Hvað tekur enga stund? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 17:01 Það eru ekki margar aðgerðir, hreyfingar eða hugsanir sem maður gerir sem raunverulega taka enga stund. Allt tekur einhvern tíma. Ef þú hins vegar ferð í Gleðibankann ehf. og skuldajafnar sekúntuna með því að búa til meiri tíma síðar getur maður þá sagt að það sem maður gerði taki enga stund? Án þess að setja fram of heimspekilegar pælingar þá má mögulega líkja þessu við að þurka upp egg sem sullast á borð strax eða síðar. Þeir sem hafa glímt við uppþorna eggjasubb vita hvað um ræðir. Þó það taki nokkrar sekúntur að þurka upp blautt eggjasubbið bliknar sá sekúntufjöldi í samanburði við þær mínútur sem það tekur að þurka upp hart og uppþornað subbið. Með því getur röggsamur húsbóndi með sanni sagt við börn sín, þegar hann kennir þeim réttu handtökin í eldhúsinu, það tekur enga stund að þurka þetta upp. Þessu er eins farið með hugleiðslu. Þó að manni finnist oft eins og maður hafi ekki tíma til þess að opna hugleiðslu appið sitt og byrja að hugleiða þá er það þannig að það tekur enga stund. Það sem þú færð í staðin fyrir mínúturnar sem fara í það að hugleiða er betra vinnsluminni í heilann ef við hoppum yfir í tækmnilegar myndlíkingar. Hoppum dýra í líkingarheimin og lítum á sívinsælan tölvuleik sem fyrst kom á markað það herrans ár 1984. Hægt er að hugsa sér Tetris kuppa sem verið er að reyna að raða upp í fallega og þétta röð. Kubbarnir eru verkefni sem þú vilt ljúka, hvort sem þau snúa að vinnu, sjálfum þér eða þínum nánustu. Bilið sem stundum vill myndast á milli er dauð stund sem þú ert ekkert að gera eða stund sem er ekki fullnýtt vegna þess þú varst ekki með fulla athygli á því sem þú varst að gera. Stundum líður manni eins og tetris kubbarnir dritist niður á mann og maður hefur ekkert vald á því að raða þessum verkefnum niður þannig að hægt sé að búa til fallega línu og niðurstaðan er hálfkláruð verkefni, fullt af bilum á milli, verkefnastjóri sem æðir úr einu í annað og endar uppi svekktur með sjálfan sig. Þegar þú hugleið hefurðu betra vald á því að raða kubbunum upp í rökrétta línu og fækkar þar með bilunum á milli kubbana. Hvert andartak getur orðið að hugleiðslu en bara ef þú veist hvað þú þarft að gera. Það er ekki flókið. Þú þarft bara að opna appið kveikja á hugleiðslu og gera það sem leiðbeinandi röddin býður þér að gera. Þegar þú svo hefur æft þig í nokkurn tíma finnurðu að þú hefur betra vald á því að beita æfingunum úr hugleiðslun í daglegu lífi og raðar því tetris kubbum þínum skipulega í röð á þess að líða eins og þú sért í skotárás allan liðlangan daginn. Flestir vilja læra að breyta fókusnum, frá hröðum hugsunum hugans og finna það sem skiptir mann máli í þessum erilsama heimi en það gerist ekki nema maður æfi sig. Með tíð og tíma og því fleiri mínúrtur sem þú leggur inn í hugleiðslurnar þínar sérðu meiri árángur. Eins og með gleðibankann, þú leggur inn og tekur svo út. Það sama passar hins vegar ekki öllum og stundum þarf maður að púsla ferhyndum Tetris kubbum inn í daginn sinn en aðra daga eru langar kubbalengjur það sem vefst fyrir manni. Það er einmit þess vegna sem Flow býður upp á sex aðferðir til að hugleiða. Við þurfum fjölbreytt úrval aðferða sem geta styrkt okkur hvenær sem er dagsins. Markmiðið með þessu öllu saman er svo kannski bara að reyna að öðlast meiri hugarró og gleði hvar og hvenær sem er. Við getum líklega öll verið sammála um að við viljum verja meiri tíma í hugarró og gleði. Er það ekki? Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Flow Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar aðgerðir, hreyfingar eða hugsanir sem maður gerir sem raunverulega taka enga stund. Allt tekur einhvern tíma. Ef þú hins vegar ferð í Gleðibankann ehf. og skuldajafnar sekúntuna með því að búa til meiri tíma síðar getur maður þá sagt að það sem maður gerði taki enga stund? Án þess að setja fram of heimspekilegar pælingar þá má mögulega líkja þessu við að þurka upp egg sem sullast á borð strax eða síðar. Þeir sem hafa glímt við uppþorna eggjasubb vita hvað um ræðir. Þó það taki nokkrar sekúntur að þurka upp blautt eggjasubbið bliknar sá sekúntufjöldi í samanburði við þær mínútur sem það tekur að þurka upp hart og uppþornað subbið. Með því getur röggsamur húsbóndi með sanni sagt við börn sín, þegar hann kennir þeim réttu handtökin í eldhúsinu, það tekur enga stund að þurka þetta upp. Þessu er eins farið með hugleiðslu. Þó að manni finnist oft eins og maður hafi ekki tíma til þess að opna hugleiðslu appið sitt og byrja að hugleiða þá er það þannig að það tekur enga stund. Það sem þú færð í staðin fyrir mínúturnar sem fara í það að hugleiða er betra vinnsluminni í heilann ef við hoppum yfir í tækmnilegar myndlíkingar. Hoppum dýra í líkingarheimin og lítum á sívinsælan tölvuleik sem fyrst kom á markað það herrans ár 1984. Hægt er að hugsa sér Tetris kuppa sem verið er að reyna að raða upp í fallega og þétta röð. Kubbarnir eru verkefni sem þú vilt ljúka, hvort sem þau snúa að vinnu, sjálfum þér eða þínum nánustu. Bilið sem stundum vill myndast á milli er dauð stund sem þú ert ekkert að gera eða stund sem er ekki fullnýtt vegna þess þú varst ekki með fulla athygli á því sem þú varst að gera. Stundum líður manni eins og tetris kubbarnir dritist niður á mann og maður hefur ekkert vald á því að raða þessum verkefnum niður þannig að hægt sé að búa til fallega línu og niðurstaðan er hálfkláruð verkefni, fullt af bilum á milli, verkefnastjóri sem æðir úr einu í annað og endar uppi svekktur með sjálfan sig. Þegar þú hugleið hefurðu betra vald á því að raða kubbunum upp í rökrétta línu og fækkar þar með bilunum á milli kubbana. Hvert andartak getur orðið að hugleiðslu en bara ef þú veist hvað þú þarft að gera. Það er ekki flókið. Þú þarft bara að opna appið kveikja á hugleiðslu og gera það sem leiðbeinandi röddin býður þér að gera. Þegar þú svo hefur æft þig í nokkurn tíma finnurðu að þú hefur betra vald á því að beita æfingunum úr hugleiðslun í daglegu lífi og raðar því tetris kubbum þínum skipulega í röð á þess að líða eins og þú sért í skotárás allan liðlangan daginn. Flestir vilja læra að breyta fókusnum, frá hröðum hugsunum hugans og finna það sem skiptir mann máli í þessum erilsama heimi en það gerist ekki nema maður æfi sig. Með tíð og tíma og því fleiri mínúrtur sem þú leggur inn í hugleiðslurnar þínar sérðu meiri árángur. Eins og með gleðibankann, þú leggur inn og tekur svo út. Það sama passar hins vegar ekki öllum og stundum þarf maður að púsla ferhyndum Tetris kubbum inn í daginn sinn en aðra daga eru langar kubbalengjur það sem vefst fyrir manni. Það er einmit þess vegna sem Flow býður upp á sex aðferðir til að hugleiða. Við þurfum fjölbreytt úrval aðferða sem geta styrkt okkur hvenær sem er dagsins. Markmiðið með þessu öllu saman er svo kannski bara að reyna að öðlast meiri hugarró og gleði hvar og hvenær sem er. Við getum líklega öll verið sammála um að við viljum verja meiri tíma í hugarró og gleði. Er það ekki? Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Flow
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun