Fastir pennar Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt. Vefsíðan var hýst hjá fyrirtæki sem hefur tengsl við Ísland og því barst tilkynningin íslensku ábendingalínunni. Málið var áframsent til lögreglunnar, en lögreglan á Suðurnesjum annast samstarfið við Barnaheill og fulltrúi þeirra greinir tilkynningar sem til ábendingalínunnar berast. Lögreglan sendi beiðni til fyrirtækisins sem bar ábyrgð á hýsingu vefsíðunnar, sem áður hefur verið komið á tengslum við, um að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Umrætt fyrirtæki brást vel við beiðninni og fjarlægði síðuna umsvifalaust. Þannig liðu innan við 30 klukkustundir frá því að tilkynningin barst frá Þýskalandi og þar til búið var að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Í framhaldinu sendi lögreglan málið til Interpol til frekari rannsóknar. Markmiðið með því er að finna þá sem ábyrgir eru fyrir vefsíðunni og mögulega bera kennsl á þau börn sem málið varðar og styðja þau úr hugsanlegum ofbeldisaðstæðum. Í þessu máli sem öðrum, sannaðist gildi þess að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á neti til Ábendingalínu Barnaheilla. Tilkynning kemur börnum til bjargar og hvert barn skiptir máli. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar