Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 19:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunararáðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri nýrrar skýrslu um svokallað klasastefnu sem hefur að markmiði að auka hagsæld. Vísir Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu. Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira